Björt býður sig fram til formanns Bjartrar framtíðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 18:20 Björt Ólafsdóttir býður sig fram til formanns Bjartrar framtíðar. Vísir/Laufey Elíasdóttir Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, býður sig fram til formanns flokksins á aukaársfundi hans á morgun. Þá býður Nichole Leigh Mosty, sem einnig er fyrrverandi þingmaður flokksins, býður sig fram til stjórnarformanns. Ekki eru fleiri í framboði til þessara embætta. Óttarr Proppé sagði af sér sem formaður Bjartrar framtíðar þann 31. október en flokkurinn beið afhroð í kosningunum sem fóru fram þremur dögum áður og datt út af þingi. Björt Ólafsdóttir tók sæti á þingi fyrir Bjarta framtíð eftir þingkosningarnar 2013 en þá bauð Björt framtíð í fyrsta sinn fram til Alþingis. Eftir kosningarnar 2016 varð hún umhverfis-og auðlindaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í september síðastliðnum eftir að í ljós kom að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafði sagt Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, frá því að faðir hans hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn voru ekki upplýstir um þetta og var það mat Bjartrar framtíðar að þar með hefði orðið alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar. Björt Ólafsdóttir skrifaði langa færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hún fór yfir samstarfið með Sjálfstæðisflokknum. Sagðist hún meðal annars hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. Í fréttatilkynningu frá Bjartri framtíð kemur fram að aukaársfundurinn fari fram á Hótel Cabin í Borgartúni og hefjist klukkan 11. Tengdar fréttir Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, býður sig fram til formanns flokksins á aukaársfundi hans á morgun. Þá býður Nichole Leigh Mosty, sem einnig er fyrrverandi þingmaður flokksins, býður sig fram til stjórnarformanns. Ekki eru fleiri í framboði til þessara embætta. Óttarr Proppé sagði af sér sem formaður Bjartrar framtíðar þann 31. október en flokkurinn beið afhroð í kosningunum sem fóru fram þremur dögum áður og datt út af þingi. Björt Ólafsdóttir tók sæti á þingi fyrir Bjarta framtíð eftir þingkosningarnar 2013 en þá bauð Björt framtíð í fyrsta sinn fram til Alþingis. Eftir kosningarnar 2016 varð hún umhverfis-og auðlindaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í september síðastliðnum eftir að í ljós kom að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafði sagt Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, frá því að faðir hans hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn voru ekki upplýstir um þetta og var það mat Bjartrar framtíðar að þar með hefði orðið alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar. Björt Ólafsdóttir skrifaði langa færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hún fór yfir samstarfið með Sjálfstæðisflokknum. Sagðist hún meðal annars hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. Í fréttatilkynningu frá Bjartri framtíð kemur fram að aukaársfundurinn fari fram á Hótel Cabin í Borgartúni og hefjist klukkan 11.
Tengdar fréttir Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30