Ansi margir þurfa að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. nóvember 2017 06:00 Viðar Örn Kjartansson er hér að skora sitt annað landsliðsmark á ferlinum í gær. Það mark var ansi laglegt. fréttablaðið/afp Á meðan mörg af stærstu landsliðum Evrópu börðust hatrammlega um laust sæti á HM í Rússlandi höfðu strákarnir okkar það náðugt í Doha. Léku sér á sjóköttum og úlföldum ásamt því að spila tvo vináttulandsleiki. Strákarnir töpuðu fyrst fyrir Tékkum en í gær gerðu þeir 1-1 jafntefli við Katar. Þeir voru með unninn leik en augnablikskæruleysi í uppbótartíma gaf heimamönnum færi á að jafna og það gerðu þeir. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik.Drullusvekktur „Í heiðarleika sagt þá erum við drullusvekktir með þessa frammistöðu í dag. Úrslitin skiptu ekki öllu máli en frammistaðan var á margan hátt ekki góð og eðlilega erum við ekki ánægðir með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en hann átti von á meiru frá sínum mönnum í dag. „Sóknarleikurinn okkar var slakur í dag. Áttum erfitt með að halda boltanum og sköpuðum ekki mikið af færum. Það sem við erum svekktastir yfir er hraðinn og tempóið sem var í öllum okkar aðgerðum í dag. Við vorum ekki einu sinni fljótir að hugsa og koma okkur í svæði. Ég er svekktastur yfir því.“Færri nýttu tækifærið Margir af þeim leikmönnum sem hafa verið utan liðsins fengu tækifæri í gær en Heimir hefði viljað sjá fleiri nýta það tækifæri betur. „Það var misjafnt hvernig menn nýttu sín tækifæri. Það voru sumir sem nýttu þessa ferð ágætlega en ég myndi segja að við höfum orðið vonsviknari með fleiri þá loksins er þeir fengu tækifæri,“ segir Heimir augljóslega nokkuð óhress með marga af sínum mönnum. „Í júní erum við að fara að spila við bestu lið heims og það þurfa ansi margir að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir í Rússlandi.“Prófaði nýja varnaraðferð Í leiknum í gær fór Heimir úr hinu hefðbundna skipulagi landsliðsins í síðari hálfleik og í fimm manna vörn. „Við vorum með þrjá miðverði í síðari hálfleik og er við horfum til Rússlands þar sem við getum mætt bestu knattspyrnuþjóðum heims þá viljum við hafa það sem möguleika að geta spilað með þrjá miðverði enda eigum við marga góða slíka. Það viljum við gera til þess að loka leiðum í gegnum liðið,“ segir þjálfarinn og hann var nokkuð ánægður með hvernig til tókst. „Mér fannst varnarleikurinn ganga mjög vel. Þeir komust ekki í gegnum okkur og voru nánast hættir að gera það er þeir skora í lokin. Það voru vonbrigði að fá svona mark á sig þar sem opnast gat í hjarta varnarinnar. Það á aldrei að gerast þegar lið er með þrjá miðverði. Fram að því var vörnin mjög góð en er við unnum boltann var sóknarleikurinn slakur. Frammistaðan því ekkert sérstök fyrir utan að mér fannst varnarleikurinn ganga upp.“Mjög góð ferð Úrslitin áttu aldrei að vera það sem þessi ferð snerist um og þjálfarinn var mjög ánægður með ferðina þó að úrslitin hafi ekki verið nógu ánægjuleg. „Hún var mjög góð. Gott að geta gefið mönnum frí sem hafa spilað mest. Það er búið að vera gaman í hópnum. Við höfum fundað um síðustu keppni og hvað við getum gert betur. Við höfum fundað um hvað við lærðum af síðustu lokakeppni og hvað við viljum gera betur. Svo höfum við planað næstu mánuði og ár því það eru stór verkefni fram undan. Tíminn hefur verið vel nýttur í margt annað en fótbolta og þess utan höfum við gert margt skemmtilegt. Þessi ferð telur því heilmikið þó svo úrslitin í leikjunum hafi ekki verið stórkostleg.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Sjá meira
