Fundur um mögulegt kvennaframboð: Hafna þeirri mýtu að Ísland sé jafnréttisparadís Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2017 23:18 Fundurinn um hugsanlegt kvennaframboð fór fram á Mímisbar á Hótel Sögu í kvöld. Vísir/Eyþór Um 120 konur mættu mætta á Mímisbar á Hótel Sögu í kvöld til að ræða stöðu kvenna í stjórnmálum og jafnvel skoða möguleikann á kvennaframboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á fundinum var samþykkt ályktun sem birt var á Facebook-síðunni Kvennaframboð fyrr í kvöld en þar kemur fram að nýafstaðnar þingkosningar séu stórt skref aftur á bak í frelsisbaráttu kvenna.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að konur séu aðeins fleiri en karlar í einu af sex kjördæmum landsins eftir kosningarnar þar sem 24 konur hlutu kjörgengi á móti 39 körlum. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi eftir fundinn að eina sem var samþykkt á þessum fundi hafi verið ályktunin sem birt var á Facebook. Sjálf segir hún fundinn hafa verið frábæran og bætir við: „Þetta er upphafið að einhverju stórkostlegu.“ Í ályktuninni segir að niðurstöður þingkosninganna séu í hróplegu ósamræmi við tilefni kosninganna. Kynferðisofbeldi hafi verið í grunninn ástæða stjórnarslitanna en því hafi verið sópað út af dagskrá í kosningabaráttunni.Fundurinn hafnaði þeirri mýtu að Ísland sé einhverskonar jafnréttisparadís. „Og við erum komnar til að sýna fram á að það er rangt að konur hafi ekki kjark, dug eða þor til að taka þátt í pólitík.“Ályktunina má lesa í heild hér fyrir neðan:Ályktun fundar um hugsanlegt kvennaframboðVið lítum á nýafstaðnar kosningar sem stórt skref aftur á bak í frelsisbaráttu kvenna. Niðurstöðurnar eru í hróplegu ósamræmi við tilefni kosninganna. Kynferðisofbeldi var í grunninn ástæða stjórnarslitanna en því var sópað út af dagskrá í kosningabaráttunni. Við höfnum þeirri mýtu að við búum í jafnréttisparadís og við erum hingað komnar til að sýna fram á að það er rangt að konur hafi ekki kjark, dug eða þor til að taka þátt í pólitík.Við lýsum yfir sárum vonbrigðum með þá aðför að réttindum kvenna sem niðurstöður kosninganna eru. Við skorum á öll þau framboð sem náðu kjöri á Alþingi um nýliðna helgi að setja femínisma á oddinn í stjórnarmyndunarviðræðunum sem framundan eru og öllu sínu starfi á nýju kjörtímabili.Við höfum fengið nóg af því að raddir kvenna heyrist ekki, að við séum kerfisbundið þaggaðar niður. Við erum hér og við erum að grípa til aðgerða. Með róttæka tilfinningasemi og tilfinningasama róttækni að vopni. Niður með feðraveldið! Tengdar fréttir „Feðraveldið er seigara en andskotinn“ Konur ætla að koma saman og ræða hlut kvenna í pólitík í kvöld 30. október 2017 19:15 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Um 120 konur mættu mætta á Mímisbar á Hótel Sögu í kvöld til að ræða stöðu kvenna í stjórnmálum og jafnvel skoða möguleikann á kvennaframboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á fundinum var samþykkt ályktun sem birt var á Facebook-síðunni Kvennaframboð fyrr í kvöld en þar kemur fram að nýafstaðnar þingkosningar séu stórt skref aftur á bak í frelsisbaráttu kvenna.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að konur séu aðeins fleiri en karlar í einu af sex kjördæmum landsins eftir kosningarnar þar sem 24 konur hlutu kjörgengi á móti 39 körlum. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi eftir fundinn að eina sem var samþykkt á þessum fundi hafi verið ályktunin sem birt var á Facebook. Sjálf segir hún fundinn hafa verið frábæran og bætir við: „Þetta er upphafið að einhverju stórkostlegu.“ Í ályktuninni segir að niðurstöður þingkosninganna séu í hróplegu ósamræmi við tilefni kosninganna. Kynferðisofbeldi hafi verið í grunninn ástæða stjórnarslitanna en því hafi verið sópað út af dagskrá í kosningabaráttunni.Fundurinn hafnaði þeirri mýtu að Ísland sé einhverskonar jafnréttisparadís. „Og við erum komnar til að sýna fram á að það er rangt að konur hafi ekki kjark, dug eða þor til að taka þátt í pólitík.“Ályktunina má lesa í heild hér fyrir neðan:Ályktun fundar um hugsanlegt kvennaframboðVið lítum á nýafstaðnar kosningar sem stórt skref aftur á bak í frelsisbaráttu kvenna. Niðurstöðurnar eru í hróplegu ósamræmi við tilefni kosninganna. Kynferðisofbeldi var í grunninn ástæða stjórnarslitanna en því var sópað út af dagskrá í kosningabaráttunni. Við höfnum þeirri mýtu að við búum í jafnréttisparadís og við erum hingað komnar til að sýna fram á að það er rangt að konur hafi ekki kjark, dug eða þor til að taka þátt í pólitík.Við lýsum yfir sárum vonbrigðum með þá aðför að réttindum kvenna sem niðurstöður kosninganna eru. Við skorum á öll þau framboð sem náðu kjöri á Alþingi um nýliðna helgi að setja femínisma á oddinn í stjórnarmyndunarviðræðunum sem framundan eru og öllu sínu starfi á nýju kjörtímabili.Við höfum fengið nóg af því að raddir kvenna heyrist ekki, að við séum kerfisbundið þaggaðar niður. Við erum hér og við erum að grípa til aðgerða. Með róttæka tilfinningasemi og tilfinningasama róttækni að vopni. Niður með feðraveldið!
Tengdar fréttir „Feðraveldið er seigara en andskotinn“ Konur ætla að koma saman og ræða hlut kvenna í pólitík í kvöld 30. október 2017 19:15 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
„Feðraveldið er seigara en andskotinn“ Konur ætla að koma saman og ræða hlut kvenna í pólitík í kvöld 30. október 2017 19:15