Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 09:53 Það lá vel á formönnunum þremur, þeim Katrínu Jakobsdóttur, Bjarna Benediktssyni og Sigurði Inga Jóhannssyni, við upphaf fundar þeirra í gærmorgun. vísir/vilhelm Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. Þá mun annar hópur þar sem fulltrúar allra flokka koma saman einnig funda í dag og verður þar farið yfir málefnin. Samkvæmt heimildum Vísis miðar viðræðunum ágætlega en í gær fóru formennirnir og fulltrúar flokkanna yfir ríkisfjármálin. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ef vel gangi í viðræðunum gæti stjórnarsáttmáli legið fyrir í lok vikunnar. Það er í samræmi við þann tímaramma sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti formönnunum þremur ef marka má yfirlýsingu hans frá því á mánudag þar sem sagði að það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort viðræðurnar beri árangur. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að ágreiningur gæti komið upp um atvinnumál og umhverfismál í viðræðunum og er það haft eftir ónefndum þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Þeir þingmenn flokkanna þriggja sem blaðið ræddi við eru engu að síður nokkuð bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar. Þá telja þeir að samstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sé besti möguleikinn til að auka stöðugleika í stjórnmálum. Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Teikna upp ramma stjórnarsáttmálans Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. 14. nóvember 2017 11:45 Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. 14. nóvember 2017 13:15 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. Þá mun annar hópur þar sem fulltrúar allra flokka koma saman einnig funda í dag og verður þar farið yfir málefnin. Samkvæmt heimildum Vísis miðar viðræðunum ágætlega en í gær fóru formennirnir og fulltrúar flokkanna yfir ríkisfjármálin. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ef vel gangi í viðræðunum gæti stjórnarsáttmáli legið fyrir í lok vikunnar. Það er í samræmi við þann tímaramma sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti formönnunum þremur ef marka má yfirlýsingu hans frá því á mánudag þar sem sagði að það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort viðræðurnar beri árangur. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að ágreiningur gæti komið upp um atvinnumál og umhverfismál í viðræðunum og er það haft eftir ónefndum þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Þeir þingmenn flokkanna þriggja sem blaðið ræddi við eru engu að síður nokkuð bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar. Þá telja þeir að samstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sé besti möguleikinn til að auka stöðugleika í stjórnmálum.
Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Teikna upp ramma stjórnarsáttmálans Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. 14. nóvember 2017 11:45 Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. 14. nóvember 2017 13:15 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00
Teikna upp ramma stjórnarsáttmálans Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. 14. nóvember 2017 11:45
Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. 14. nóvember 2017 13:15