Aðstæður fyrir minnihlutastjórn betri en oft áður Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. október 2017 20:30 Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að ekki sé hefð fyrir minnihlutastjórnum hér á landi því Alþingi sé óvenjulega valdamikið þing og yfirleitt vettvangur opinberrar stefnumótunar. Hann segir að aðstæður fyrir minnihlutastjórn séu betri núna vegna breytinga á valdheimildum ráðherra. Á hinum Norðurlöndunum tíðkast minnihlutastjórnir en ekki er sama hefð fyrir þeim á Íslandi. Fjögur dæmi eru um minnihlutastjórnir hér á landi en þær hafa þó alltaf setið til bráðabirgða. Síðast árið 2009 þegar Framsóknarflokkurinn varði ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna vantrausti. Þá var vinstristjórnin sem tók við eftir kosningarnar 2009 nánast orðin hálfgerð minnihlutastjórn undir það síðasta en lauk heilu kjörtímabili. Katrín Jakobsdóttir sagði í leiðtogaþætti Stöðvar 2 á sunnudag að það væri kannski tímabært að láta á þetta reyna að nýju. „Það eru margir sem hafa ekki trú á því að þetta sé hægt og telja að þetta snúist allt um að hafa nógu fáa flokka og nógu sterkan meirihluta. En ef við byrjum ekki á því að breyta þá breytist aldrei neitt,“ sagði Katrín.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton BrinkLogi Einarsson formaður Samfylkingarinnar tekur undir með Katrínu og segir vel raunhæft að skoða minnihlutastjórn. „Við erum auðvitað að reyna að mynda meirihlutastjórn en minnihlutastjórnir hafa marga kosti. Ég bjó sjálfur lengi úti í Noregi þar sem þetta tíðkaðist gjarnan. Þetta gerir það að verkum að menn þurfa að vinna öðruvísi. Menn þurfa að vera auðmjúkari og ná sáttum,“ segir Logi. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ birti upp úr síðustu aldamótum greinina Clientelism in a Cold Climate: The Case of Iceland en þar fjallar hann meðal annars um ástæður þess að það tíðkast ekki hér á landi að stjórnmálamenn geri samkomulag um vernd gegn vantrausti gegn því að fá ákveðin baráttumál í gegn. Hvers vegna hefur ekki skapast hefð fyrir minnihlutastjórnum á Íslandi? „Ég held að það séu tvær tengdar ástæður fyrir því. Önnur er sú að það var mjög sterkt ráðherraræði á Íslandi. Ráðherrar hafa mikil völd og hafa fengið að fara með þau dálítið eins og þeim sýnist. Þegar það fer saman við ríka hefð fyrir fyrirgreiðslustjórnmálum þá þýðir það að þeir flokkar sem fengu vald yfir framkvæmdavaldinu gátu farið með mikil gæði, stöðuveitingargæði o.s.frv., eins og þeim sýndist. Fyrirgreiðslustjórnmálin og ráðherraræði eru annar hluti af skýringunni. Hinn hlutinn af skýringunni er sterkt Alþingi,“ segir Gunnar Helgi. Vinnubrögðin sem tíðkist á Alþingi geri minnihlutastjórnum erfitt fyrir. Óvenjulega valdamikið þing „Alþingi er óvenjulega valdamikið þing og það grípur mjög mikið inn í opinbera stefnumótun og er að sumu leyti vettvangur opinberrar stefnumótunar í miklu meira mæli en gildir í öðrum löndum. Það sem minnihlutastjórnir gera í Skandinavíu er að ríkisstjórnir fá til sín mikið af hagsmunaaðilum og stjórnarandstöðuflokkum til að mynda einhvers konar samstöðu um tiltekna stefnu,“ segir Gunnar Helgi. Hann segir að aðstæður núna séu ef til vill betri en oft áður. „Forsendur fyrir minnihlutastjórn eru betri núna en þær voru á hápunkti fyrirgreiðslutímans því það er búið að setja ráðherrum meiri mörk en áður. En það þyrfti að ganga lengra ef við ætluðum að fá starfhæfa minnihlutastjórn. Þeir flokkar sem ætluðu að styðja við minnihlutastjórnina yrðu að geta treyst því að stjórnin færi ekki framúr sér í pólitískum stöðuveitingum og annars konar fyrirgreiðslustjórnmálum.“ Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að ekki sé hefð fyrir minnihlutastjórnum hér á landi því Alþingi sé óvenjulega valdamikið þing og yfirleitt vettvangur opinberrar stefnumótunar. Hann segir að aðstæður fyrir minnihlutastjórn séu betri núna vegna breytinga á valdheimildum ráðherra. Á hinum Norðurlöndunum tíðkast minnihlutastjórnir en ekki er sama hefð fyrir þeim á Íslandi. Fjögur dæmi eru um minnihlutastjórnir hér á landi en þær hafa þó alltaf setið til bráðabirgða. Síðast árið 2009 þegar Framsóknarflokkurinn varði ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna vantrausti. Þá var vinstristjórnin sem tók við eftir kosningarnar 2009 nánast orðin hálfgerð minnihlutastjórn undir það síðasta en lauk heilu kjörtímabili. Katrín Jakobsdóttir sagði í leiðtogaþætti Stöðvar 2 á sunnudag að það væri kannski tímabært að láta á þetta reyna að nýju. „Það eru margir sem hafa ekki trú á því að þetta sé hægt og telja að þetta snúist allt um að hafa nógu fáa flokka og nógu sterkan meirihluta. En ef við byrjum ekki á því að breyta þá breytist aldrei neitt,“ sagði Katrín.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton BrinkLogi Einarsson formaður Samfylkingarinnar tekur undir með Katrínu og segir vel raunhæft að skoða minnihlutastjórn. „Við erum auðvitað að reyna að mynda meirihlutastjórn en minnihlutastjórnir hafa marga kosti. Ég bjó sjálfur lengi úti í Noregi þar sem þetta tíðkaðist gjarnan. Þetta gerir það að verkum að menn þurfa að vinna öðruvísi. Menn þurfa að vera auðmjúkari og ná sáttum,“ segir Logi. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ birti upp úr síðustu aldamótum greinina Clientelism in a Cold Climate: The Case of Iceland en þar fjallar hann meðal annars um ástæður þess að það tíðkast ekki hér á landi að stjórnmálamenn geri samkomulag um vernd gegn vantrausti gegn því að fá ákveðin baráttumál í gegn. Hvers vegna hefur ekki skapast hefð fyrir minnihlutastjórnum á Íslandi? „Ég held að það séu tvær tengdar ástæður fyrir því. Önnur er sú að það var mjög sterkt ráðherraræði á Íslandi. Ráðherrar hafa mikil völd og hafa fengið að fara með þau dálítið eins og þeim sýnist. Þegar það fer saman við ríka hefð fyrir fyrirgreiðslustjórnmálum þá þýðir það að þeir flokkar sem fengu vald yfir framkvæmdavaldinu gátu farið með mikil gæði, stöðuveitingargæði o.s.frv., eins og þeim sýndist. Fyrirgreiðslustjórnmálin og ráðherraræði eru annar hluti af skýringunni. Hinn hlutinn af skýringunni er sterkt Alþingi,“ segir Gunnar Helgi. Vinnubrögðin sem tíðkist á Alþingi geri minnihlutastjórnum erfitt fyrir. Óvenjulega valdamikið þing „Alþingi er óvenjulega valdamikið þing og það grípur mjög mikið inn í opinbera stefnumótun og er að sumu leyti vettvangur opinberrar stefnumótunar í miklu meira mæli en gildir í öðrum löndum. Það sem minnihlutastjórnir gera í Skandinavíu er að ríkisstjórnir fá til sín mikið af hagsmunaaðilum og stjórnarandstöðuflokkum til að mynda einhvers konar samstöðu um tiltekna stefnu,“ segir Gunnar Helgi. Hann segir að aðstæður núna séu ef til vill betri en oft áður. „Forsendur fyrir minnihlutastjórn eru betri núna en þær voru á hápunkti fyrirgreiðslutímans því það er búið að setja ráðherrum meiri mörk en áður. En það þyrfti að ganga lengra ef við ætluðum að fá starfhæfa minnihlutastjórn. Þeir flokkar sem ætluðu að styðja við minnihlutastjórnina yrðu að geta treyst því að stjórnin færi ekki framúr sér í pólitískum stöðuveitingum og annars konar fyrirgreiðslustjórnmálum.“
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels