Innlent

Von á fyrsta alvöru stormi vetrarins á sunnudaginn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Veðurkortið er nokkuð haustlegt næstu daga.
Veðurkortið er nokkuð haustlegt næstu daga. Vísir/Anton Brink
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóri vekur athygli á á appelsínugulri viðvörun frá Veðurstofunni fyrir sunnudag. Samkvæmt spánni er búist við fyrsta alvöru stormi vetrarins. 

„Það þýðir að nú þarf að gera ráðstafanir með trampolín, garðhúsgögn, ruslatunnur oþh þannig að þessir munir fjúki ekki af stað,“ segir í tilkynningunni.

Fólk er hvatt til að fylgjast með veðri og spá á vef Veðurstofunnar og færð hjá Vegagerðinni.

Að neðan má sjá upplýsingar á ensku.

We would like to draw attention to an orange weather warning from the Meteorological Office for Sunday. According to the forecast, the first real winter storm is expected. That means that now you need to take steps with trampoline, garden furniture, trash cans and so on, so that these things do not take flight. Monitor weather and forecast at www.vedur.is and road conditions atwww.vegagerdin.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×