Bubbi ofsóttur af netníðingi Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2017 19:46 Bubbi Morthens Vísir/Anton Brink „Ég er búinn að reyna elta þetta kvikindi uppi í marga mánuði,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens um óprúttinn aðila sem hefur stofnað Instagram-reikning í nafni Bubba og sent konum og stúlkum skilaboð. Bubbi greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hann deildi Instagram-síðu með hans nafni og benti fólki á að hún væri ekki á hans vegum.Frétti fyrst af málinu í vor Í samtali við Vísi segist Bubbi hafa fyrst frétt af síðunni síðastliðið vor þegar hann fékk skilaboð frá konum og stúlkum sem sögðust hafa fengið skilaboð frá manni sem kallaði sig Bubba Morthens á Instagram. „Hann hafði stolið alveg haug af myndum af Facebook-inu mínu. Myndum af börnunum mínum og eiginkonunni og svo setti hann mynd af mér með lax í forgrunni,“ segir Bubbi en viðkomandi ber notandanafnið morthensbubbi á Instagram. Bubbi segist á einum tímapunkti hafa náð að láta loka þessum Instagram-reikningi með hjálp vinar síns, en reikningurinn var orðinn virkur aftur strax daginn eftir.Fengu afar „prívat“ skilaboð Hann segir konurnar og stúlkurnar hafa fengið mjög „prívat“ skilaboð frá þessum Instagram-reikningi. „Þetta er alveg ný tegund af ofbeldi,“ segir Bubbi ræddi málið við lögfræðing í kvöld. Hann segist hafa sett sig í samband við Instagram og beðið um að þessum reikningi yrði lokað, en það hafi ekkert gengið og engin svör borist þaðan. Bubbi bendir á að búið sé að staðfesta alla aðganga hans á samfélagsmiðlum, Facebook, Instagram og Twitter, og að fólk geti þannig vitað hvort um sé að ræða Bubba sjálfan eða einhvern annan.Yrði grillaður Hann segir manneskjuna sem er að baki þessu svindli sé annaðhvort illa þekkjandi og andstyggilega eða mjög veika. „Ég hugsaði með mér að ég yrði að reyna að leita hjálpar fjölmiðla og samfélagsmiðla af því að núna á þessum tímum, þegar þessi vakning er um kynferðislegt áreiti og annað, ef einhver kona hefði komið fram í kvöld og sagt: Bubbi Morthens sendi mér mynd eða skilaboð og það ratað á forsíðu. Þá væri ég bara grillaður og þá er vörumerkið Bubbi Morthens dáið. Þetta veldur mér ákveðnum óhug að einhver maður getur rústað þér svona,“ segir Bubbi og bætir við að lokum: „Þetta er sannarlega dökk hlið á samfélagsmiðlum.“ Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Ég er búinn að reyna elta þetta kvikindi uppi í marga mánuði,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens um óprúttinn aðila sem hefur stofnað Instagram-reikning í nafni Bubba og sent konum og stúlkum skilaboð. Bubbi greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hann deildi Instagram-síðu með hans nafni og benti fólki á að hún væri ekki á hans vegum.Frétti fyrst af málinu í vor Í samtali við Vísi segist Bubbi hafa fyrst frétt af síðunni síðastliðið vor þegar hann fékk skilaboð frá konum og stúlkum sem sögðust hafa fengið skilaboð frá manni sem kallaði sig Bubba Morthens á Instagram. „Hann hafði stolið alveg haug af myndum af Facebook-inu mínu. Myndum af börnunum mínum og eiginkonunni og svo setti hann mynd af mér með lax í forgrunni,“ segir Bubbi en viðkomandi ber notandanafnið morthensbubbi á Instagram. Bubbi segist á einum tímapunkti hafa náð að láta loka þessum Instagram-reikningi með hjálp vinar síns, en reikningurinn var orðinn virkur aftur strax daginn eftir.Fengu afar „prívat“ skilaboð Hann segir konurnar og stúlkurnar hafa fengið mjög „prívat“ skilaboð frá þessum Instagram-reikningi. „Þetta er alveg ný tegund af ofbeldi,“ segir Bubbi ræddi málið við lögfræðing í kvöld. Hann segist hafa sett sig í samband við Instagram og beðið um að þessum reikningi yrði lokað, en það hafi ekkert gengið og engin svör borist þaðan. Bubbi bendir á að búið sé að staðfesta alla aðganga hans á samfélagsmiðlum, Facebook, Instagram og Twitter, og að fólk geti þannig vitað hvort um sé að ræða Bubba sjálfan eða einhvern annan.Yrði grillaður Hann segir manneskjuna sem er að baki þessu svindli sé annaðhvort illa þekkjandi og andstyggilega eða mjög veika. „Ég hugsaði með mér að ég yrði að reyna að leita hjálpar fjölmiðla og samfélagsmiðla af því að núna á þessum tímum, þegar þessi vakning er um kynferðislegt áreiti og annað, ef einhver kona hefði komið fram í kvöld og sagt: Bubbi Morthens sendi mér mynd eða skilaboð og það ratað á forsíðu. Þá væri ég bara grillaður og þá er vörumerkið Bubbi Morthens dáið. Þetta veldur mér ákveðnum óhug að einhver maður getur rústað þér svona,“ segir Bubbi og bætir við að lokum: „Þetta er sannarlega dökk hlið á samfélagsmiðlum.“
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira