Buffon: Aðeins sigur í Meistaradeildinni kemur í veg fyrir að hann hætti í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 08:00 Gianluigi Buffon var flottur á verðlaunahátíð FIFA. Vísir/Getty Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og Ítalíu, ætlar að leggja skóna á hilluna næsta sumar og það er aðeins eitt sem getur breytt þeirri ákvörðun hans. Buffon var valinn besti markvörður heims á verðlaunahátíð FIFA á mánudagskvöldið en hann er orðinn 39 ára gamall. Buffon stefnir á það að spila með Ítölum á HM í Rússlandi næsta sumar en ítalska landsliðið, ólíkt því íslenska, á enn eftir að tryggja sér farseðilinn þangað. Buffon hefur spilað 633 leiki fyrir Juventus og 173 leiki fyrir ítalska landsliðið. Juventus hefur tapað tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu þremur árum en sigur í Meistaradeildinni á þessu tímabili myndi breyta plönum Buffon. „Þetta er mitt síðasta tímabil og ég hef hingað til verið nokkuð öruggur að halda mig við mínar ákvarðanir,“ sagði Gianluigi Buffon við Sky Italia en BBC segir frá. „Eitt eða tvö ár í viðbót myndu hvorki bæta við eða taka frá því sem ég hef þegar afrekað á ferlinum,“ sagði Buffon. „Það eina sem gæti breytt þessu væri ef við næðum að vinna Meistaradeildina. Þá myndi ég vilja fá tækifæri til að vinna heimsmeistarakeppni félagsliða. (Wojciech) Szczesny gæti þá spilað einn leik og ég svo þann næsta,“ sagði Buffon. „Með markvörð eins og hann í liðinu þá er eðlilegt að ég stígi til hliðar á næsta ári,“ sagði Buffon. Gianluigi Buffon hóf feril sinn hjá Parma en Juventus keypti hann fyrir metupphæð fyrir markvörð árið 2001. Hann varð heimsmeistari með Ítölum 2006 og hefur tíu sinnum orðið ítalskur meistari og fjórum sinnum ítalskur bikarmeistari en hann hefur aftur á móti aldrei unnið Meistaradeildina.Gianluigi Buffon.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og Ítalíu, ætlar að leggja skóna á hilluna næsta sumar og það er aðeins eitt sem getur breytt þeirri ákvörðun hans. Buffon var valinn besti markvörður heims á verðlaunahátíð FIFA á mánudagskvöldið en hann er orðinn 39 ára gamall. Buffon stefnir á það að spila með Ítölum á HM í Rússlandi næsta sumar en ítalska landsliðið, ólíkt því íslenska, á enn eftir að tryggja sér farseðilinn þangað. Buffon hefur spilað 633 leiki fyrir Juventus og 173 leiki fyrir ítalska landsliðið. Juventus hefur tapað tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu þremur árum en sigur í Meistaradeildinni á þessu tímabili myndi breyta plönum Buffon. „Þetta er mitt síðasta tímabil og ég hef hingað til verið nokkuð öruggur að halda mig við mínar ákvarðanir,“ sagði Gianluigi Buffon við Sky Italia en BBC segir frá. „Eitt eða tvö ár í viðbót myndu hvorki bæta við eða taka frá því sem ég hef þegar afrekað á ferlinum,“ sagði Buffon. „Það eina sem gæti breytt þessu væri ef við næðum að vinna Meistaradeildina. Þá myndi ég vilja fá tækifæri til að vinna heimsmeistarakeppni félagsliða. (Wojciech) Szczesny gæti þá spilað einn leik og ég svo þann næsta,“ sagði Buffon. „Með markvörð eins og hann í liðinu þá er eðlilegt að ég stígi til hliðar á næsta ári,“ sagði Buffon. Gianluigi Buffon hóf feril sinn hjá Parma en Juventus keypti hann fyrir metupphæð fyrir markvörð árið 2001. Hann varð heimsmeistari með Ítölum 2006 og hefur tíu sinnum orðið ítalskur meistari og fjórum sinnum ítalskur bikarmeistari en hann hefur aftur á móti aldrei unnið Meistaradeildina.Gianluigi Buffon.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira