Leitar gamals bekkjarbróður síns á Íslandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Cherie segir að það hafi verið öðruvísi að hitta Helga frá Íslandi en aðra félaga frá Egyptalandi eða Brasilíu. Bandarísk kona frá Ann Arbor í Michigan leitar að gömlum skólafélaga sínum hér á landi. Manninn þekkti hún þegar þau voru saman í grunnskóla, átta ára gömul. Hún á mynd af manninum en kann ekki önnur deili á honum. „Þegar ég var átta ára gömul var ég í þriðja bekk í Northside-grunnskólanum árið 1961-62 í Ann Arbor í Michigan. Þá var ég svo heppin að hitta Helga frá Íslandi,“ segir Cherie Lockett. Helgi hafi verið einn af fjölmörgum nemendum sem gengu í skólann í eitt ár eða tvö. Sennilegast hafi foreldrar hans verið í námi við Háskólann í Michigan, en sá skóli er einmitt í Ann Arbor. „Það var alltaf mjög gaman að hitta krakka frá fjarlægum löndum. „Helgi var algjört uppáhald, bjartur yfirlitum, vinalegur og forvitinn. Hann hafði fallegt bros og rautt hár sem greindi hann frá öðrum. Hann kom frá landi sem virtist vera svo óralangt í burtu,“ segir Cherie.Cherie LockettCherie segir að fyrir átta ára gamla stelpu hafi Ísland virst vera í órafjarlægð og erfitt að átta sig á því hvar það var. „Þetta var ekki eins og með bekkjarfélaga mína frá Egyptalandi eða Brasilíu eða Japan,“ útskýrir hún. Í hennar huga hafi Helgi verið frá einhverjum virkilega skemmtilegum stað. Sá staður varð alveg einstakur eftir að móðir Helga hafði komið og varið eftirmiðdegi með bekkjarfélögum hans að ræða við þau og fræða þau um Ísland. „Til að toppa þetta allt saman þá kenndi móðir hans okkur spennandi barnalag frá Íslandi,“ segir Cherie. Hún segir Reykjavík alltaf hafa komið upp í hugann þegar hún hugsar um þennan spennandi rauðhærða dreng. „Ég er enn með stjörnur í augunum eftir öll þessi ár og ég vonaði að einn góðan veðurdag myndi ég fara til Reykjavíkur. Ég er hérna eins og svo margir aðrir ferðamenn, nema hvað ég er með minningar og skólamynd af þessu fallega og sakleysislega brosi Helga,“ segir Cherie. Cherie kom til landsins í fyrradag og dvelur hérna á Íslandi fram í næstu viku. Hún óskar þess að hitta þennan gamla vin sinn meðan á dvöl stendur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Bandarísk kona frá Ann Arbor í Michigan leitar að gömlum skólafélaga sínum hér á landi. Manninn þekkti hún þegar þau voru saman í grunnskóla, átta ára gömul. Hún á mynd af manninum en kann ekki önnur deili á honum. „Þegar ég var átta ára gömul var ég í þriðja bekk í Northside-grunnskólanum árið 1961-62 í Ann Arbor í Michigan. Þá var ég svo heppin að hitta Helga frá Íslandi,“ segir Cherie Lockett. Helgi hafi verið einn af fjölmörgum nemendum sem gengu í skólann í eitt ár eða tvö. Sennilegast hafi foreldrar hans verið í námi við Háskólann í Michigan, en sá skóli er einmitt í Ann Arbor. „Það var alltaf mjög gaman að hitta krakka frá fjarlægum löndum. „Helgi var algjört uppáhald, bjartur yfirlitum, vinalegur og forvitinn. Hann hafði fallegt bros og rautt hár sem greindi hann frá öðrum. Hann kom frá landi sem virtist vera svo óralangt í burtu,“ segir Cherie.Cherie LockettCherie segir að fyrir átta ára gamla stelpu hafi Ísland virst vera í órafjarlægð og erfitt að átta sig á því hvar það var. „Þetta var ekki eins og með bekkjarfélaga mína frá Egyptalandi eða Brasilíu eða Japan,“ útskýrir hún. Í hennar huga hafi Helgi verið frá einhverjum virkilega skemmtilegum stað. Sá staður varð alveg einstakur eftir að móðir Helga hafði komið og varið eftirmiðdegi með bekkjarfélögum hans að ræða við þau og fræða þau um Ísland. „Til að toppa þetta allt saman þá kenndi móðir hans okkur spennandi barnalag frá Íslandi,“ segir Cherie. Hún segir Reykjavík alltaf hafa komið upp í hugann þegar hún hugsar um þennan spennandi rauðhærða dreng. „Ég er enn með stjörnur í augunum eftir öll þessi ár og ég vonaði að einn góðan veðurdag myndi ég fara til Reykjavíkur. Ég er hérna eins og svo margir aðrir ferðamenn, nema hvað ég er með minningar og skólamynd af þessu fallega og sakleysislega brosi Helga,“ segir Cherie. Cherie kom til landsins í fyrradag og dvelur hérna á Íslandi fram í næstu viku. Hún óskar þess að hitta þennan gamla vin sinn meðan á dvöl stendur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira