Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 20:49 Louis C.K. hyggst ekki tjá sig um ásakanirnar. vísir/getty Fimm konur hafa tjáð sig opinberlega um ósæmilega kynferðistilburði grínistans Louis C.K. Konurnar starfa flestar sem uppistandarar og lýsa hegðun Louis C.K. á áþekkan hátt. New York Times greinir frá. Louis C.K. er hvað þekktastur fyrir gamanþættina Louie sem eru lauslega byggðir á hans eigin lífi. Hann hefur á löngum ferli skrifað gamanþætti og uppistand auk þess sem hann hefur farið með hlutverk í kvikmyndum. Þá fór hann eftirminnilega með hlutverk Dave Sanderson, vandræðalegs lögreglumanns og fyrrverandi kærasta Lesley Knope, í þáttunum Parks and Recreation. Ásakanirnar á hendur C.K. koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Gríntvíeykið Dana Min Goodman og Julia Wolov sögðu sögu sína af samskiptum sínum við leikarann í samtali við New York Times. Sögðust þær hafa hitt Louis eftir vel heppnað gigg í Aspen í Colorado-ríki og þegið boð hans um að kíkja í smá „eftirpartý“ á hótelherbergi hans. Leikarinn spurði konurnar í gríni, að þær héldu, hvort hann mætti „vippa honum út“ og þær hlógu fyrst um sinn. Því næst hóf Louis að afklæðast og stundaði sjálfsfróun fyrir framan þær. Uppistandarinn Rebecca Corry hafði svipaða sögu að segja en hún segir Louis C.K. hafa spurt hana hvort hann mætti fylgja henni inn í búningsherbergi og fróa sér fyrir framan hana. Corry segist hafa bent honum á að hann væri kvæntur fjölskyldufaðir. „Þá roðnaði hann og sagði mér að hann ætti við vandamál að stríða,“ sagði Corry um viðbrögð leikarans. Louis C.K. hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar og hefur raunar gefið út yfirlýsingu um að hann ætli ekki að svara fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Nýjasta kvikmynd Louis C.K., I Love You Daddy, átti að vera frumsýnd í dag en sýningunni var aflýst. Þá stóð til að grínistinn kæmi fram í The Late Show með Stephen Colbert en hann hefur afboðað sig. MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Vill gera gamanmynd með Louis C.K. Woody Allen vill leika á móti uppistandaranum. 18. júlí 2013 12:00 Seinfeld og Louis C.K. á sama báti Félagarnir ræða saman um báta, New York og krakka í nýjum þætti af Comedians in Cars Getting Coffee. 2. janúar 2014 23:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Fimm konur hafa tjáð sig opinberlega um ósæmilega kynferðistilburði grínistans Louis C.K. Konurnar starfa flestar sem uppistandarar og lýsa hegðun Louis C.K. á áþekkan hátt. New York Times greinir frá. Louis C.K. er hvað þekktastur fyrir gamanþættina Louie sem eru lauslega byggðir á hans eigin lífi. Hann hefur á löngum ferli skrifað gamanþætti og uppistand auk þess sem hann hefur farið með hlutverk í kvikmyndum. Þá fór hann eftirminnilega með hlutverk Dave Sanderson, vandræðalegs lögreglumanns og fyrrverandi kærasta Lesley Knope, í þáttunum Parks and Recreation. Ásakanirnar á hendur C.K. koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Gríntvíeykið Dana Min Goodman og Julia Wolov sögðu sögu sína af samskiptum sínum við leikarann í samtali við New York Times. Sögðust þær hafa hitt Louis eftir vel heppnað gigg í Aspen í Colorado-ríki og þegið boð hans um að kíkja í smá „eftirpartý“ á hótelherbergi hans. Leikarinn spurði konurnar í gríni, að þær héldu, hvort hann mætti „vippa honum út“ og þær hlógu fyrst um sinn. Því næst hóf Louis að afklæðast og stundaði sjálfsfróun fyrir framan þær. Uppistandarinn Rebecca Corry hafði svipaða sögu að segja en hún segir Louis C.K. hafa spurt hana hvort hann mætti fylgja henni inn í búningsherbergi og fróa sér fyrir framan hana. Corry segist hafa bent honum á að hann væri kvæntur fjölskyldufaðir. „Þá roðnaði hann og sagði mér að hann ætti við vandamál að stríða,“ sagði Corry um viðbrögð leikarans. Louis C.K. hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar og hefur raunar gefið út yfirlýsingu um að hann ætli ekki að svara fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Nýjasta kvikmynd Louis C.K., I Love You Daddy, átti að vera frumsýnd í dag en sýningunni var aflýst. Þá stóð til að grínistinn kæmi fram í The Late Show með Stephen Colbert en hann hefur afboðað sig.
MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Vill gera gamanmynd með Louis C.K. Woody Allen vill leika á móti uppistandaranum. 18. júlí 2013 12:00 Seinfeld og Louis C.K. á sama báti Félagarnir ræða saman um báta, New York og krakka í nýjum þætti af Comedians in Cars Getting Coffee. 2. janúar 2014 23:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Vill gera gamanmynd með Louis C.K. Woody Allen vill leika á móti uppistandaranum. 18. júlí 2013 12:00
Seinfeld og Louis C.K. á sama báti Félagarnir ræða saman um báta, New York og krakka í nýjum þætti af Comedians in Cars Getting Coffee. 2. janúar 2014 23:00