Byrjuð að ræða skiptingu ráðuneyta Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 15. nóvember 2017 12:00 Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson við upphaf fundar formannanna í gær. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að byrjað sé að ræða skiptingu ráðuneyta í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokksins við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn sem nú standa yfir. Eina sem liggur fyrir í því hvernig ráðuneytum verður skipt er það að lagt er upp með að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra. Þá er byrjað að skrifa málefnasamninginn en heimildir fréttastofu herma að samningurinn verði lagður fyrir flokksráð Vinstri grænna á laugardag og kosið um hann. Flokksráðið þarf að samþykkja málefnasamninginn svo flokkurinn taki sæti í ríkisstjórn en eins og greint hefur verið frá er mikil ólga innan VG vegna viðræðnanna við Sjálfstæðisflokkinn. Til að mynda greiddu tveir þingmenn flokksins atkvæði gegn því á þingflokksfundi að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Sigurður Ingi segir í samtali við fréttastofu að viðræðurnar gangi vel en formennirnir hittust á fundi núna fyrir hádegi. „Við höldum bara áfram með það sem við vorum að vinna með í gær og það er í sjálfu sér lítið að frétta á meðan þessi vinna er í gangi þessa dagana,“ segir Sigurður Ingi. Hlutirnir ættu að skýrast undir lok vikunnar. „Við erum annars að vegar að viða að okkur efni og hins vegar að skrifa málefnasamning, þannig að það er svona ýmislegt í gangi.“Er farið að raða niður ráðuneytum? „Þetta er bara eitt af því sem við þurfum að ræða og erum að ræða þannig að það mun skýrast,“ segir Sigurður Ingi. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53 Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. 14. nóvember 2017 13:15 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að byrjað sé að ræða skiptingu ráðuneyta í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokksins við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn sem nú standa yfir. Eina sem liggur fyrir í því hvernig ráðuneytum verður skipt er það að lagt er upp með að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra. Þá er byrjað að skrifa málefnasamninginn en heimildir fréttastofu herma að samningurinn verði lagður fyrir flokksráð Vinstri grænna á laugardag og kosið um hann. Flokksráðið þarf að samþykkja málefnasamninginn svo flokkurinn taki sæti í ríkisstjórn en eins og greint hefur verið frá er mikil ólga innan VG vegna viðræðnanna við Sjálfstæðisflokkinn. Til að mynda greiddu tveir þingmenn flokksins atkvæði gegn því á þingflokksfundi að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Sigurður Ingi segir í samtali við fréttastofu að viðræðurnar gangi vel en formennirnir hittust á fundi núna fyrir hádegi. „Við höldum bara áfram með það sem við vorum að vinna með í gær og það er í sjálfu sér lítið að frétta á meðan þessi vinna er í gangi þessa dagana,“ segir Sigurður Ingi. Hlutirnir ættu að skýrast undir lok vikunnar. „Við erum annars að vegar að viða að okkur efni og hins vegar að skrifa málefnasamning, þannig að það er svona ýmislegt í gangi.“Er farið að raða niður ráðuneytum? „Þetta er bara eitt af því sem við þurfum að ræða og erum að ræða þannig að það mun skýrast,“ segir Sigurður Ingi.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53 Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. 14. nóvember 2017 13:15 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00
Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53
Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. 14. nóvember 2017 13:15