Heimir: Smá heppni í óheppninni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2017 06:00 Heimir Hallgrímsson ræðir við Gylfa Sigurðsson í gær. Mynd/Hafliði „Æfingin gekk eins og við áttum von á. Það voru menn að koma hingað um miðja nótt og svo æfing tíu um morguninn. Það voru eðlilega ekki allir ferskir,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en hann var þá nýkominn af æfingu landsliðsins í gær. Einu æfingunni sem liðið nær fyrir leikinn gegn Tékkum í dag. „Menn voru mismikið með á æfingunni og við viljum ekki keyra menn út. Það var samt mikilvægt að vekja menn og fá hugarfarið strax í gang enda leikur daginn eftir þessa æfingu. Við urðum að sjá hverjir eru klárir í að spila leik.“Óvenju margir dottið úr hópnum Heimir valdi mjög stóran hóp í þetta verkefni í Katar en íslenska liðið mun einnig spila æfingaleik við heimamenn. „Það hafa óvenju margir dottið úr hópnum að þessu sinni. Það er gott til þess að hugsa að við lentum ekki í því að þurfa að spila umspilsleik um laust sæti á HM á þessum tíma. Það var smá heppni í óheppninni að verkefnið er ekki eins mikilvægt og öll okkar verkefni síðustu fimm ár,“ segir þjálfarinn en það gátu ekki allir æft með liðinu í gær. „Við vissum að Aron Einar og Alfreð væru í sérprógrammi hjá sínum félögum og þeir æfa undir handleiðslu sjúkra- og styrktarþjálfara. Svo verðum við bara að meta er líður á ferðina hvernig þeir koma til. Það er þó ólíklegt að þeir muni spila. Raggi Sig gat svo bara aðeins hreyft sig enda nýlentur.“ Í hópnum að þessu sinni eru nokkrir menn sem hafa lítið verið með áður. Menn eins og Diego Jóhannesson og Kristján Flóki Finnbogason.Vísir/ErnirUrðu að kalla á liðstyrk „Það stóð upphaflega ekki til að taka nýja menn inn í hópinn en við höfum misst það marga menn út að við urðum að kalla á liðsstyrk. Það er gott að geta það. Tilgangur ferðarinnar var samt alltaf að gefa þeim sem hafa minna spilað í okkar leikjum tækifæri til að sýna sig og sanna. Sjá hvernig það gengur hjá þeim og einnig hvaða karakter fastamennirnir sýna þegar þeir eru utan við liðið. Vonandi verða þeir jafn góðir liðsmenn og þeir sem eru fyrir utan liðið hafa verið.“ Tékkarnir mæta til leiks með mjög sterkt lið þó svo það vanti einhverja lykilmenn hjá þeim eins og hjá Íslandi. „Við munum líklega spila á þeim leikmönnum sem spiluðu ekki á sunnudaginn. Þeir sem spiluðu þá fá hvíld núna og við tökum enga áhættu með menn í þessari ferð. Álagið stýrir því hvernig við spilum en við viljum líka sjá ákveðna leikmenn í ákveðnum stöðum. Það er megintilgangurinn með þessum leik,“ segir Heimir en hann býst eðlilega við erfiðum leik.Vísir/ErnirMjög gott og vel spilandi lið „Þetta er mjög gott og vel spilandi lið. Við verðum líklega meira án boltans en með hann að þessu sinni. Auðvitað viljum við vinna alla leiki en úrslitin skipta ekki höfuðmáli. Það er helst frammistaðan sem við horfum á. Að leikmenn nái að nýta sitt tækifæri því tækifærin hafa verið af skornum skammti þar sem þetta hafa verið endalausir úrslitaleikir hjá okkur.“ Heimir sagði á blaðamannafundi fyrir ferðina að baráttan um sæti í HM-hópnum væri hafin. Leikmenn eru væntanlega meðvitaðir um það og þá staðreynd að tækifærin til að sanna sig verða ekki mörg. „Ég veit að menn eiga eftir að nýta það og taka þau tækifæri sem eru í boði. Það eru allir meðvitaðir um að tækifærin til þess að sanna sig eru afar fá og því er um að gera að nýta tækifærið er það gefst.“ Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
„Æfingin gekk eins og við áttum von á. Það voru menn að koma hingað um miðja nótt og svo æfing tíu um morguninn. Það voru eðlilega ekki allir ferskir,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en hann var þá nýkominn af æfingu landsliðsins í gær. Einu æfingunni sem liðið nær fyrir leikinn gegn Tékkum í dag. „Menn voru mismikið með á æfingunni og við viljum ekki keyra menn út. Það var samt mikilvægt að vekja menn og fá hugarfarið strax í gang enda leikur daginn eftir þessa æfingu. Við urðum að sjá hverjir eru klárir í að spila leik.“Óvenju margir dottið úr hópnum Heimir valdi mjög stóran hóp í þetta verkefni í Katar en íslenska liðið mun einnig spila æfingaleik við heimamenn. „Það hafa óvenju margir dottið úr hópnum að þessu sinni. Það er gott til þess að hugsa að við lentum ekki í því að þurfa að spila umspilsleik um laust sæti á HM á þessum tíma. Það var smá heppni í óheppninni að verkefnið er ekki eins mikilvægt og öll okkar verkefni síðustu fimm ár,“ segir þjálfarinn en það gátu ekki allir æft með liðinu í gær. „Við vissum að Aron Einar og Alfreð væru í sérprógrammi hjá sínum félögum og þeir æfa undir handleiðslu sjúkra- og styrktarþjálfara. Svo verðum við bara að meta er líður á ferðina hvernig þeir koma til. Það er þó ólíklegt að þeir muni spila. Raggi Sig gat svo bara aðeins hreyft sig enda nýlentur.“ Í hópnum að þessu sinni eru nokkrir menn sem hafa lítið verið með áður. Menn eins og Diego Jóhannesson og Kristján Flóki Finnbogason.Vísir/ErnirUrðu að kalla á liðstyrk „Það stóð upphaflega ekki til að taka nýja menn inn í hópinn en við höfum misst það marga menn út að við urðum að kalla á liðsstyrk. Það er gott að geta það. Tilgangur ferðarinnar var samt alltaf að gefa þeim sem hafa minna spilað í okkar leikjum tækifæri til að sýna sig og sanna. Sjá hvernig það gengur hjá þeim og einnig hvaða karakter fastamennirnir sýna þegar þeir eru utan við liðið. Vonandi verða þeir jafn góðir liðsmenn og þeir sem eru fyrir utan liðið hafa verið.“ Tékkarnir mæta til leiks með mjög sterkt lið þó svo það vanti einhverja lykilmenn hjá þeim eins og hjá Íslandi. „Við munum líklega spila á þeim leikmönnum sem spiluðu ekki á sunnudaginn. Þeir sem spiluðu þá fá hvíld núna og við tökum enga áhættu með menn í þessari ferð. Álagið stýrir því hvernig við spilum en við viljum líka sjá ákveðna leikmenn í ákveðnum stöðum. Það er megintilgangurinn með þessum leik,“ segir Heimir en hann býst eðlilega við erfiðum leik.Vísir/ErnirMjög gott og vel spilandi lið „Þetta er mjög gott og vel spilandi lið. Við verðum líklega meira án boltans en með hann að þessu sinni. Auðvitað viljum við vinna alla leiki en úrslitin skipta ekki höfuðmáli. Það er helst frammistaðan sem við horfum á. Að leikmenn nái að nýta sitt tækifæri því tækifærin hafa verið af skornum skammti þar sem þetta hafa verið endalausir úrslitaleikir hjá okkur.“ Heimir sagði á blaðamannafundi fyrir ferðina að baráttan um sæti í HM-hópnum væri hafin. Leikmenn eru væntanlega meðvitaðir um það og þá staðreynd að tækifærin til að sanna sig verða ekki mörg. „Ég veit að menn eiga eftir að nýta það og taka þau tækifæri sem eru í boði. Það eru allir meðvitaðir um að tækifærin til þess að sanna sig eru afar fá og því er um að gera að nýta tækifærið er það gefst.“
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira