Arnþrúður og Útvarp Saga hrósa sigri Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2017 12:08 Arnþrúður Karlsdóttir fagnar niðurstöðum kosninganna en hún og Útvarp Saga töluðu ákaft fyrir því að Sigmundur Davíð og Inga Sæland fengju góða kosningu, sem varð. Að margra mati er óbeinn sigurvegari nýafstaðinna kosninga Útvarp Saga. Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri hrósar sigri en Vísir hringdi í hana sérstaklega til að óska henni til hamingju. „Takk fyrir það,“ segir Arnþrúður og það er sérlega gott í henni hljóðið. Og það sem meira er, niðurstaða kosninganna kemur henni ekki á óvart. Ekki vitundaragnarögn. En hún túlkar niðurstöðuna, líkt og margir aðrir, sem svo að þar séu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokks og Inga Sæland formaður Flokks fólksins, ótvíræðir sigurvegarar. „Þessum flokkum auðvitað gekk mjög vel. Og við höfum í sjálfu sér talað fyrir þeim málum sem þau voru með á oddinum. Við höfum talað um nokkurt skeið um fjármálaöflin, átök um Ísland, það þurfi að taka á bönkunum. Það þurfi að koma þannig í veg fyrir töku tvö,“ segir Arnþrúður.Og auðvitað máli aldraðra og öryrkja? „Já, við erum í daglegu sambandi við grasrótina og verðum vör við hvernig fólki líður. Við erum í svo nánum tengslum við hlustendur sem eru þá kjósendur,“ segir Arnþrúður og hlær.Úrslitin komu Arnþrúði ekki á óvartHún segir, til gamans, að þau á Útvarpi Sögu hafi verið með samkvæmisleik á netinu, þar sem hlustendum hafi gefist kostur á að kjósa. „Og við sáum þar afgerandi að þetta yrðu sigurvegararnir. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Þetta er alveg á pari við það sem ég greini meðal þeirra sem hlusta á stöðina.“Stjórnarmynstur Arnþrúðar en eins og sjá má er þetta sæmilega sterk stjórn og vandséð að þarna þurfi að vera mikill ágreininingur. Enn og aftur veltur íslensk stjórnmálasaga á því hvað Framsókn vill.Arnþrúður segir að þau njóti einnig verulegrar hlustunar meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Og reyndar Pírata einnig. Sem eru reyndar afar ósáttir við niðurstöður kosninganna. „Þeir hefðu getað farið ver, náðu þó sex mönnum. Ég taldi mig vita allan tímann að Katrín og vinstri grænir myndu vera á bilinu 15 til 17 prósent. Og Samfylkingin væri í um 12 prósentum.“Fagnar niðurstöðunniArnþrúður var þannig, að teknu tilliti til hlustenda Útvarps Sögu, með puttann á púlsinum allan tímann. „Þess vegna fékk ég nú horn og hala þegar ég sá Vg vera að mælast með 30 prósent í könnun Gallup. Þetta var alveg á skjön við það sem mér fannst við vera að sjá hér.“ Og það koma á daginn að Arnþrúður var með puttann á púlsinum. Niðurstöðurnar koma henni ekki á óvart. Og hún fagnar úrslitunum. „Já, verulega. En, ég óttast mest að þó það verði hægt að mynda einhverja ríkisstjórn þá verði hún svo skammlíf að það þurfi að kjósa fljótlega aftur. En, ég held að best sé í þessari stöðu að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar.“ Arnþrúður vill ekki gera of mikið úr ágreiningi og gömlum erjum milli Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Hún segir að sá dagur komi að Sigurður víki fyrir varaformanni flokksins, Lilju Dögg Alfreðsdóttur.Ráðherraefni Arnþrúðar. Bjarni mun verða forsætisráðherra og Sigmundur fjármálaráðherra, ef Arnþrúður veit sínu viti. Og niðurstöður kosninganna sanna að hún er með puttann á púlsinum.„Ef mönnum er alvara með að hafa hana í forystusveitinni eiga þeir að skella henni í forystusætið strax. Hún er frábær.