Innlent

Víglínan: Þrengir um kosti flokkanna til myndunar ríkisstjórnar

Þórdís Valsdóttir skrifar

Það þrengir um þá kosti sem stjórnmálaflokkarnir hafa úr að moða við myndun  ríkisstjórnar eftir því sem afstaða einstakra flokka til samstarfs við aðra hefur framkallast á undanförnum tveimur vikum. Ef ekkert verður að myndun stjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks standa tveir til þrír kostir eftir; stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins, eða stjórn Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknarflokks, eða eftir atvikum Miðflokksins.

Þau Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata mæta í Víglínuna hjá Heimi Má Péturssyni til að ræða þessi mál og nýstofnað bandalag þessarra tveggja flokka með Viðreisn.

Þá kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í Víglínuna til að ræða stöðuna. En nýstofnaður flokkur hans sem vann stórsigur í nýafstöðnum kosningum hefur nánast algerlega verið haldið utan við þær þreifingar sem átt hafa sér stað á milli flokkanna undanfarin hálfan mánuð.

Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.