Enski boltinn

Gylliboð Everton í Silva hafa engu skilað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marco Silva er einn eftirsóttasti stjórinn í bransanum.
Marco Silva er einn eftirsóttasti stjórinn í bransanum. vísir/getty
Everton hefur ekki tekist að ráða Marco Silva sem næsta knattspyrnustjóra liðsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

The Telegraph greinir frá því að Everton hafi boðið Watford 10 milljónir punda til að leysa Silva undan tveggja ára samningi sínum við félagið. Svar Watford er hins vegar alltaf það sama, þvert nei.

Silva er efstur á óskalista Everton sem er enn í stjóraleit eftir að Ronald Koeman var rekinn í síðasta mánuði.

Síðan þá hefur David Unsworth stýrt Everton og ljóst er að hann mun gera það eitthvað áfram.

Sam Allardyce var orðaður við Everton en sagðist í vikunni ekki lengur hafa áhuga á starfinu. Sean Dyche, stjóri Burnley, hefur einnig verið orðaður við Everton sem hefur farið afar illa af stað á tímabilinu.


Tengdar fréttir

Unsworth í útilegu á Goodison

David Unsworth, bráðabirgðastjóri Everton, svaf eina nótt undir berum himni í áhorfendastúkunni á Goodison Park í söfnunarátaki á vegum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×