Á meðan mörg af stærstu landsliðum Evrópu börðust hatrammlega um laust sæti á HM í Rússlandi höfðu strákarnir okkar það náðugt í Doha. Léku sér á sjóköttum og úlföldum ásamt því að spila tvo vináttulandsleiki. Strákarnir töpuðu fyrst fyrir Tékkum en í gær gerðu þeir 1-1 jafntefli við Katar. Þeir voru með unninn leik en augnablikskæruleysi í uppbótartíma gaf heimamönnum færi á að jafna og það gerðu þeir. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik.Drullusvekktur „Í heiðarleika sagt þá erum við drullusvekktir með þessa frammistöðu í dag. Úrslitin skiptu ekki öllu máli en frammistaðan var á margan hátt ekki góð og eðlilega erum við ekki ánægðir með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en hann átti von á meiru frá sínum mönnum í dag. „Sóknarleikurinn okkar var slakur í dag. Áttum erfitt með að halda boltanum og sköpuðum ekki mikið af færum. Það sem við erum svekktastir yfir er hraðinn og tempóið sem var í öllum okkar aðgerðum í dag. Við vorum ekki einu sinni fljótir að hugsa og koma okkur í svæði. Ég er svekktastur yfir því.“Færri nýttu tækifærið Margir af þeim leikmönnum sem hafa verið utan liðsins fengu tækifæri í gær en Heimir hefði viljað sjá fleiri nýta það tækifæri betur. „Það var misjafnt hvernig menn nýttu sín tækifæri. Það voru sumir sem nýttu þessa ferð ágætlega en ég myndi segja að við höfum orðið vonsviknari með fleiri þá loksins er þeir fengu tækifæri,“ segir Heimir augljóslega nokkuð óhress með marga af sínum mönnum. „Í júní erum við að fara að spila við bestu lið heims og það þurfa ansi margir að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir í Rússlandi.“Prófaði nýja varnaraðferð Í leiknum í gær fór Heimir úr hinu hefðbundna skipulagi landsliðsins í síðari hálfleik og í fimm manna vörn. „Við vorum með þrjá miðverði í síðari hálfleik og er við horfum til Rússlands þar sem við getum mætt bestu knattspyrnuþjóðum heims þá viljum við hafa það sem möguleika að geta spilað með þrjá miðverði enda eigum við marga góða slíka. Það viljum við gera til þess að loka leiðum í gegnum liðið,“ segir þjálfarinn og hann var nokkuð ánægður með hvernig til tókst. „Mér fannst varnarleikurinn ganga mjög vel. Þeir komust ekki í gegnum okkur og voru nánast hættir að gera það er þeir skora í lokin. Það voru vonbrigði að fá svona mark á sig þar sem opnast gat í hjarta varnarinnar. Það á aldrei að gerast þegar lið er með þrjá miðverði. Fram að því var vörnin mjög góð en er við unnum boltann var sóknarleikurinn slakur. Frammistaðan því ekkert sérstök fyrir utan að mér fannst varnarleikurinn ganga upp.“Mjög góð ferð Úrslitin áttu aldrei að vera það sem þessi ferð snerist um og þjálfarinn var mjög ánægður með ferðina þó að úrslitin hafi ekki verið nógu ánægjuleg. „Hún var mjög góð. Gott að geta gefið mönnum frí sem hafa spilað mest. Það er búið að vera gaman í hópnum. Við höfum fundað um síðustu keppni og hvað við getum gert betur. Við höfum fundað um hvað við lærðum af síðustu lokakeppni og hvað við viljum gera betur. Svo höfum við planað næstu mánuði og ár því það eru stór verkefni fram undan. Tíminn hefur verið vel nýttur í margt annað en fótbolta og þess utan höfum við gert margt skemmtilegt. Þessi ferð telur því heilmikið þó svo úrslitin í leikjunum hafi ekki verið stórkostleg.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Sjá meira