Leitar gamals bekkjarbróður síns á Íslandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Cherie segir að það hafi verið öðruvísi að hitta Helga frá Íslandi en aðra félaga frá Egyptalandi eða Brasilíu. Bandarísk kona frá Ann Arbor í Michigan leitar að gömlum skólafélaga sínum hér á landi. Manninn þekkti hún þegar þau voru saman í grunnskóla, átta ára gömul. Hún á mynd af manninum en kann ekki önnur deili á honum. „Þegar ég var átta ára gömul var ég í þriðja bekk í Northside-grunnskólanum árið 1961-62 í Ann Arbor í Michigan. Þá var ég svo heppin að hitta Helga frá Íslandi,“ segir Cherie Lockett. Helgi hafi verið einn af fjölmörgum nemendum sem gengu í skólann í eitt ár eða tvö. Sennilegast hafi foreldrar hans verið í námi við Háskólann í Michigan, en sá skóli er einmitt í Ann Arbor. „Það var alltaf mjög gaman að hitta krakka frá fjarlægum löndum. „Helgi var algjört uppáhald, bjartur yfirlitum, vinalegur og forvitinn. Hann hafði fallegt bros og rautt hár sem greindi hann frá öðrum. Hann kom frá landi sem virtist vera svo óralangt í burtu,“ segir Cherie.Cherie LockettCherie segir að fyrir átta ára gamla stelpu hafi Ísland virst vera í órafjarlægð og erfitt að átta sig á því hvar það var. „Þetta var ekki eins og með bekkjarfélaga mína frá Egyptalandi eða Brasilíu eða Japan,“ útskýrir hún. Í hennar huga hafi Helgi verið frá einhverjum virkilega skemmtilegum stað. Sá staður varð alveg einstakur eftir að móðir Helga hafði komið og varið eftirmiðdegi með bekkjarfélögum hans að ræða við þau og fræða þau um Ísland. „Til að toppa þetta allt saman þá kenndi móðir hans okkur spennandi barnalag frá Íslandi,“ segir Cherie. Hún segir Reykjavík alltaf hafa komið upp í hugann þegar hún hugsar um þennan spennandi rauðhærða dreng. „Ég er enn með stjörnur í augunum eftir öll þessi ár og ég vonaði að einn góðan veðurdag myndi ég fara til Reykjavíkur. Ég er hérna eins og svo margir aðrir ferðamenn, nema hvað ég er með minningar og skólamynd af þessu fallega og sakleysislega brosi Helga,“ segir Cherie. Cherie kom til landsins í fyrradag og dvelur hérna á Íslandi fram í næstu viku. Hún óskar þess að hitta þennan gamla vin sinn meðan á dvöl stendur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Bandarísk kona frá Ann Arbor í Michigan leitar að gömlum skólafélaga sínum hér á landi. Manninn þekkti hún þegar þau voru saman í grunnskóla, átta ára gömul. Hún á mynd af manninum en kann ekki önnur deili á honum. „Þegar ég var átta ára gömul var ég í þriðja bekk í Northside-grunnskólanum árið 1961-62 í Ann Arbor í Michigan. Þá var ég svo heppin að hitta Helga frá Íslandi,“ segir Cherie Lockett. Helgi hafi verið einn af fjölmörgum nemendum sem gengu í skólann í eitt ár eða tvö. Sennilegast hafi foreldrar hans verið í námi við Háskólann í Michigan, en sá skóli er einmitt í Ann Arbor. „Það var alltaf mjög gaman að hitta krakka frá fjarlægum löndum. „Helgi var algjört uppáhald, bjartur yfirlitum, vinalegur og forvitinn. Hann hafði fallegt bros og rautt hár sem greindi hann frá öðrum. Hann kom frá landi sem virtist vera svo óralangt í burtu,“ segir Cherie.Cherie LockettCherie segir að fyrir átta ára gamla stelpu hafi Ísland virst vera í órafjarlægð og erfitt að átta sig á því hvar það var. „Þetta var ekki eins og með bekkjarfélaga mína frá Egyptalandi eða Brasilíu eða Japan,“ útskýrir hún. Í hennar huga hafi Helgi verið frá einhverjum virkilega skemmtilegum stað. Sá staður varð alveg einstakur eftir að móðir Helga hafði komið og varið eftirmiðdegi með bekkjarfélögum hans að ræða við þau og fræða þau um Ísland. „Til að toppa þetta allt saman þá kenndi móðir hans okkur spennandi barnalag frá Íslandi,“ segir Cherie. Hún segir Reykjavík alltaf hafa komið upp í hugann þegar hún hugsar um þennan spennandi rauðhærða dreng. „Ég er enn með stjörnur í augunum eftir öll þessi ár og ég vonaði að einn góðan veðurdag myndi ég fara til Reykjavíkur. Ég er hérna eins og svo margir aðrir ferðamenn, nema hvað ég er með minningar og skólamynd af þessu fallega og sakleysislega brosi Helga,“ segir Cherie. Cherie kom til landsins í fyrradag og dvelur hérna á Íslandi fram í næstu viku. Hún óskar þess að hitta þennan gamla vin sinn meðan á dvöl stendur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira