Fótbolti

Setti tvö met í fyrri hálfleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mile Svilar var bæði hetja og skúrkur í fyrri hálfleiknum.
Mile Svilar var bæði hetja og skúrkur í fyrri hálfleiknum. vísir/getty
Hinn 18 ára Mile Svilar átti afar viðburðarríkan fyrri hálfleik gegn Manchester United í A-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Svilar urðu á slæm mistök í fyrri leik liðanna í Lissabon fyrir tveimur vikum þegar hann labbaði með boltann inn í markið. Það mark réði úrslitum í leiknum.

Eftir stundarfjórðung í leiknum í kvöld fékk United vítaspyrnu. Anthony Martial fór á punktinn en Svilar varði spyrnu hans.

Svilar varð þar með yngstur til að verja vítaspyrnu í Meistaradeildinni en belgíski strákurinn er 18 ára 65 daga gamall.

Á lokamínútu setti Svilar svo annað og öllu neikvæðara met. Nemanja Matic átti þá skot af löngu færi í stöngina, í bakið á Svilar og inn.

Strákurinn varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að skora sjálfsmark. Afar óheppinn, Svilar.



Þetta sjálfsmark Svilars var eina markið í fyrri hálfleiknum á Old Trafford.

Fylgjast má með beinni textalýsingu frá leik United og Benfica með því að smella hér.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×