Þörf á átaki í landgræðslu til að sporna við óðalosun næstu ár Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. október 2017 06:00 Líkur eru á að Ísland þurfi að kaupa losunarheimildir þegar losunartölur fyrir annað tímabil Kýótó-bókunarinnar liggja fyrir árið 2022. Nauðsynlegt er að gera stórátak í endurheimt votlendis til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi að mati Árna Bragasonar landgræðslustjóra. „Við erum ennþá að ræsa fram meira votlendi en við erum að endurheimta. Og það er bara öllum skítsama,“ segir Árni.Árni Bragason, landgræðslustjóri.Árni sat 10. umhverfisþing umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í gær þar sem Katrín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, greindi frá stöðu Íslands gagnvart Kýótó-bókuninni. Í minnisblaði stofnunarinnar til ráðuneytisins kemur fram að ef ekki verði dregið verulega úr losun hér á landi á öðru tímabili bókunarinnar, eða á árunum 2013 til 2020, muni hún verða langt umfram úthlutaðar heimildir og bindingareiningar. Umfang áætlaðrar umframlosunar á tímabilinu nemur rúmlega 3.600 kílótonnum (kt) af CO2-ígildum, eða vel yfir 16 prósent af heildarlosun á tímabilinu. Samkvæmt samningi Íslands og ESB hefur Ísland fengið úthlutaðar heimildir fyrir losun 15.327 kt af CO2-ígildum á þessu átta ára tímabili. Á árunum 2013 til 2015 var losun Íslands, mæld samkvæmt samningi við ESB, 8.930 kt. Þetta þýðir að landið hefur losað 53 prósent af heimildum sínum fyrir skuldbindingartímabilið, og það á aðeins þremur árum.Umhverfisstofnun tiltekur tvær ástæður fyrir þessu. Annars vegar er ljóst að mikil fjölgun ferðamanna sem koma til Íslands og hagvöxtur vegna hennar hefur áhrif á losun, t.d. frá samgöngum og í byggingariðnaði. Hins vegar er útlit fyrir að kolefnisbinding í skógrækt og landgræðslu verði minni en gert var ráð fyrir í aðgerðaáætlun árið 2010. Yfir 40 prósent af heildarlosun á Íslandi koma til vegna framræsts votlendis og beitilands sem er illa farið. Aðildarríki Kýótó-bókunarinnar geta talið sér bindingu kolefnis til tekna að einhverju leyti, en að hámarki 1.000 kt á tímabilinu. Árni segir mikilvægt að finna leiðir til að auka vægi þessa þáttar í loftslagsbókhaldi landsins, en í millitíðinni verði engu að síður að einblína á stóru tölurnar en ekki þau 4 prósent sem rekja má til bíla og 12 prósent sem rekja má til iðnaðarframleiðslu, þó svo að minni losun frá þessum geirum sé auðvitað mikilvægt markmið. „Í landgræðslunni erum við með 500 þúsund hektara sem hrópa á aðgerðir og við erum að endurheimta um 16 þúsund hektara á ári,“ segir Árni. „Við erum með innviði til staðar til að gera miklu, miklu meira.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Nauðsynlegt er að gera stórátak í endurheimt votlendis til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi að mati Árna Bragasonar landgræðslustjóra. „Við erum ennþá að ræsa fram meira votlendi en við erum að endurheimta. Og það er bara öllum skítsama,“ segir Árni.Árni Bragason, landgræðslustjóri.Árni sat 10. umhverfisþing umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í gær þar sem Katrín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, greindi frá stöðu Íslands gagnvart Kýótó-bókuninni. Í minnisblaði stofnunarinnar til ráðuneytisins kemur fram að ef ekki verði dregið verulega úr losun hér á landi á öðru tímabili bókunarinnar, eða á árunum 2013 til 2020, muni hún verða langt umfram úthlutaðar heimildir og bindingareiningar. Umfang áætlaðrar umframlosunar á tímabilinu nemur rúmlega 3.600 kílótonnum (kt) af CO2-ígildum, eða vel yfir 16 prósent af heildarlosun á tímabilinu. Samkvæmt samningi Íslands og ESB hefur Ísland fengið úthlutaðar heimildir fyrir losun 15.327 kt af CO2-ígildum á þessu átta ára tímabili. Á árunum 2013 til 2015 var losun Íslands, mæld samkvæmt samningi við ESB, 8.930 kt. Þetta þýðir að landið hefur losað 53 prósent af heimildum sínum fyrir skuldbindingartímabilið, og það á aðeins þremur árum.Umhverfisstofnun tiltekur tvær ástæður fyrir þessu. Annars vegar er ljóst að mikil fjölgun ferðamanna sem koma til Íslands og hagvöxtur vegna hennar hefur áhrif á losun, t.d. frá samgöngum og í byggingariðnaði. Hins vegar er útlit fyrir að kolefnisbinding í skógrækt og landgræðslu verði minni en gert var ráð fyrir í aðgerðaáætlun árið 2010. Yfir 40 prósent af heildarlosun á Íslandi koma til vegna framræsts votlendis og beitilands sem er illa farið. Aðildarríki Kýótó-bókunarinnar geta talið sér bindingu kolefnis til tekna að einhverju leyti, en að hámarki 1.000 kt á tímabilinu. Árni segir mikilvægt að finna leiðir til að auka vægi þessa þáttar í loftslagsbókhaldi landsins, en í millitíðinni verði engu að síður að einblína á stóru tölurnar en ekki þau 4 prósent sem rekja má til bíla og 12 prósent sem rekja má til iðnaðarframleiðslu, þó svo að minni losun frá þessum geirum sé auðvitað mikilvægt markmið. „Í landgræðslunni erum við með 500 þúsund hektara sem hrópa á aðgerðir og við erum að endurheimta um 16 þúsund hektara á ári,“ segir Árni. „Við erum með innviði til staðar til að gera miklu, miklu meira.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira