Þörf á átaki í landgræðslu til að sporna við óðalosun næstu ár Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. október 2017 06:00 Líkur eru á að Ísland þurfi að kaupa losunarheimildir þegar losunartölur fyrir annað tímabil Kýótó-bókunarinnar liggja fyrir árið 2022. Nauðsynlegt er að gera stórátak í endurheimt votlendis til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi að mati Árna Bragasonar landgræðslustjóra. „Við erum ennþá að ræsa fram meira votlendi en við erum að endurheimta. Og það er bara öllum skítsama,“ segir Árni.Árni Bragason, landgræðslustjóri.Árni sat 10. umhverfisþing umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í gær þar sem Katrín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, greindi frá stöðu Íslands gagnvart Kýótó-bókuninni. Í minnisblaði stofnunarinnar til ráðuneytisins kemur fram að ef ekki verði dregið verulega úr losun hér á landi á öðru tímabili bókunarinnar, eða á árunum 2013 til 2020, muni hún verða langt umfram úthlutaðar heimildir og bindingareiningar. Umfang áætlaðrar umframlosunar á tímabilinu nemur rúmlega 3.600 kílótonnum (kt) af CO2-ígildum, eða vel yfir 16 prósent af heildarlosun á tímabilinu. Samkvæmt samningi Íslands og ESB hefur Ísland fengið úthlutaðar heimildir fyrir losun 15.327 kt af CO2-ígildum á þessu átta ára tímabili. Á árunum 2013 til 2015 var losun Íslands, mæld samkvæmt samningi við ESB, 8.930 kt. Þetta þýðir að landið hefur losað 53 prósent af heimildum sínum fyrir skuldbindingartímabilið, og það á aðeins þremur árum.Umhverfisstofnun tiltekur tvær ástæður fyrir þessu. Annars vegar er ljóst að mikil fjölgun ferðamanna sem koma til Íslands og hagvöxtur vegna hennar hefur áhrif á losun, t.d. frá samgöngum og í byggingariðnaði. Hins vegar er útlit fyrir að kolefnisbinding í skógrækt og landgræðslu verði minni en gert var ráð fyrir í aðgerðaáætlun árið 2010. Yfir 40 prósent af heildarlosun á Íslandi koma til vegna framræsts votlendis og beitilands sem er illa farið. Aðildarríki Kýótó-bókunarinnar geta talið sér bindingu kolefnis til tekna að einhverju leyti, en að hámarki 1.000 kt á tímabilinu. Árni segir mikilvægt að finna leiðir til að auka vægi þessa þáttar í loftslagsbókhaldi landsins, en í millitíðinni verði engu að síður að einblína á stóru tölurnar en ekki þau 4 prósent sem rekja má til bíla og 12 prósent sem rekja má til iðnaðarframleiðslu, þó svo að minni losun frá þessum geirum sé auðvitað mikilvægt markmið. „Í landgræðslunni erum við með 500 þúsund hektara sem hrópa á aðgerðir og við erum að endurheimta um 16 þúsund hektara á ári,“ segir Árni. „Við erum með innviði til staðar til að gera miklu, miklu meira.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Nauðsynlegt er að gera stórátak í endurheimt votlendis til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi að mati Árna Bragasonar landgræðslustjóra. „Við erum ennþá að ræsa fram meira votlendi en við erum að endurheimta. Og það er bara öllum skítsama,“ segir Árni.Árni Bragason, landgræðslustjóri.Árni sat 10. umhverfisþing umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í gær þar sem Katrín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, greindi frá stöðu Íslands gagnvart Kýótó-bókuninni. Í minnisblaði stofnunarinnar til ráðuneytisins kemur fram að ef ekki verði dregið verulega úr losun hér á landi á öðru tímabili bókunarinnar, eða á árunum 2013 til 2020, muni hún verða langt umfram úthlutaðar heimildir og bindingareiningar. Umfang áætlaðrar umframlosunar á tímabilinu nemur rúmlega 3.600 kílótonnum (kt) af CO2-ígildum, eða vel yfir 16 prósent af heildarlosun á tímabilinu. Samkvæmt samningi Íslands og ESB hefur Ísland fengið úthlutaðar heimildir fyrir losun 15.327 kt af CO2-ígildum á þessu átta ára tímabili. Á árunum 2013 til 2015 var losun Íslands, mæld samkvæmt samningi við ESB, 8.930 kt. Þetta þýðir að landið hefur losað 53 prósent af heimildum sínum fyrir skuldbindingartímabilið, og það á aðeins þremur árum.Umhverfisstofnun tiltekur tvær ástæður fyrir þessu. Annars vegar er ljóst að mikil fjölgun ferðamanna sem koma til Íslands og hagvöxtur vegna hennar hefur áhrif á losun, t.d. frá samgöngum og í byggingariðnaði. Hins vegar er útlit fyrir að kolefnisbinding í skógrækt og landgræðslu verði minni en gert var ráð fyrir í aðgerðaáætlun árið 2010. Yfir 40 prósent af heildarlosun á Íslandi koma til vegna framræsts votlendis og beitilands sem er illa farið. Aðildarríki Kýótó-bókunarinnar geta talið sér bindingu kolefnis til tekna að einhverju leyti, en að hámarki 1.000 kt á tímabilinu. Árni segir mikilvægt að finna leiðir til að auka vægi þessa þáttar í loftslagsbókhaldi landsins, en í millitíðinni verði engu að síður að einblína á stóru tölurnar en ekki þau 4 prósent sem rekja má til bíla og 12 prósent sem rekja má til iðnaðarframleiðslu, þó svo að minni losun frá þessum geirum sé auðvitað mikilvægt markmið. „Í landgræðslunni erum við með 500 þúsund hektara sem hrópa á aðgerðir og við erum að endurheimta um 16 þúsund hektara á ári,“ segir Árni. „Við erum með innviði til staðar til að gera miklu, miklu meira.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira