Munu höfða skaðabótamál ef lögbanninu verður hnekkt Höskuldur Kári Schram skrifar 23. október 2017 19:35 Ritstjóri Stundarinnar segir að blaðið muni höfða skaðabótamál ef lögbanni á umfjöllun blaðsins og Reykjavík Media, sem byggir á gögnum innan úr Glitni, verður hnekkt. Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo hefur höfðað staðfestingarmál vegna lögbannsins. Sýslumaður höfuðborgarsvæðisins samþykkti lögbannsbeiðnina á mánudag í síðustu viku en frestur til að birta stefnu og höfða staðfestingarmál vegna bannsins rann út í dag. Málið hefur verið afar umdeilt og margir gagnrýnt ákvörðun sýslumanns, þar á meðal Blaðamannafélag Íslands og ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Málið var einnig rætt sérstaklega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í síðustu viku en margir þingmenn telja að málið kalli á lagabreytingar.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar.Lögbannið náði til frétta Stundarinnar og Reykjavík Media sem byggðu á gögnum innan úr Glitni og fjölluðu meðal annars um fjármálagjörninga Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokks, í aðdraganda bankahrunsins. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, furðar sig á því hversu hart sé gengið fram í málinu. „Í dag fáum við þessa stefnu þar sem farið er fram á þingfestingu eftir kosningar,“ segir Ingibjörg. „Þeir eru í raun að halda því til streitu að við munum ekki geta sagt fréttir af þessum málum fyrir kosningar.“ Þá sé lögbannskrafan nú mun víðtækari en sú krafa sem var lögð fram í síðustu viku. Þannig mega aðrir fjölmiðlar ekki birta fréttir úr þessum sömu gögnum. „Ég trúi því að þetta lögbann geti ekki átt rétt á sér,“ segir Ingibjörg. „Ég hugsa að þessu verði hnekkt um leið og þetta fer fyrir dómstóla. Og við ætlum þá að höfða skaðabótamál. Það er alveg ástæða til.“ Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 Mikill meirihluti Íslendinga andvígur lögbanni á Stundina Einungis rúm ellefu prósent fylgjandi lögbanninu. 19. október 2017 15:55 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar segir að blaðið muni höfða skaðabótamál ef lögbanni á umfjöllun blaðsins og Reykjavík Media, sem byggir á gögnum innan úr Glitni, verður hnekkt. Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo hefur höfðað staðfestingarmál vegna lögbannsins. Sýslumaður höfuðborgarsvæðisins samþykkti lögbannsbeiðnina á mánudag í síðustu viku en frestur til að birta stefnu og höfða staðfestingarmál vegna bannsins rann út í dag. Málið hefur verið afar umdeilt og margir gagnrýnt ákvörðun sýslumanns, þar á meðal Blaðamannafélag Íslands og ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Málið var einnig rætt sérstaklega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í síðustu viku en margir þingmenn telja að málið kalli á lagabreytingar.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar.Lögbannið náði til frétta Stundarinnar og Reykjavík Media sem byggðu á gögnum innan úr Glitni og fjölluðu meðal annars um fjármálagjörninga Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokks, í aðdraganda bankahrunsins. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, furðar sig á því hversu hart sé gengið fram í málinu. „Í dag fáum við þessa stefnu þar sem farið er fram á þingfestingu eftir kosningar,“ segir Ingibjörg. „Þeir eru í raun að halda því til streitu að við munum ekki geta sagt fréttir af þessum málum fyrir kosningar.“ Þá sé lögbannskrafan nú mun víðtækari en sú krafa sem var lögð fram í síðustu viku. Þannig mega aðrir fjölmiðlar ekki birta fréttir úr þessum sömu gögnum. „Ég trúi því að þetta lögbann geti ekki átt rétt á sér,“ segir Ingibjörg. „Ég hugsa að þessu verði hnekkt um leið og þetta fer fyrir dómstóla. Og við ætlum þá að höfða skaðabótamál. Það er alveg ástæða til.“
Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 Mikill meirihluti Íslendinga andvígur lögbanni á Stundina Einungis rúm ellefu prósent fylgjandi lögbanninu. 19. október 2017 15:55 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29
Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48
Mikill meirihluti Íslendinga andvígur lögbanni á Stundina Einungis rúm ellefu prósent fylgjandi lögbanninu. 19. október 2017 15:55