Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 19:24 Sólmundur Hólm Sólmundsson. Vísir/Stefán Sjónvarpsmaðurinn Sólmundur Hólm greinir frá því á Facebook að hann sé ekki lengur með krabbamein og lyfjameðferð hans lokið. Sólmundur, eða Sóli eins og hann er jafnan kallaður, sagði frá því október síðastliðnum að hann hefði verið greindur með Hodgkins eitlakrabbamein í júlí síðastliðnum. Fyrsta ágúst síðastliðinn hófst lyfjameðferð þar sem hann mætti í lyfjagjöf á tveggja vikna fresti en hann hefur ekki farið í slíka lyfjagjöf frá 6. nóvember. Engin krabbameinsvirkni Í síðustu viku fór hann í þriðja sinn til Kaupmannahafnar í PET-skanna og sýndi sú skoðun að eitlarnir sem voru með krabbamein hafa ýmist minnkað eða hreinlega horfið. „Það sem er þó öllu mikilvægara er að engin krabbameinsvirkni mældist eða sást neins staðar. Það þýðir einfaldlega það að ég er ekki lengur með krabbamein og lyfjameðferðin er formlega búin. Hvað ætlið þið að gera í því? Eitlarnir sem eftir eru halda svo áfram að minnka þó lyfjameðferð sé lokið.“ Hann segist ekki enn vera búinn að ná þessum tíðindum og eigi bágt með að trúa að hann þurfi ekki að mæta í lyfjagjöf á mánudag. „Það er hins vegar staðreynd,“ segir hann í færslunni á Facebook. Hann segir jákvæðni hafa haldið sér gangandi í gegnum allt ferlið sem og allt það frábæra fólk sem hann hefur í sínu lífi. Eitt sem hann kemur til með að sakna „Ég er auðvitað í skýjunum með að vera laus við krabbameinið en ég verð að viðurkenna að það er eitt sem ég kem til með að sakna. Það er hið svokallaða cancer card, það er að nota krabbameinið sem afsökun til að sleppa við að gera hitt og þetta. Ég hef aðallega notað krabbameinskortið innan heimilisins og oft verið „allt of slappur“ til að taka úr þvottavélinni og henda í þurrkarann. Þess vegna mætti segja að krabbameinið hafi lent jafnvel enn meira á Viktoríu (sambýliskonu hans) en mér að sumu leyti,“ segir Sóli. Hann segir stórt verkefni fram undan við að koma sér aftur í form. „Ég stend uppi sem feitur sköllóttur maður, með ekkert þrek og litla orku. Allt eru þetta þó þættir sem tíminn mun bæta og auðvitað ég sjálfur með tilheyrandi æfingum.“ Með færslunni deilir hann myndum sem ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson tók af honum daginn áður en hann byrjaði í lyfjameðferð og svo aðra sem hann tók daginn eftir að Sóli fékk að vita að hann væri ekki með krabbamein. „Leiðinleg staðreynd að ég leit töluvert betur út með krabbamein en án þess J,“ segir Sóli í færslunni. Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Sólmundur Hólm greinir frá því á Facebook að hann sé ekki lengur með krabbamein og lyfjameðferð hans lokið. Sólmundur, eða Sóli eins og hann er jafnan kallaður, sagði frá því október síðastliðnum að hann hefði verið greindur með Hodgkins eitlakrabbamein í júlí síðastliðnum. Fyrsta ágúst síðastliðinn hófst lyfjameðferð þar sem hann mætti í lyfjagjöf á tveggja vikna fresti en hann hefur ekki farið í slíka lyfjagjöf frá 6. nóvember. Engin krabbameinsvirkni Í síðustu viku fór hann í þriðja sinn til Kaupmannahafnar í PET-skanna og sýndi sú skoðun að eitlarnir sem voru með krabbamein hafa ýmist minnkað eða hreinlega horfið. „Það sem er þó öllu mikilvægara er að engin krabbameinsvirkni mældist eða sást neins staðar. Það þýðir einfaldlega það að ég er ekki lengur með krabbamein og lyfjameðferðin er formlega búin. Hvað ætlið þið að gera í því? Eitlarnir sem eftir eru halda svo áfram að minnka þó lyfjameðferð sé lokið.“ Hann segist ekki enn vera búinn að ná þessum tíðindum og eigi bágt með að trúa að hann þurfi ekki að mæta í lyfjagjöf á mánudag. „Það er hins vegar staðreynd,“ segir hann í færslunni á Facebook. Hann segir jákvæðni hafa haldið sér gangandi í gegnum allt ferlið sem og allt það frábæra fólk sem hann hefur í sínu lífi. Eitt sem hann kemur til með að sakna „Ég er auðvitað í skýjunum með að vera laus við krabbameinið en ég verð að viðurkenna að það er eitt sem ég kem til með að sakna. Það er hið svokallaða cancer card, það er að nota krabbameinið sem afsökun til að sleppa við að gera hitt og þetta. Ég hef aðallega notað krabbameinskortið innan heimilisins og oft verið „allt of slappur“ til að taka úr þvottavélinni og henda í þurrkarann. Þess vegna mætti segja að krabbameinið hafi lent jafnvel enn meira á Viktoríu (sambýliskonu hans) en mér að sumu leyti,“ segir Sóli. Hann segir stórt verkefni fram undan við að koma sér aftur í form. „Ég stend uppi sem feitur sköllóttur maður, með ekkert þrek og litla orku. Allt eru þetta þó þættir sem tíminn mun bæta og auðvitað ég sjálfur með tilheyrandi æfingum.“ Með færslunni deilir hann myndum sem ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson tók af honum daginn áður en hann byrjaði í lyfjameðferð og svo aðra sem hann tók daginn eftir að Sóli fékk að vita að hann væri ekki með krabbamein. „Leiðinleg staðreynd að ég leit töluvert betur út með krabbamein en án þess J,“ segir Sóli í færslunni.
Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira
Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50