“Bjarni og Sigmundur leiða næstu ríkisstjórnOg, Arnþrúður teiknar upp óskaríkisstjórn sína, eða drög að henni. Hún vissi hvernig kosningarnar myndu fara og hún hefur dágóðar hugmyndir um hvernig ríkisstjórnin verður saman skrúfuð. Arnþrúður telur einsýnt að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði áfram forsætisráðherra. Og Sigmundur Davíð verði fjármálaráherra. Þeir hefðu sætaskipti frá í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs, sem reyndar sprakk í kjölfar Panamahneykslisins. „Sigmundur er með hugmyndir um bankakerfið og það þarf að standa vörð um hagsmuni landsins varðandi efnahagsmálin og fjármálakerfið allt. Mikil spenna þar. Ef við ætlum ekki að láta það endurtaka sig að menn taki innan úr bönkunum og tæmi þá innan frá verður að stoppa þá þannig að ríkið taki þá til sín, þjóðnýti að einhverju leyti og selji þá í einingum. Eina leiðin til að hækka ekki skatta hér uppúr öllu valdi. Þannig komum við í veg fyrir spillingu. Þarna er spillingin falin, andlitslaus og ósýnileg.“Inga Sæland verður velferðarráðherraEn, verður friður um þá Bjarna og Sigmund en ýmsir vilja kalla þá Panamaprinsana?„Ég held nánast að það verði ekki friður um eitt eða neitt eins og staðan er núna. Það þarf að komast á ró í þjóðfélaginu. Og það verður að rétta hag þeirra sem minna mega sín og hafa þurft að taka stærsta skellinn af þessari fjármálaóreiðu sem hefur verið síðasta áratug. Allur almenningur verður að fá bætur. Það verður að hlúa að þjóðinni. Þess vegna er það kærkomið að fá Flokk fólksins þar inn. Til að standa vaktina.“ Inga Sæland verður velferðarráðherra í ríkisstjórn Arnþrúðar. Lilja Dögg verður utanríkisráðherra og í menntamálaráðuneytið mun Páll Magnússon svo setjast. Lengra er Arnþrúður ekki komin með að teikna upp sína óskaríkisstjórn. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segist heppinn að þurfa ekki að svara fyrir Sigmund Davíð lengur Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi bítast um Lilju. 29. október 2017 15:37 „Stórsigur leiðinlegra karla“ Konur reyna ekki að leyna gremju sinni á Facebook. 29. október 2017 13:42 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Að margra mati er óbeinn sigurvegari nýafstaðinna kosninga Útvarp Saga. Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri hrósar sigri en Vísir hringdi í hana sérstaklega til að óska henni til hamingju. „Takk fyrir það,“ segir Arnþrúður og það er sérlega gott í henni hljóðið. Og það sem meira er, niðurstaða kosninganna kemur henni ekki á óvart. Ekki vitundaragnarögn. En hún túlkar niðurstöðuna, líkt og margir aðrir, sem svo að þar séu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokks og Inga Sæland formaður Flokks fólksins, ótvíræðir sigurvegarar. „Þessum flokkum auðvitað gekk mjög vel. Og við höfum í sjálfu sér talað fyrir þeim málum sem þau voru með á oddinum. Við höfum talað um nokkurt skeið um fjármálaöflin, átök um Ísland, það þurfi að taka á bönkunum. Það þurfi að koma þannig í veg fyrir töku tvö,“ segir Arnþrúður.Og auðvitað máli aldraðra og öryrkja? „Já, við erum í daglegu sambandi við grasrótina og verðum vör við hvernig fólki líður. Við erum í svo nánum tengslum við hlustendur sem eru þá kjósendur,“ segir Arnþrúður og hlær.Úrslitin komu Arnþrúði ekki á óvartHún segir, til gamans, að þau á Útvarpi Sögu hafi verið með samkvæmisleik á netinu, þar sem hlustendum hafi gefist kostur á að kjósa. „Og við sáum þar afgerandi að þetta yrðu sigurvegararnir. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Þetta er alveg á pari við það sem ég greini meðal þeirra sem hlusta á stöðina.“Stjórnarmynstur Arnþrúðar en eins og sjá má er þetta sæmilega sterk stjórn og vandséð að þarna þurfi að vera mikill ágreininingur. Enn og aftur veltur íslensk stjórnmálasaga á því hvað Framsókn vill.Arnþrúður segir að þau njóti einnig verulegrar hlustunar meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Og reyndar Pírata einnig. Sem eru reyndar afar ósáttir við niðurstöður kosninganna. „Þeir hefðu getað farið ver, náðu þó sex mönnum. Ég taldi mig vita allan tímann að Katrín og vinstri grænir myndu vera á bilinu 15 til 17 prósent. Og Samfylkingin væri í um 12 prósentum.“Fagnar niðurstöðunniArnþrúður var þannig, að teknu tilliti til hlustenda Útvarps Sögu, með puttann á púlsinum allan tímann. „Þess vegna fékk ég nú horn og hala þegar ég sá Vg vera að mælast með 30 prósent í könnun Gallup. Þetta var alveg á skjön við það sem mér fannst við vera að sjá hér.“ Og það koma á daginn að Arnþrúður var með puttann á púlsinum. Niðurstöðurnar koma henni ekki á óvart. Og hún fagnar úrslitunum. „Já, verulega. En, ég óttast mest að þó það verði hægt að mynda einhverja ríkisstjórn þá verði hún svo skammlíf að það þurfi að kjósa fljótlega aftur. En, ég held að best sé í þessari stöðu að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar.“ Arnþrúður vill ekki gera of mikið úr ágreiningi og gömlum erjum milli Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Hún segir að sá dagur komi að Sigurður víki fyrir varaformanni flokksins, Lilju Dögg Alfreðsdóttur.Ráðherraefni Arnþrúðar. Bjarni mun verða forsætisráðherra og Sigmundur fjármálaráðherra, ef Arnþrúður veit sínu viti. Og niðurstöður kosninganna sanna að hún er með puttann á púlsinum.„Ef mönnum er alvara með að hafa hana í forystusveitinni eiga þeir að skella henni í forystusætið strax. Hún er frábær.“Bjarni og Sigmundur leiða næstu ríkisstjórnOg, Arnþrúður teiknar upp óskaríkisstjórn sína, eða drög að henni. Hún vissi hvernig kosningarnar myndu fara og hún hefur dágóðar hugmyndir um hvernig ríkisstjórnin verður saman skrúfuð. Arnþrúður telur einsýnt að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði áfram forsætisráðherra. Og Sigmundur Davíð verði fjármálaráherra. Þeir hefðu sætaskipti frá í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs, sem reyndar sprakk í kjölfar Panamahneykslisins. „Sigmundur er með hugmyndir um bankakerfið og það þarf að standa vörð um hagsmuni landsins varðandi efnahagsmálin og fjármálakerfið allt. Mikil spenna þar. Ef við ætlum ekki að láta það endurtaka sig að menn taki innan úr bönkunum og tæmi þá innan frá verður að stoppa þá þannig að ríkið taki þá til sín, þjóðnýti að einhverju leyti og selji þá í einingum. Eina leiðin til að hækka ekki skatta hér uppúr öllu valdi. Þannig komum við í veg fyrir spillingu. Þarna er spillingin falin, andlitslaus og ósýnileg.“Inga Sæland verður velferðarráðherraEn, verður friður um þá Bjarna og Sigmund en ýmsir vilja kalla þá Panamaprinsana?„Ég held nánast að það verði ekki friður um eitt eða neitt eins og staðan er núna. Það þarf að komast á ró í þjóðfélaginu. Og það verður að rétta hag þeirra sem minna mega sín og hafa þurft að taka stærsta skellinn af þessari fjármálaóreiðu sem hefur verið síðasta áratug. Allur almenningur verður að fá bætur. Það verður að hlúa að þjóðinni. Þess vegna er það kærkomið að fá Flokk fólksins þar inn. Til að standa vaktina.“ Inga Sæland verður velferðarráðherra í ríkisstjórn Arnþrúðar. Lilja Dögg verður utanríkisráðherra og í menntamálaráðuneytið mun Páll Magnússon svo setjast. Lengra er Arnþrúður ekki komin með að teikna upp sína óskaríkisstjórn.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segist heppinn að þurfa ekki að svara fyrir Sigmund Davíð lengur Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi bítast um Lilju. 29. október 2017 15:37 „Stórsigur leiðinlegra karla“ Konur reyna ekki að leyna gremju sinni á Facebook. 29. október 2017 13:42 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Sigurður Ingi segist heppinn að þurfa ekki að svara fyrir Sigmund Davíð lengur Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi bítast um Lilju. 29. október 2017 15:37
„Stórsigur leiðinlegra karla“ Konur reyna ekki að leyna gremju sinni á Facebook. 29. október 2017 13:42