Innlent

Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Zúistar eru meira en 3.000 talsins.
Zúistar eru meira en 3.000 talsins. Vísir/AFP
Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. Um 120 skráningar höfðu borist Þjóðskrá frá hádegi og þar til Þjóðskrá var lokað klukkan þrjú.

Stjórn Zúism sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að meintir fjárglæframenn hafi staðið að baki gamla rekstrarfélagi zúista en unnið er að því að stofna nýtt félag og koma mennirnir ekkert að stjórn eða starfsemi félagsins í dag.

Að sögn Ingveldar Hafdísar Karlsdóttur, deildarstjóra almannaskráninga hjá Þjóðskrá, miðast skráningar til að trúfélög eigi rétt á sóknargjöldum við lögheimili einstaklinga þann fyrsta desember.

Zúism er því með stærstu trúfélögum landsins, fjölmennara en Siðmennt og Hvítasunnusöfnuðurinn og svipað að stærð og Ásatrúarfélagið og Óháði söfnuðurinn.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.