Fótbolti

Björn Bergmann bestur í norsku deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björn Bergmann var þriðji markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar.
Björn Bergmann var þriðji markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. vísir/ernir

Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður Molde, var besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili samkvæmt tölfræðisíðunni WhoScored.com. Skagamaðurinn var jafnframt í liði ársins.

Björn Bergmann átti frábært tímabil með Molde. Hann skoraði 16 mörk og var þriðji markahæsti leikmaður norsku deildarinnar.

Björn Bergmann fékk 7,44 í meðaleinkunn hjá WhoScored fyrir frammistöðu sína á tímabilinu.

Skagamaðurinn var rétt fyrir ofan samherja sinn hjá Molde, Babacar Sarr, í einkunnagjöf WhoScored. Sarr, sem lék áður með Selfossi hér á landi, fékk 7,43 í meðaleinkunn fyrir frammistöðu sína á tímabilinu.

Björn Bergmann og Sarr eru vitaskuld báðir í úrvalsliði WhoScored. Meistarar Rosenborg eiga fjóra fulltrúa í því, Molde og Strömsgodset tvo og Brann, Sarpsborg og Aalesund einn hver.Björn Bergmann er einn fjögurra sem kemur til greina sem besti leikmaður norsku deildarinnar. Hinir eru Rosenborg-mennirnir Nicklas Bendnter og Tore Reginiussen og Ohi Omoijuanfo, leikmaður Stabæk.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.