Innlent

Ættingjar í ummælakerfinu komu Cherie til aðstoðar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Cherie man vel eftir Helga sem man aftur á móti ekkert eftir Cherie.
Cherie man vel eftir Helga sem man aftur á móti ekkert eftir Cherie.
Maðurinn sem Cherie Lockett, bandarísk kona frá Anna Arbor í Michigan í Bandaríkjunum, leitaði að heitir Helgi Hannesson og býr í Reykjavík. Helgi flutti til Bandaríkjanna á fimmta aldursári og bjó fyrst í Michigan en síðan í New Jersey.

Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í gær þar sem Cherie sagði frá kynnum þeirra Helga á árunum 1961-1962.

„Þegar ég var átta ára gömul var ég í þriðja bekk í Northside-grunnskólanum árið 1961-62 í Ann Arbor í Michigan. Þá var ég svo heppin að hitta Helga frá Íslandi,“ sagði Cherie í samtali við Fréttablaðið.

Frændi og frænka Helga Hannessonar könnuðust svo sannarlega við sinn mann.
Cherie átti mynd af Helga sem hún sendi blaðamanni í von um að finna hann. Í ummælum við fréttina á Vísi stigu nokkrir ættingjar Helga fram, þekktu greinilega sinn mann.

Helgi man ekki eftir Cherie en segir í Fréttablaðinu í dag að henni sé frjálst að hafa samband við sig á Facebook.

„Ég man ekkert eftir þessari konu og hef því ekkert um hana að segja,“ sagði Helgi í viðtali við Nútímann í gær. Cherie man aftur á móti vel eftir Helga og ber honum vel söguna.

„Helgi var algjört uppáhald, bjartur yfirlitum, vinalegur og forvitinn. Hann hafði fallegt bros og rautt hár sem greindi hann frá öðrum. Hann kom frá landi sem virtist vera svo óralangt í burtu,“ segir Cherie.

Nú er að bíða og sjá hvort leiðir þeirra Cherie og Helga muni liggja saman.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×