Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 08:30 Formenn flokkanna þriggja funda í dag ásamt sex öðrum fulltrúum frá flokkunum. vísir/eyþór/hanna/daníel Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna Sjálfstæðiflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er í dag. Auk formannanna þriggja, þeirra Bjarna Benediktssonar, Katrínar Jakobsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, munu tveir til viðbótar frá hverjum flokki sitja fundinn en það er sami hópur og var í óformlegum viðræðum flokkanna sem fóru fram á föstudag og laugardag. Sigurður Ingi segir í samtali við Vísi að fundurinn í dag leggist vel í sig. „Við ætlum bara að leggjast yfir þetta fyrst þessi hópur í dag. Svo munum við fá „input“ innan úr stjórnkerfinu varðandi staðreyndir, tölur og annað slíkt,“ segir Sigurður Ingi. Aðspurður á hverju verði byrjað í dag segir Sigurður Ingi að það verði byrjað þar sem frá var horfið um helgina og fara ofan í það sem verið var að ræða þá. „Svona það sem felst í að breyta óformlegum viðræðum í formlegar.“ Lagt er upp með það að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra ef af myndun ríkisstjórnar þessara þriggja flokka verður og má því gera ráð fyrir því að hún leiði stjórnarmyndunarviðræðurnar. Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að viðræður flokkanna um málefni væru mjög langt komnar. Ólíkar áherslur flokkanna í skattamálum munu verða lagðar til hliðar að mestu leyti en þó er áformað að gera breytingar í skattamálum í tengslum við komandi kjaraviðræður. Þá verður beðið með formlegar viðræður um skiptingu ráðuneyta bæði hvað varðar fjölda ráðuneyta og hvernig þeim verður skipt, þar til fyrir liggur að flokkarnir nái saman um málefnin. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Ekki þörf á að boða neinn til Bessastaða Leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að þeir séu reiðubúnir til að hefja formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 17:09 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna Sjálfstæðiflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er í dag. Auk formannanna þriggja, þeirra Bjarna Benediktssonar, Katrínar Jakobsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, munu tveir til viðbótar frá hverjum flokki sitja fundinn en það er sami hópur og var í óformlegum viðræðum flokkanna sem fóru fram á föstudag og laugardag. Sigurður Ingi segir í samtali við Vísi að fundurinn í dag leggist vel í sig. „Við ætlum bara að leggjast yfir þetta fyrst þessi hópur í dag. Svo munum við fá „input“ innan úr stjórnkerfinu varðandi staðreyndir, tölur og annað slíkt,“ segir Sigurður Ingi. Aðspurður á hverju verði byrjað í dag segir Sigurður Ingi að það verði byrjað þar sem frá var horfið um helgina og fara ofan í það sem verið var að ræða þá. „Svona það sem felst í að breyta óformlegum viðræðum í formlegar.“ Lagt er upp með það að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra ef af myndun ríkisstjórnar þessara þriggja flokka verður og má því gera ráð fyrir því að hún leiði stjórnarmyndunarviðræðurnar. Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að viðræður flokkanna um málefni væru mjög langt komnar. Ólíkar áherslur flokkanna í skattamálum munu verða lagðar til hliðar að mestu leyti en þó er áformað að gera breytingar í skattamálum í tengslum við komandi kjaraviðræður. Þá verður beðið með formlegar viðræður um skiptingu ráðuneyta bæði hvað varðar fjölda ráðuneyta og hvernig þeim verður skipt, þar til fyrir liggur að flokkarnir nái saman um málefnin.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Ekki þörf á að boða neinn til Bessastaða Leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að þeir séu reiðubúnir til að hefja formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 17:09 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14
Ekki þörf á að boða neinn til Bessastaða Leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að þeir séu reiðubúnir til að hefja formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 17:09
Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00