Bilun hjá 1984: „Gríðarlega alvarlegt mál“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2017 13:56 Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984. Vísir „Við erum langstærsta vefhýsingafyrirtækið á landinu og þetta er því gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri vefhýsingarfyrirtækisins 1984, sem hefur glímt við alvarlega bilun í dag og í gær. Fyrirtækið hýsir þúsundir vefja en bilun í vélbúnaði hefur gert það að verkum að fjölmargir íslenskir vefir og póstþjónusta liggur niðri. Mörður segir starfsmenn fyrirtækisins vinna sleitulaust að því að setja upp vefsvæði og tölvupóst viðskiptavina fyrirtækisins úr afritum. „Og við munum ekki una okkur hvíldar fyrr en það er í höfn.“ Spurður um orsök bilunarinnar segir hann þau ekki liggja fyrir. „ Það verður rannsóknarefni bæði fyrir okkur og þann sem selur og þjónustar búnaðinn. Við verðum að finna svör við því en það gæti tekið tíma. Okkar meginmarkmið þessa stundina er að tryggja hagsmuni okkar viðskiptavina, að þeir geti notað tölvupóst og vefi sína.“ Hann segir að ekki sé búið að útiloka tölvuárás, þó að það verði að teljast ólíklegt að hans sögn þessa stundina að árás hafi orsakað þessa bilun. „ En það er í sjálfu sér ekkert ómögulegt, það er allt opið.“ Aðspurður segir hann að það muni liggja betur fyrir síðar í dag hvenær sér fyrir endann á viðgerð og að reksturinn komist í samt lag. Meðal fyrirtækja og félagasamtaka sem hýsa vefsíður sínar hjá 1984 eru Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Exton, Kraftur, MustSee.is, Kop.is, Lumex.is, islenskheimili.is, Skessuhorn og Eiríkur Jónsson. Þá eiga fjölmargir einstaklingar í vandræðum og komast ekki í tölvupóstinn sinn. Tengdar fréttir Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
„Við erum langstærsta vefhýsingafyrirtækið á landinu og þetta er því gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri vefhýsingarfyrirtækisins 1984, sem hefur glímt við alvarlega bilun í dag og í gær. Fyrirtækið hýsir þúsundir vefja en bilun í vélbúnaði hefur gert það að verkum að fjölmargir íslenskir vefir og póstþjónusta liggur niðri. Mörður segir starfsmenn fyrirtækisins vinna sleitulaust að því að setja upp vefsvæði og tölvupóst viðskiptavina fyrirtækisins úr afritum. „Og við munum ekki una okkur hvíldar fyrr en það er í höfn.“ Spurður um orsök bilunarinnar segir hann þau ekki liggja fyrir. „ Það verður rannsóknarefni bæði fyrir okkur og þann sem selur og þjónustar búnaðinn. Við verðum að finna svör við því en það gæti tekið tíma. Okkar meginmarkmið þessa stundina er að tryggja hagsmuni okkar viðskiptavina, að þeir geti notað tölvupóst og vefi sína.“ Hann segir að ekki sé búið að útiloka tölvuárás, þó að það verði að teljast ólíklegt að hans sögn þessa stundina að árás hafi orsakað þessa bilun. „ En það er í sjálfu sér ekkert ómögulegt, það er allt opið.“ Aðspurður segir hann að það muni liggja betur fyrir síðar í dag hvenær sér fyrir endann á viðgerð og að reksturinn komist í samt lag. Meðal fyrirtækja og félagasamtaka sem hýsa vefsíður sínar hjá 1984 eru Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Exton, Kraftur, MustSee.is, Kop.is, Lumex.is, islenskheimili.is, Skessuhorn og Eiríkur Jónsson. Þá eiga fjölmargir einstaklingar í vandræðum og komast ekki í tölvupóstinn sinn.
Tengdar fréttir Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44