Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 09:53 Það lá vel á formönnunum þremur, þeim Katrínu Jakobsdóttur, Bjarna Benediktssyni og Sigurði Inga Jóhannssyni, við upphaf fundar þeirra í gærmorgun. vísir/vilhelm Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. Þá mun annar hópur þar sem fulltrúar allra flokka koma saman einnig funda í dag og verður þar farið yfir málefnin. Samkvæmt heimildum Vísis miðar viðræðunum ágætlega en í gær fóru formennirnir og fulltrúar flokkanna yfir ríkisfjármálin. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ef vel gangi í viðræðunum gæti stjórnarsáttmáli legið fyrir í lok vikunnar. Það er í samræmi við þann tímaramma sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti formönnunum þremur ef marka má yfirlýsingu hans frá því á mánudag þar sem sagði að það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort viðræðurnar beri árangur. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að ágreiningur gæti komið upp um atvinnumál og umhverfismál í viðræðunum og er það haft eftir ónefndum þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Þeir þingmenn flokkanna þriggja sem blaðið ræddi við eru engu að síður nokkuð bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar. Þá telja þeir að samstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sé besti möguleikinn til að auka stöðugleika í stjórnmálum. Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Teikna upp ramma stjórnarsáttmálans Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. 14. nóvember 2017 11:45 Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. 14. nóvember 2017 13:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. Þá mun annar hópur þar sem fulltrúar allra flokka koma saman einnig funda í dag og verður þar farið yfir málefnin. Samkvæmt heimildum Vísis miðar viðræðunum ágætlega en í gær fóru formennirnir og fulltrúar flokkanna yfir ríkisfjármálin. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ef vel gangi í viðræðunum gæti stjórnarsáttmáli legið fyrir í lok vikunnar. Það er í samræmi við þann tímaramma sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti formönnunum þremur ef marka má yfirlýsingu hans frá því á mánudag þar sem sagði að það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort viðræðurnar beri árangur. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að ágreiningur gæti komið upp um atvinnumál og umhverfismál í viðræðunum og er það haft eftir ónefndum þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Þeir þingmenn flokkanna þriggja sem blaðið ræddi við eru engu að síður nokkuð bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar. Þá telja þeir að samstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sé besti möguleikinn til að auka stöðugleika í stjórnmálum.
Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Teikna upp ramma stjórnarsáttmálans Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. 14. nóvember 2017 11:45 Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. 14. nóvember 2017 13:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00
Teikna upp ramma stjórnarsáttmálans Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. 14. nóvember 2017 11:45
Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. 14. nóvember 2017 13:15