Konur mega nú heita Aríel en ekki Mia Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 15:49 Litla hafmeyjan, Aríel, í Disney-kvikmyndinni Litla hafmeyjan. Mannanafnanefnd hefur samþykkt nafnið Aríel sem kvenmannsnafn en það hefur verið til í mannanafnaskrá sem karlmannsnafn í mörg ár. Önnur kvenmannsnöfn sem nefndin samþykkti voru Selina, Alisa og Alíana en nafninu Mia var hafnað. Þá samþykkti nefndin jafnframt karlmannsnöfnin Jónsi og Ylfingur en hafnaði nafninu Zion. Einhverjir kannast eflaust við nafnið Aríel úr Disney-teikninmyndinni um litlu hafmeyjuna þar sem aðalsöguhetjan, sjálf hafmeyjan, ber það nafn. Er meðal annars vísað í það í úrskurði mannanafnanefndar varðandi nafnið. „Þess má einnig geta að erlendis hefur nafnmyndin Aríel áunnið sér hefð sem kvenmannsnafn en í ljósi lítillar hefðar orðsins sem mannsnafns hér á landi telur nefndin að líta beri til þess sjónarmiðs, meðal annarra, við mat á nafninu. Í þessu ljósi verður ekki séð að eiginnafnið Aríel sem kvenmannsnafn brjóti í bág við íslenskt málkerfi. Mannanafnanefnd er því á grundvelli laga um mannanöfn ekki heimilt að hafna nafninu sem eiginnafni kvenmanns,“ segir í úrskurðinum. Nafninu Mia var hins vegar hafnað eins og áður segir þar sem það uppfyllti ekki öll skilyrði 5. greinar laga um mannanöfn. Það sem á reyndi var ritháttur nafnsins sem ekki getur talist í samræmi við „almennar ritreglur íslensks máls þar sem a er ekki ritað á eftir einhljóðinu i. Á nafnið er því aðeins heimilt að fallast ef umbeðinn ritháttur þess telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn,“ eins og segir í úrskurði mannanafnanefndar. Þá var karlmannsnafnið Zion ekki heldur talið samræmast almennum ritreglum íslensks máls þar sem „bókstafurinn z er ekki notaður í íslenskri stafsetningu og ekki er ritað i á undan o í ósamsettum orðum í íslenskri réttritun. Á þennan rithátt nafnsins er því aðeins heimilt að fallast ef hann telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn,“ segir í úrskurði mannanafnanefndar og var nafninu hafnað. Tengdar fréttir Dexter, Dissý og Gratíana leyfileg eiginnöfn Tólf nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í dag. Þremur nöfnum var hins vegar hafnað. 3. október 2017 16:28 Dáð og Gnádís í lagi en Roar ekki Sjö ný nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í gær. Tveimur nöfnum var hins vegar hafnað. 26. september 2017 06:00 Ónarr, Eros, Vök, Natasja og Nala leyfð Fimm ný nöfn bættust á mannanafnaskrá í lok síðasta mánaðar en úrskurðirnir voru birtir í gær. 20. júní 2017 23:15 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Mannanafnanefnd hefur samþykkt nafnið Aríel sem kvenmannsnafn en það hefur verið til í mannanafnaskrá sem karlmannsnafn í mörg ár. Önnur kvenmannsnöfn sem nefndin samþykkti voru Selina, Alisa og Alíana en nafninu Mia var hafnað. Þá samþykkti nefndin jafnframt karlmannsnöfnin Jónsi og Ylfingur en hafnaði nafninu Zion. Einhverjir kannast eflaust við nafnið Aríel úr Disney-teikninmyndinni um litlu hafmeyjuna þar sem aðalsöguhetjan, sjálf hafmeyjan, ber það nafn. Er meðal annars vísað í það í úrskurði mannanafnanefndar varðandi nafnið. „Þess má einnig geta að erlendis hefur nafnmyndin Aríel áunnið sér hefð sem kvenmannsnafn en í ljósi lítillar hefðar orðsins sem mannsnafns hér á landi telur nefndin að líta beri til þess sjónarmiðs, meðal annarra, við mat á nafninu. Í þessu ljósi verður ekki séð að eiginnafnið Aríel sem kvenmannsnafn brjóti í bág við íslenskt málkerfi. Mannanafnanefnd er því á grundvelli laga um mannanöfn ekki heimilt að hafna nafninu sem eiginnafni kvenmanns,“ segir í úrskurðinum. Nafninu Mia var hins vegar hafnað eins og áður segir þar sem það uppfyllti ekki öll skilyrði 5. greinar laga um mannanöfn. Það sem á reyndi var ritháttur nafnsins sem ekki getur talist í samræmi við „almennar ritreglur íslensks máls þar sem a er ekki ritað á eftir einhljóðinu i. Á nafnið er því aðeins heimilt að fallast ef umbeðinn ritháttur þess telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn,“ eins og segir í úrskurði mannanafnanefndar. Þá var karlmannsnafnið Zion ekki heldur talið samræmast almennum ritreglum íslensks máls þar sem „bókstafurinn z er ekki notaður í íslenskri stafsetningu og ekki er ritað i á undan o í ósamsettum orðum í íslenskri réttritun. Á þennan rithátt nafnsins er því aðeins heimilt að fallast ef hann telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn,“ segir í úrskurði mannanafnanefndar og var nafninu hafnað.
Tengdar fréttir Dexter, Dissý og Gratíana leyfileg eiginnöfn Tólf nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í dag. Þremur nöfnum var hins vegar hafnað. 3. október 2017 16:28 Dáð og Gnádís í lagi en Roar ekki Sjö ný nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í gær. Tveimur nöfnum var hins vegar hafnað. 26. september 2017 06:00 Ónarr, Eros, Vök, Natasja og Nala leyfð Fimm ný nöfn bættust á mannanafnaskrá í lok síðasta mánaðar en úrskurðirnir voru birtir í gær. 20. júní 2017 23:15 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Dexter, Dissý og Gratíana leyfileg eiginnöfn Tólf nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í dag. Þremur nöfnum var hins vegar hafnað. 3. október 2017 16:28
Dáð og Gnádís í lagi en Roar ekki Sjö ný nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í gær. Tveimur nöfnum var hins vegar hafnað. 26. september 2017 06:00
Ónarr, Eros, Vök, Natasja og Nala leyfð Fimm ný nöfn bættust á mannanafnaskrá í lok síðasta mánaðar en úrskurðirnir voru birtir í gær. 20. júní 2017 23:15