Eldingar léku Íslendinga grátt Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2017 10:22 Minnst tvær eldingar leiddu til þess að rúmlega 40 þúsund manns höfðu ekki aðgang að rafmagni. Vísir/Getty Tvær stórar truflanir urðu til þess að yfir 40 þúsund manns á Reykjanesi, í Hafnarfirði, Garðabæ, Vestmannaeyjum, Vík í Mýrdal og nágrenni höfðu ekki aðgang að rafmagni í gærkvöldi. Eldingu sló niður í Suðurnesjalínu 1 og rafmagn fór af öllum Reykjanesskaganum. Sömuleiðis sló eldingu niður í Rimakotslínu 1 og við það urðu Vík í Mýrdal, nærsveitir og Vestmannaeyjar rafmagnslausar. Í tilkynningu frá Landsneti segir að ekki hafi verið hægt að afhenda rafmagn til Keflavíkurflugvallar og virkjanir á Reykjanesi hafi leyst út. Því hafi rafmagnsleysi verið algjört á svæðinu. Rafmagn var komið aftur á á stórum hluta svæðisins eftir um það bil klukkustund. Rafmagnsleysið var þó lengra víða og var það vegna bilunar í aflrofa fyrir Suðurnesjalínu 1. „Erfitt hefur reynst að sinna viðhaldi á rofanum vegna mikilvægis línunnar en ekki hefur verið hægt að taka línuna út þar sem Suðurnesjalína 1 er eina línan sem tengir Suðurnes við meginflutningskerfið.“Ekki vitað hvað kom fyrir Spennir HS veitna í tengivirkinu við Öldugötu í Hafnarfirði fór einnig út í gær og notendur í Hafnarfirði og Garðabæ urðu einnig rafmagnslausir í um hálftíma. Samkvæmt tilkynningunni liggur orsökin ekki fyrir. Rimakotslína 1 varð fyrir eldingu rétt fyrir klukkan ellefu. Við það urðu Vík í Mýrdal, nærsveitir og Vestmannaeyjar rafmagnslausar. Það varði í um klukkustund en flokkur frá Landsneti fór meðfram línunni til að kanna skemmdir og hvort hætta stafaði af línunni, þar sem þjóðvegurinn liggur á nokkrum stöðum undir henni. Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi rafmagnsleysið. Hún segir eldingavara vera í línunum á Reykjanesi en að spennuhækkunin verði svo gríðarleg þegar eldingu slær í slíkar línur að það geti valdið tjóni. „Í þessu tilfelli gekk illa að koma rofanum inn á Fitjum, út á Reykjanesi, til þess að spennusetja línuna aftur.“ Rimakotslína er tréstauralína og Íris segir Landsnet hafa reynslu af því að eldingar geti farið verulega illa með slíkar linur. Staurarnir sjálfir geti splundrast. Veður Tengdar fréttir Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
Tvær stórar truflanir urðu til þess að yfir 40 þúsund manns á Reykjanesi, í Hafnarfirði, Garðabæ, Vestmannaeyjum, Vík í Mýrdal og nágrenni höfðu ekki aðgang að rafmagni í gærkvöldi. Eldingu sló niður í Suðurnesjalínu 1 og rafmagn fór af öllum Reykjanesskaganum. Sömuleiðis sló eldingu niður í Rimakotslínu 1 og við það urðu Vík í Mýrdal, nærsveitir og Vestmannaeyjar rafmagnslausar. Í tilkynningu frá Landsneti segir að ekki hafi verið hægt að afhenda rafmagn til Keflavíkurflugvallar og virkjanir á Reykjanesi hafi leyst út. Því hafi rafmagnsleysi verið algjört á svæðinu. Rafmagn var komið aftur á á stórum hluta svæðisins eftir um það bil klukkustund. Rafmagnsleysið var þó lengra víða og var það vegna bilunar í aflrofa fyrir Suðurnesjalínu 1. „Erfitt hefur reynst að sinna viðhaldi á rofanum vegna mikilvægis línunnar en ekki hefur verið hægt að taka línuna út þar sem Suðurnesjalína 1 er eina línan sem tengir Suðurnes við meginflutningskerfið.“Ekki vitað hvað kom fyrir Spennir HS veitna í tengivirkinu við Öldugötu í Hafnarfirði fór einnig út í gær og notendur í Hafnarfirði og Garðabæ urðu einnig rafmagnslausir í um hálftíma. Samkvæmt tilkynningunni liggur orsökin ekki fyrir. Rimakotslína 1 varð fyrir eldingu rétt fyrir klukkan ellefu. Við það urðu Vík í Mýrdal, nærsveitir og Vestmannaeyjar rafmagnslausar. Það varði í um klukkustund en flokkur frá Landsneti fór meðfram línunni til að kanna skemmdir og hvort hætta stafaði af línunni, þar sem þjóðvegurinn liggur á nokkrum stöðum undir henni. Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi rafmagnsleysið. Hún segir eldingavara vera í línunum á Reykjanesi en að spennuhækkunin verði svo gríðarleg þegar eldingu slær í slíkar línur að það geti valdið tjóni. „Í þessu tilfelli gekk illa að koma rofanum inn á Fitjum, út á Reykjanesi, til þess að spennusetja línuna aftur.“ Rimakotslína er tréstauralína og Íris segir Landsnet hafa reynslu af því að eldingar geti farið verulega illa með slíkar linur. Staurarnir sjálfir geti splundrast.
Veður Tengdar fréttir Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44