Erlent

Heimilar Morales að bjóða sig fram að nýju

Atli Ísleifsson skrifar
Evo Morales hefur verið forseti Bolivíu frá árinu 2006.
Evo Morales hefur verið forseti Bolivíu frá árinu 2006. Vísir/afp
Stjórnlagadómstóll Bólivíu hefur heimilað forseta landsins, Evo Morales, að bjóða sig fram til forseta í fjórða sinn.

BBC greinir frá þessu. Bólivískir kjósendur felldu stjórnarskrárbreytingar í fyrra sem hefðu heimilað Morales að bjóða sig fram til forseta í fjórða sinn en stjórnlagadómstóllinn hefur dæmt atkvæðagreiðsluna ólöglega og heimilað Morales að bjóða sig aftur fram.

Morales hefur verið forseti frá árinu 2006 og ef hann sigrar næstu forsetakosningar, sem fram fara árið 2019, mun hann sitja sem forseti til ársins 2025.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×