Ættleiðingargögn Kristjönu mögulega fölsuð: „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. nóvember 2017 20:00 Kristjana M Finnbogadóttir, sem ættleidd var frá Sri lanka árið 1985, segir fréttir af umfangsmikilli ólöglegri ættleiðingarstarfsemi þar í landi á sama tíma og hún var ættleidd til Íslands vera mikið áfall. Eftir að hafa leitað sér ráðgjafar telur hún að ættleiðingargögn sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma séu líklega fölsuð. Í fréttum okkar á dögunum var sagt frá því að áttatíu og fjögur börn hafi verið ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Hollenskur sjónvarpsþáttur sagði frá því í september að þar hefði um margra ára skeið verið starfrækt svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópu á níunda áratugnum þar sem þriðji aðili hagnaðist á að selja þau. Í sjónvarpsþáttunum Leitinni að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2, var sögð saga Ásu Magnúsdóttur, sem ættleidd var frá Srí Lanka árið 1985. Þegar hennar mál var skoðað kom í ljós að líklega væru ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð. Kristjana var einnig ættleidd frá Srí Lanka á þessum tíma. Hún segir fréttir af málinu hafa verið mikið áfall. „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar. Margt ósvarað sem kemur upp í kollinn á manni sem maður veit ekki einu sinni hvort maður fái svör við,“ segir Kristjana. Eftir að hafa heyrt fréttir af málinu leitaði Kristjana til íslenskrar ættleiðingar eftir ráðgjöf sem samtökin bjóða nú vegna þessa. Þá hafði Kristjana einnig samband við Ásu. „Því það er svo rosalega margt líkt í gögnunum okkar. Bæirnir til dæmis og nöfnin, fæðingarstaður. Það virðist allt bara vera það sama. Þannig að við ætlum að hittast á bera saman gögn,“ segir Kristjana en þær voru, eins og fram hefur komið, báðar ættleiddar frá Srí lanka árið 1985. Kristjana segir fjölmargt í ættleiðingar pappírum þeirra ansi líkt. Vegna þessa telur því að mögulega séu ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð. „Ég hef heilmiklar áhyggjur af því en það mun breyta miklu fyrir mig,“ segir Kristjana sem er staðráðin í því að leita uppruna síns. „Við fjölskyldan höfum oft rætt þetta og okkur hefur langað að fara þarna út saman og við stefnum alveg ennþá að því,“ segir Kristjana. Srí Lanka Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Kristjana M Finnbogadóttir, sem ættleidd var frá Sri lanka árið 1985, segir fréttir af umfangsmikilli ólöglegri ættleiðingarstarfsemi þar í landi á sama tíma og hún var ættleidd til Íslands vera mikið áfall. Eftir að hafa leitað sér ráðgjafar telur hún að ættleiðingargögn sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma séu líklega fölsuð. Í fréttum okkar á dögunum var sagt frá því að áttatíu og fjögur börn hafi verið ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Hollenskur sjónvarpsþáttur sagði frá því í september að þar hefði um margra ára skeið verið starfrækt svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópu á níunda áratugnum þar sem þriðji aðili hagnaðist á að selja þau. Í sjónvarpsþáttunum Leitinni að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2, var sögð saga Ásu Magnúsdóttur, sem ættleidd var frá Srí Lanka árið 1985. Þegar hennar mál var skoðað kom í ljós að líklega væru ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð. Kristjana var einnig ættleidd frá Srí Lanka á þessum tíma. Hún segir fréttir af málinu hafa verið mikið áfall. „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar. Margt ósvarað sem kemur upp í kollinn á manni sem maður veit ekki einu sinni hvort maður fái svör við,“ segir Kristjana. Eftir að hafa heyrt fréttir af málinu leitaði Kristjana til íslenskrar ættleiðingar eftir ráðgjöf sem samtökin bjóða nú vegna þessa. Þá hafði Kristjana einnig samband við Ásu. „Því það er svo rosalega margt líkt í gögnunum okkar. Bæirnir til dæmis og nöfnin, fæðingarstaður. Það virðist allt bara vera það sama. Þannig að við ætlum að hittast á bera saman gögn,“ segir Kristjana en þær voru, eins og fram hefur komið, báðar ættleiddar frá Srí lanka árið 1985. Kristjana segir fjölmargt í ættleiðingar pappírum þeirra ansi líkt. Vegna þessa telur því að mögulega séu ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð. „Ég hef heilmiklar áhyggjur af því en það mun breyta miklu fyrir mig,“ segir Kristjana sem er staðráðin í því að leita uppruna síns. „Við fjölskyldan höfum oft rætt þetta og okkur hefur langað að fara þarna út saman og við stefnum alveg ennþá að því,“ segir Kristjana.
Srí Lanka Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira