„Auðvitað getum við sem samfélag gert betur“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 20:10 Skólastjóri grunnskólans á Húsavík segir skólann hafa náð árangri í eineltismálum á undanförnum árum en móðir fyrrverandi nemanda við skólann hefur gagnrýnt skólayfirvöld og samfélagið á Húsavík fyrir að hafa brugðist í málefnum dóttur sinnar. Sveitarstjórinn segir að samfélagið verði að gera betur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi í gær var sagt frá foreldrum og dóttur þeirra á Húsavík en dóttirin segðist hafa orðið fyrir grófu einelti og útskúfun í samfélaginu á síðustu árum. Eins og fram kom í fréttum í gær reyndi stúlkan að svipta sig lífi í síðustu viku. „Það kemur svona bara sjúkraflutningamennirnir tveir og tveir lögreglumenn og læknir og þeir mynda svona fallegan hring í kringum hana. Hún sat hérna í þessum stól og þeir töluðu við hana og hughreistu hana og spurðu af hverju hún var ða gera þetta. Lögreglumaðurinn sem kom hérna hann hefur áður lent í því að finna hana í fjalli þegar hún var búin að skrifa okkur bréf í eitt skiptið. Maður hugsar bara hvað næst?“ segir Sigrún Birna Árnadóttir, móðir stúlkunnar.Segir að árangur hafi náðst í baráttu gegn einelti Í kjölfarið af þessu atviki sagði Sigrún sögu dóttur sinnar á Facebook en í kjölfarið af því hafa þær báðar orðið fyrir aðkasti en foreldrarnir saka grunnskólann sem dóttir þeirra stundaði nám við og samfélagið hafa brugðist í málefnum dóttur þeirra.Skólastjóri Borgarhólsskóla sendi út yfirlýsingu vegna málsins og var hún birt a heimasíðu grunnskólans. Hann getur ekki tjáð sig um einstaka mál eða nemendur en sagði skólann vinna eftir ákveðinni stefnu, komi eineltismál upp. „Alltaf þegar það koma upp eineltismál og tilkynningar þá er allt mjög vel skráð og haldnar ítarlegar fundargerðir um öll skref sem eru tekin, við hverja er talað og hvað er gert,“ segir Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla Árið 2013 hóf skólinn að taka þátt í árlegri skimun og segir Þórgunnur að árangur hafi náðst í baráttunni gegn einelti. Hún segir starfsfólk skólans vinna að heilundum að vellíðan nemenda.Verkferlar vegna eineltismála eru í sífelldri endurskoðun. Telur þú að skólinn hafi í einhverjum tilvikum brugðist í máli þessa neanda? „Ég bara get ekki tjáð mig um mál einstakra nemenda.“ Sveitarstjóri Norðurþings segir áríðandi að allir íbúar í litlu samfélagi finni að þeir tilheyri samfélaginu. Þegar erfið mál komi upp þarf samfélagið að standa saman. „Þegar að fólk á um sárt að binda þá skiptir auðvitað máli að við mætum því af kærleika og skilningssemi og verum skilningsrík í garð allra með það en auðvitað getum við sem samfélag gert betur á mörgum vígstöðum,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Tengdar fréttir Alma reyndi sjálfsvíg vegna eineltis á Húsavík: „Hoppaðu fram af kletti og drepstu“ Sextán ára stúlka hefur verið lögð í gróft einelti í átta ár. Móðir hennar segir þöggun um einelti í samfélaginu og hvetur foreldra til að ræða við börnin sín. 2. nóvember 2017 12:45 Hafa orðið fyrir aðkasti eftir að hafa fjallað um eineltið opinberlega 4. nóvember 2017 19:45 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Skólastjóri grunnskólans á Húsavík segir skólann hafa náð árangri í eineltismálum á undanförnum árum en móðir fyrrverandi nemanda við skólann hefur gagnrýnt skólayfirvöld og samfélagið á Húsavík fyrir að hafa brugðist í málefnum dóttur sinnar. Sveitarstjórinn segir að samfélagið verði að gera betur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi í gær var sagt frá foreldrum og dóttur þeirra á Húsavík en dóttirin segðist hafa orðið fyrir grófu einelti og útskúfun í samfélaginu á síðustu árum. Eins og fram kom í fréttum í gær reyndi stúlkan að svipta sig lífi í síðustu viku. „Það kemur svona bara sjúkraflutningamennirnir tveir og tveir lögreglumenn og læknir og þeir mynda svona fallegan hring í kringum hana. Hún sat hérna í þessum stól og þeir töluðu við hana og hughreistu hana og spurðu af hverju hún var ða gera þetta. Lögreglumaðurinn sem kom hérna hann hefur áður lent í því að finna hana í fjalli þegar hún var búin að skrifa okkur bréf í eitt skiptið. Maður hugsar bara hvað næst?“ segir Sigrún Birna Árnadóttir, móðir stúlkunnar.Segir að árangur hafi náðst í baráttu gegn einelti Í kjölfarið af þessu atviki sagði Sigrún sögu dóttur sinnar á Facebook en í kjölfarið af því hafa þær báðar orðið fyrir aðkasti en foreldrarnir saka grunnskólann sem dóttir þeirra stundaði nám við og samfélagið hafa brugðist í málefnum dóttur þeirra.Skólastjóri Borgarhólsskóla sendi út yfirlýsingu vegna málsins og var hún birt a heimasíðu grunnskólans. Hann getur ekki tjáð sig um einstaka mál eða nemendur en sagði skólann vinna eftir ákveðinni stefnu, komi eineltismál upp. „Alltaf þegar það koma upp eineltismál og tilkynningar þá er allt mjög vel skráð og haldnar ítarlegar fundargerðir um öll skref sem eru tekin, við hverja er talað og hvað er gert,“ segir Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla Árið 2013 hóf skólinn að taka þátt í árlegri skimun og segir Þórgunnur að árangur hafi náðst í baráttunni gegn einelti. Hún segir starfsfólk skólans vinna að heilundum að vellíðan nemenda.Verkferlar vegna eineltismála eru í sífelldri endurskoðun. Telur þú að skólinn hafi í einhverjum tilvikum brugðist í máli þessa neanda? „Ég bara get ekki tjáð mig um mál einstakra nemenda.“ Sveitarstjóri Norðurþings segir áríðandi að allir íbúar í litlu samfélagi finni að þeir tilheyri samfélaginu. Þegar erfið mál komi upp þarf samfélagið að standa saman. „Þegar að fólk á um sárt að binda þá skiptir auðvitað máli að við mætum því af kærleika og skilningssemi og verum skilningsrík í garð allra með það en auðvitað getum við sem samfélag gert betur á mörgum vígstöðum,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.
Tengdar fréttir Alma reyndi sjálfsvíg vegna eineltis á Húsavík: „Hoppaðu fram af kletti og drepstu“ Sextán ára stúlka hefur verið lögð í gróft einelti í átta ár. Móðir hennar segir þöggun um einelti í samfélaginu og hvetur foreldra til að ræða við börnin sín. 2. nóvember 2017 12:45 Hafa orðið fyrir aðkasti eftir að hafa fjallað um eineltið opinberlega 4. nóvember 2017 19:45 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Alma reyndi sjálfsvíg vegna eineltis á Húsavík: „Hoppaðu fram af kletti og drepstu“ Sextán ára stúlka hefur verið lögð í gróft einelti í átta ár. Móðir hennar segir þöggun um einelti í samfélaginu og hvetur foreldra til að ræða við börnin sín. 2. nóvember 2017 12:45