„Auðvitað getum við sem samfélag gert betur“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 20:10 Skólastjóri grunnskólans á Húsavík segir skólann hafa náð árangri í eineltismálum á undanförnum árum en móðir fyrrverandi nemanda við skólann hefur gagnrýnt skólayfirvöld og samfélagið á Húsavík fyrir að hafa brugðist í málefnum dóttur sinnar. Sveitarstjórinn segir að samfélagið verði að gera betur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi í gær var sagt frá foreldrum og dóttur þeirra á Húsavík en dóttirin segðist hafa orðið fyrir grófu einelti og útskúfun í samfélaginu á síðustu árum. Eins og fram kom í fréttum í gær reyndi stúlkan að svipta sig lífi í síðustu viku. „Það kemur svona bara sjúkraflutningamennirnir tveir og tveir lögreglumenn og læknir og þeir mynda svona fallegan hring í kringum hana. Hún sat hérna í þessum stól og þeir töluðu við hana og hughreistu hana og spurðu af hverju hún var ða gera þetta. Lögreglumaðurinn sem kom hérna hann hefur áður lent í því að finna hana í fjalli þegar hún var búin að skrifa okkur bréf í eitt skiptið. Maður hugsar bara hvað næst?“ segir Sigrún Birna Árnadóttir, móðir stúlkunnar.Segir að árangur hafi náðst í baráttu gegn einelti Í kjölfarið af þessu atviki sagði Sigrún sögu dóttur sinnar á Facebook en í kjölfarið af því hafa þær báðar orðið fyrir aðkasti en foreldrarnir saka grunnskólann sem dóttir þeirra stundaði nám við og samfélagið hafa brugðist í málefnum dóttur þeirra.Skólastjóri Borgarhólsskóla sendi út yfirlýsingu vegna málsins og var hún birt a heimasíðu grunnskólans. Hann getur ekki tjáð sig um einstaka mál eða nemendur en sagði skólann vinna eftir ákveðinni stefnu, komi eineltismál upp. „Alltaf þegar það koma upp eineltismál og tilkynningar þá er allt mjög vel skráð og haldnar ítarlegar fundargerðir um öll skref sem eru tekin, við hverja er talað og hvað er gert,“ segir Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla Árið 2013 hóf skólinn að taka þátt í árlegri skimun og segir Þórgunnur að árangur hafi náðst í baráttunni gegn einelti. Hún segir starfsfólk skólans vinna að heilundum að vellíðan nemenda.Verkferlar vegna eineltismála eru í sífelldri endurskoðun. Telur þú að skólinn hafi í einhverjum tilvikum brugðist í máli þessa neanda? „Ég bara get ekki tjáð mig um mál einstakra nemenda.“ Sveitarstjóri Norðurþings segir áríðandi að allir íbúar í litlu samfélagi finni að þeir tilheyri samfélaginu. Þegar erfið mál komi upp þarf samfélagið að standa saman. „Þegar að fólk á um sárt að binda þá skiptir auðvitað máli að við mætum því af kærleika og skilningssemi og verum skilningsrík í garð allra með það en auðvitað getum við sem samfélag gert betur á mörgum vígstöðum,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Tengdar fréttir Alma reyndi sjálfsvíg vegna eineltis á Húsavík: „Hoppaðu fram af kletti og drepstu“ Sextán ára stúlka hefur verið lögð í gróft einelti í átta ár. Móðir hennar segir þöggun um einelti í samfélaginu og hvetur foreldra til að ræða við börnin sín. 2. nóvember 2017 12:45 Hafa orðið fyrir aðkasti eftir að hafa fjallað um eineltið opinberlega 4. nóvember 2017 19:45 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Skólastjóri grunnskólans á Húsavík segir skólann hafa náð árangri í eineltismálum á undanförnum árum en móðir fyrrverandi nemanda við skólann hefur gagnrýnt skólayfirvöld og samfélagið á Húsavík fyrir að hafa brugðist í málefnum dóttur sinnar. Sveitarstjórinn segir að samfélagið verði að gera betur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi í gær var sagt frá foreldrum og dóttur þeirra á Húsavík en dóttirin segðist hafa orðið fyrir grófu einelti og útskúfun í samfélaginu á síðustu árum. Eins og fram kom í fréttum í gær reyndi stúlkan að svipta sig lífi í síðustu viku. „Það kemur svona bara sjúkraflutningamennirnir tveir og tveir lögreglumenn og læknir og þeir mynda svona fallegan hring í kringum hana. Hún sat hérna í þessum stól og þeir töluðu við hana og hughreistu hana og spurðu af hverju hún var ða gera þetta. Lögreglumaðurinn sem kom hérna hann hefur áður lent í því að finna hana í fjalli þegar hún var búin að skrifa okkur bréf í eitt skiptið. Maður hugsar bara hvað næst?“ segir Sigrún Birna Árnadóttir, móðir stúlkunnar.Segir að árangur hafi náðst í baráttu gegn einelti Í kjölfarið af þessu atviki sagði Sigrún sögu dóttur sinnar á Facebook en í kjölfarið af því hafa þær báðar orðið fyrir aðkasti en foreldrarnir saka grunnskólann sem dóttir þeirra stundaði nám við og samfélagið hafa brugðist í málefnum dóttur þeirra.Skólastjóri Borgarhólsskóla sendi út yfirlýsingu vegna málsins og var hún birt a heimasíðu grunnskólans. Hann getur ekki tjáð sig um einstaka mál eða nemendur en sagði skólann vinna eftir ákveðinni stefnu, komi eineltismál upp. „Alltaf þegar það koma upp eineltismál og tilkynningar þá er allt mjög vel skráð og haldnar ítarlegar fundargerðir um öll skref sem eru tekin, við hverja er talað og hvað er gert,“ segir Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla Árið 2013 hóf skólinn að taka þátt í árlegri skimun og segir Þórgunnur að árangur hafi náðst í baráttunni gegn einelti. Hún segir starfsfólk skólans vinna að heilundum að vellíðan nemenda.Verkferlar vegna eineltismála eru í sífelldri endurskoðun. Telur þú að skólinn hafi í einhverjum tilvikum brugðist í máli þessa neanda? „Ég bara get ekki tjáð mig um mál einstakra nemenda.“ Sveitarstjóri Norðurþings segir áríðandi að allir íbúar í litlu samfélagi finni að þeir tilheyri samfélaginu. Þegar erfið mál komi upp þarf samfélagið að standa saman. „Þegar að fólk á um sárt að binda þá skiptir auðvitað máli að við mætum því af kærleika og skilningssemi og verum skilningsrík í garð allra með það en auðvitað getum við sem samfélag gert betur á mörgum vígstöðum,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.
Tengdar fréttir Alma reyndi sjálfsvíg vegna eineltis á Húsavík: „Hoppaðu fram af kletti og drepstu“ Sextán ára stúlka hefur verið lögð í gróft einelti í átta ár. Móðir hennar segir þöggun um einelti í samfélaginu og hvetur foreldra til að ræða við börnin sín. 2. nóvember 2017 12:45 Hafa orðið fyrir aðkasti eftir að hafa fjallað um eineltið opinberlega 4. nóvember 2017 19:45 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Alma reyndi sjálfsvíg vegna eineltis á Húsavík: „Hoppaðu fram af kletti og drepstu“ Sextán ára stúlka hefur verið lögð í gróft einelti í átta ár. Móðir hennar segir þöggun um einelti í samfélaginu og hvetur foreldra til að ræða við börnin sín. 2. nóvember 2017 12:45