Aðstæður fyrir minnihlutastjórn betri en oft áður Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. október 2017 20:30 Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að ekki sé hefð fyrir minnihlutastjórnum hér á landi því Alþingi sé óvenjulega valdamikið þing og yfirleitt vettvangur opinberrar stefnumótunar. Hann segir að aðstæður fyrir minnihlutastjórn séu betri núna vegna breytinga á valdheimildum ráðherra. Á hinum Norðurlöndunum tíðkast minnihlutastjórnir en ekki er sama hefð fyrir þeim á Íslandi. Fjögur dæmi eru um minnihlutastjórnir hér á landi en þær hafa þó alltaf setið til bráðabirgða. Síðast árið 2009 þegar Framsóknarflokkurinn varði ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna vantrausti. Þá var vinstristjórnin sem tók við eftir kosningarnar 2009 nánast orðin hálfgerð minnihlutastjórn undir það síðasta en lauk heilu kjörtímabili. Katrín Jakobsdóttir sagði í leiðtogaþætti Stöðvar 2 á sunnudag að það væri kannski tímabært að láta á þetta reyna að nýju. „Það eru margir sem hafa ekki trú á því að þetta sé hægt og telja að þetta snúist allt um að hafa nógu fáa flokka og nógu sterkan meirihluta. En ef við byrjum ekki á því að breyta þá breytist aldrei neitt,“ sagði Katrín.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton BrinkLogi Einarsson formaður Samfylkingarinnar tekur undir með Katrínu og segir vel raunhæft að skoða minnihlutastjórn. „Við erum auðvitað að reyna að mynda meirihlutastjórn en minnihlutastjórnir hafa marga kosti. Ég bjó sjálfur lengi úti í Noregi þar sem þetta tíðkaðist gjarnan. Þetta gerir það að verkum að menn þurfa að vinna öðruvísi. Menn þurfa að vera auðmjúkari og ná sáttum,“ segir Logi. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ birti upp úr síðustu aldamótum greinina Clientelism in a Cold Climate: The Case of Iceland en þar fjallar hann meðal annars um ástæður þess að það tíðkast ekki hér á landi að stjórnmálamenn geri samkomulag um vernd gegn vantrausti gegn því að fá ákveðin baráttumál í gegn. Hvers vegna hefur ekki skapast hefð fyrir minnihlutastjórnum á Íslandi? „Ég held að það séu tvær tengdar ástæður fyrir því. Önnur er sú að það var mjög sterkt ráðherraræði á Íslandi. Ráðherrar hafa mikil völd og hafa fengið að fara með þau dálítið eins og þeim sýnist. Þegar það fer saman við ríka hefð fyrir fyrirgreiðslustjórnmálum þá þýðir það að þeir flokkar sem fengu vald yfir framkvæmdavaldinu gátu farið með mikil gæði, stöðuveitingargæði o.s.frv., eins og þeim sýndist. Fyrirgreiðslustjórnmálin og ráðherraræði eru annar hluti af skýringunni. Hinn hlutinn af skýringunni er sterkt Alþingi,“ segir Gunnar Helgi. Vinnubrögðin sem tíðkist á Alþingi geri minnihlutastjórnum erfitt fyrir. Óvenjulega valdamikið þing „Alþingi er óvenjulega valdamikið þing og það grípur mjög mikið inn í opinbera stefnumótun og er að sumu leyti vettvangur opinberrar stefnumótunar í miklu meira mæli en gildir í öðrum löndum. Það sem minnihlutastjórnir gera í Skandinavíu er að ríkisstjórnir fá til sín mikið af hagsmunaaðilum og stjórnarandstöðuflokkum til að mynda einhvers konar samstöðu um tiltekna stefnu,“ segir Gunnar Helgi. Hann segir að aðstæður núna séu ef til vill betri en oft áður. „Forsendur fyrir minnihlutastjórn eru betri núna en þær voru á hápunkti fyrirgreiðslutímans því það er búið að setja ráðherrum meiri mörk en áður. En það þyrfti að ganga lengra ef við ætluðum að fá starfhæfa minnihlutastjórn. Þeir flokkar sem ætluðu að styðja við minnihlutastjórnina yrðu að geta treyst því að stjórnin færi ekki framúr sér í pólitískum stöðuveitingum og annars konar fyrirgreiðslustjórnmálum.“ Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira
Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að ekki sé hefð fyrir minnihlutastjórnum hér á landi því Alþingi sé óvenjulega valdamikið þing og yfirleitt vettvangur opinberrar stefnumótunar. Hann segir að aðstæður fyrir minnihlutastjórn séu betri núna vegna breytinga á valdheimildum ráðherra. Á hinum Norðurlöndunum tíðkast minnihlutastjórnir en ekki er sama hefð fyrir þeim á Íslandi. Fjögur dæmi eru um minnihlutastjórnir hér á landi en þær hafa þó alltaf setið til bráðabirgða. Síðast árið 2009 þegar Framsóknarflokkurinn varði ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna vantrausti. Þá var vinstristjórnin sem tók við eftir kosningarnar 2009 nánast orðin hálfgerð minnihlutastjórn undir það síðasta en lauk heilu kjörtímabili. Katrín Jakobsdóttir sagði í leiðtogaþætti Stöðvar 2 á sunnudag að það væri kannski tímabært að láta á þetta reyna að nýju. „Það eru margir sem hafa ekki trú á því að þetta sé hægt og telja að þetta snúist allt um að hafa nógu fáa flokka og nógu sterkan meirihluta. En ef við byrjum ekki á því að breyta þá breytist aldrei neitt,“ sagði Katrín.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton BrinkLogi Einarsson formaður Samfylkingarinnar tekur undir með Katrínu og segir vel raunhæft að skoða minnihlutastjórn. „Við erum auðvitað að reyna að mynda meirihlutastjórn en minnihlutastjórnir hafa marga kosti. Ég bjó sjálfur lengi úti í Noregi þar sem þetta tíðkaðist gjarnan. Þetta gerir það að verkum að menn þurfa að vinna öðruvísi. Menn þurfa að vera auðmjúkari og ná sáttum,“ segir Logi. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ birti upp úr síðustu aldamótum greinina Clientelism in a Cold Climate: The Case of Iceland en þar fjallar hann meðal annars um ástæður þess að það tíðkast ekki hér á landi að stjórnmálamenn geri samkomulag um vernd gegn vantrausti gegn því að fá ákveðin baráttumál í gegn. Hvers vegna hefur ekki skapast hefð fyrir minnihlutastjórnum á Íslandi? „Ég held að það séu tvær tengdar ástæður fyrir því. Önnur er sú að það var mjög sterkt ráðherraræði á Íslandi. Ráðherrar hafa mikil völd og hafa fengið að fara með þau dálítið eins og þeim sýnist. Þegar það fer saman við ríka hefð fyrir fyrirgreiðslustjórnmálum þá þýðir það að þeir flokkar sem fengu vald yfir framkvæmdavaldinu gátu farið með mikil gæði, stöðuveitingargæði o.s.frv., eins og þeim sýndist. Fyrirgreiðslustjórnmálin og ráðherraræði eru annar hluti af skýringunni. Hinn hlutinn af skýringunni er sterkt Alþingi,“ segir Gunnar Helgi. Vinnubrögðin sem tíðkist á Alþingi geri minnihlutastjórnum erfitt fyrir. Óvenjulega valdamikið þing „Alþingi er óvenjulega valdamikið þing og það grípur mjög mikið inn í opinbera stefnumótun og er að sumu leyti vettvangur opinberrar stefnumótunar í miklu meira mæli en gildir í öðrum löndum. Það sem minnihlutastjórnir gera í Skandinavíu er að ríkisstjórnir fá til sín mikið af hagsmunaaðilum og stjórnarandstöðuflokkum til að mynda einhvers konar samstöðu um tiltekna stefnu,“ segir Gunnar Helgi. Hann segir að aðstæður núna séu ef til vill betri en oft áður. „Forsendur fyrir minnihlutastjórn eru betri núna en þær voru á hápunkti fyrirgreiðslutímans því það er búið að setja ráðherrum meiri mörk en áður. En það þyrfti að ganga lengra ef við ætluðum að fá starfhæfa minnihlutastjórn. Þeir flokkar sem ætluðu að styðja við minnihlutastjórnina yrðu að geta treyst því að stjórnin færi ekki framúr sér í pólitískum stöðuveitingum og annars konar fyrirgreiðslustjórnmálum.“
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira