Flestir bíða eftir kalli Katrínar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, stendur í ströngu þessa dagana. Hún á næsta leik að mati flestra viðmælenda blaðsins. vísir/ernir Vonir um breiða stjórn frá vinstri til miðju hafa glæðst á ný, þó eingöngu með styrkingu eins eða tveggja flokka til viðbótar við stjórnarandstöðuflokkana fjóra. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur Samfylkingin lýst sérstökum áhuga á að fá Viðreisn að borðinu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur ekki útilokað þátttöku í stjórninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggur Framsóknarflokkurinn hins vegar áherslu á að fá Flokk fólksins einnig að borðinu. Inga Sæland er reiðubúin til þátttöku, en Samfylking er sögð hikandi gagnvart Flokki fólksins. Hinn kostur Katrínar er myndun ríkisstjórnar frá vinstri til hægri. Katrín hefur þegar kannað áhuga Samfylkingarinnar á samstarfi í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fór hún bónleið til þeirrar búðar og þykja Sjálfstæðismenn heldur ekki spenntir fyrir stjórn með Samfylkingunni. Eftir stendur þá möguleiki Katrínar á stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Áhrifamenn í VG telja þó ekki miklar líkur á slíkri stjórn, enda sé grasrótin í flokknum ekki hrifin af henni.Sjá einnig: Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Flokkarnir leggja ýmislegt á sig til að mynda megi ríkisstjórn. Meðal fyrirvara sem settir hafa verið um stjórnarsamstarf með Pírötum er rafrænt kosningakerfi flokksins, ekki síst með tilliti til þess að fráfarandi ríkisstjórn var slitið í kjölfar rafrænnar kosningar um stjórnarslit í Bjartri framtíð. Til að bregðast við áhyggjum mögulegra samstarfsflokka í ríkisstjórn vinnur þingflokkur Pírata nú að reglum um þátttöku og slit ríkisstjórnarsamstarfs en slíkar reglur hafa ekki verið til hjá flokkum. Reglurnar verða kynntar á fundi með grasrót flokksins í kvöld. Frá miðju til hægri eru líka óformlegar þreifingar í gangi og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru sagðir í ágætu talsambandi þessa dagana. Til að þar geti eitthvað orðið þarf að bera klæði á vopnin milli Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. Þar er Lilja Alfreðsdóttir í aðalhlutverki og hefur hún verið nefnd sem forsætisráðherraefni þeirrar stjórnar. Flokkur fólksins yrði þá þátttakandi í þeirri ríkisstjórn. Mesta pressan á myndun ríkisstjórnar virðist á herðum Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar. Viðmælendur blaðsins eru sammála um að staða Katrínar Jakobsdóttur muni veikjast takist henni ekki að mynda stjórn og það sama má segja um Bjarna Benediktsson. Samfylkingin og Viðreisn eru hins vegar sögð sátt við að setjast í stjórnarandstöðu og styrkja þar stöðu sína fyrir næsta stríð. Þá herma heimildir blaðsins að Sigmundur Davíð hafi verið hvattur af stuðningsmönnum sínum til að vera í stjórnarandstöðu og halda þar örmunum opnum fyrir þeim Framsóknarmönnum sem gætu hlaupist undan ábyrgð í óvinsælli ríkisstjórn. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Vonir um breiða stjórn frá vinstri til miðju hafa glæðst á ný, þó eingöngu með styrkingu eins eða tveggja flokka til viðbótar við stjórnarandstöðuflokkana fjóra. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur Samfylkingin lýst sérstökum áhuga á að fá Viðreisn að borðinu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur ekki útilokað þátttöku í stjórninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggur Framsóknarflokkurinn hins vegar áherslu á að fá Flokk fólksins einnig að borðinu. Inga Sæland er reiðubúin til þátttöku, en Samfylking er sögð hikandi gagnvart Flokki fólksins. Hinn kostur Katrínar er myndun ríkisstjórnar frá vinstri til hægri. Katrín hefur þegar kannað áhuga Samfylkingarinnar á samstarfi í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fór hún bónleið til þeirrar búðar og þykja Sjálfstæðismenn heldur ekki spenntir fyrir stjórn með Samfylkingunni. Eftir stendur þá möguleiki Katrínar á stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Áhrifamenn í VG telja þó ekki miklar líkur á slíkri stjórn, enda sé grasrótin í flokknum ekki hrifin af henni.Sjá einnig: Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Flokkarnir leggja ýmislegt á sig til að mynda megi ríkisstjórn. Meðal fyrirvara sem settir hafa verið um stjórnarsamstarf með Pírötum er rafrænt kosningakerfi flokksins, ekki síst með tilliti til þess að fráfarandi ríkisstjórn var slitið í kjölfar rafrænnar kosningar um stjórnarslit í Bjartri framtíð. Til að bregðast við áhyggjum mögulegra samstarfsflokka í ríkisstjórn vinnur þingflokkur Pírata nú að reglum um þátttöku og slit ríkisstjórnarsamstarfs en slíkar reglur hafa ekki verið til hjá flokkum. Reglurnar verða kynntar á fundi með grasrót flokksins í kvöld. Frá miðju til hægri eru líka óformlegar þreifingar í gangi og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru sagðir í ágætu talsambandi þessa dagana. Til að þar geti eitthvað orðið þarf að bera klæði á vopnin milli Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. Þar er Lilja Alfreðsdóttir í aðalhlutverki og hefur hún verið nefnd sem forsætisráðherraefni þeirrar stjórnar. Flokkur fólksins yrði þá þátttakandi í þeirri ríkisstjórn. Mesta pressan á myndun ríkisstjórnar virðist á herðum Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar. Viðmælendur blaðsins eru sammála um að staða Katrínar Jakobsdóttur muni veikjast takist henni ekki að mynda stjórn og það sama má segja um Bjarna Benediktsson. Samfylkingin og Viðreisn eru hins vegar sögð sátt við að setjast í stjórnarandstöðu og styrkja þar stöðu sína fyrir næsta stríð. Þá herma heimildir blaðsins að Sigmundur Davíð hafi verið hvattur af stuðningsmönnum sínum til að vera í stjórnarandstöðu og halda þar örmunum opnum fyrir þeim Framsóknarmönnum sem gætu hlaupist undan ábyrgð í óvinsælli ríkisstjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45