Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2017 21:54 Svavar Gestsson á Staðarhóli í Saurbæ þar sem sagnaritarinn Sturla Þórðarson bjó. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Einn liður er gerð Sturlureits á Staðarhóli í Saurbæ þar sem minnast á sagnaritarans Sturlu Þórðarsonar. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Dalirnir eru héraðið þar sem Auður djúpúðga nam land, þar bjuggu feðgarnir Eiríkur rauði og Leifur heppni, þar gerist Laxdæla, þar var Guðrún Ósvífursdóttir, einnig Geirmundur heljarskinn og Ólöf ríka og þar liggja rætur Sturlunga. „Ég hef kallað þennan hring gullna söguhringinn vegna þess að hér er eiginlega saga í hverri einustu þúfu,“ segir Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, og þylur upp sögustaðina, eins og Hvamm, Staðarfell, Skarð, Staðarhól, Sælingsdalslaug, Sælingsdalstungu, Kvennabrekku, Sauðafell og Hjarðarholt. En það er ósköp lítið gert með þessa miklu sögu. Eitt dæmi er höfuðbólið Staðarhóll í Saurbæ þar sem sagnaritarinn og lögsögumaðurinn Sturla Þórðarson bjó á 13. öld. Staðarhóll er nú í eyði.Staðarhóll er nú eyðijörð. Þar er fyrirhugað að gera Sturlureit.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þessa manns viljum við minnast hér með því að stofna hérna það sem ég kalla Sturlureit. Það er Dalabyggð sem er í þessu með okkur og svo einkafyrirtæki. Til dæmis Mjólkursamsalan ætlar að leggja okkur lið,“ segir Svavar. Utan um verkefnið á Staðarhóli heldur Sturlunefnd undir formennsku Einars K. Guðfinnssonar, fyrrverandi forseta Alþingis. Aðrir nefndarmenn eru Bergur Þorgeirsson í Reykholti, Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, og Svavar, sem er ritari nefndarinnar. „Og Einar Kristinn kallar mig aðalritara, af vissum ástæðum,“ segir Svavar og hlær. Svavar greindi nánar frá þessum hugmyndum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Þar rifjaði hann einnig upp æskuárin á Fellsströnd. „Um tíma var ég heitur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og svo náttúrlega Framsóknarflokksins,” sagði Svavar.Guðrún Ágústsdóttir á veröndinni við Króksfjörð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í sumarhúsinu við Króksfjarðarnes sagði eiginkonan, Guðrún Ágústsdóttir, að þar væri grannt fylgst með því sem gerðist í pólitíkinni. „Svavar og Svandís eru mjög, mjög nánir vinir. Þau eru líka eiginlega jafnaldra,” sagði Guðrún og hló en ummælin skýrast betur í þættinum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalabyggð Um land allt Tengdar fréttir Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Spáð er að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. 4. nóvember 2017 14:27 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Einn liður er gerð Sturlureits á Staðarhóli í Saurbæ þar sem minnast á sagnaritarans Sturlu Þórðarsonar. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Dalirnir eru héraðið þar sem Auður djúpúðga nam land, þar bjuggu feðgarnir Eiríkur rauði og Leifur heppni, þar gerist Laxdæla, þar var Guðrún Ósvífursdóttir, einnig Geirmundur heljarskinn og Ólöf ríka og þar liggja rætur Sturlunga. „Ég hef kallað þennan hring gullna söguhringinn vegna þess að hér er eiginlega saga í hverri einustu þúfu,“ segir Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, og þylur upp sögustaðina, eins og Hvamm, Staðarfell, Skarð, Staðarhól, Sælingsdalslaug, Sælingsdalstungu, Kvennabrekku, Sauðafell og Hjarðarholt. En það er ósköp lítið gert með þessa miklu sögu. Eitt dæmi er höfuðbólið Staðarhóll í Saurbæ þar sem sagnaritarinn og lögsögumaðurinn Sturla Þórðarson bjó á 13. öld. Staðarhóll er nú í eyði.Staðarhóll er nú eyðijörð. Þar er fyrirhugað að gera Sturlureit.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þessa manns viljum við minnast hér með því að stofna hérna það sem ég kalla Sturlureit. Það er Dalabyggð sem er í þessu með okkur og svo einkafyrirtæki. Til dæmis Mjólkursamsalan ætlar að leggja okkur lið,“ segir Svavar. Utan um verkefnið á Staðarhóli heldur Sturlunefnd undir formennsku Einars K. Guðfinnssonar, fyrrverandi forseta Alþingis. Aðrir nefndarmenn eru Bergur Þorgeirsson í Reykholti, Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, og Svavar, sem er ritari nefndarinnar. „Og Einar Kristinn kallar mig aðalritara, af vissum ástæðum,“ segir Svavar og hlær. Svavar greindi nánar frá þessum hugmyndum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Þar rifjaði hann einnig upp æskuárin á Fellsströnd. „Um tíma var ég heitur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og svo náttúrlega Framsóknarflokksins,” sagði Svavar.Guðrún Ágústsdóttir á veröndinni við Króksfjörð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í sumarhúsinu við Króksfjarðarnes sagði eiginkonan, Guðrún Ágústsdóttir, að þar væri grannt fylgst með því sem gerðist í pólitíkinni. „Svavar og Svandís eru mjög, mjög nánir vinir. Þau eru líka eiginlega jafnaldra,” sagði Guðrún og hló en ummælin skýrast betur í þættinum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Dalabyggð Um land allt Tengdar fréttir Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Spáð er að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. 4. nóvember 2017 14:27 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49
Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Spáð er að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. 4. nóvember 2017 14:27
Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55
Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34