Gæludýr nú velkomin á veitingastaði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. október 2017 10:00 Gæludýraeigendur geta nú tekið ferfætta vini sína með á vel valin veitingahús landsins. „Þau mega bara koma á morgun, eða í dag,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, í samtali við Vísi. Hún undirritaði í dag breytingu á reglugerð um hollustuhætti um hunda og ketti á veitingastöðum. Breytingin kveður á um að eigendum eða rekstraraðilum veitingastaða sé heimilt að leyfa gestum að koma með hunda og ketti inn á veitingastaði að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Reglugerðin gildir um alla einkarekna veitingastaði. Vilji rekstraraðilar opna dyr sínar fyrir ferfætlingum þurfa þeir að tilkynna það til heilbrigðisnefndar en ekki þarf að biðja um sérstakt leyfi. „Í reglugerðinni segir að það þurfi að hafa það mjög sýnilegt við hurð eða eitthvað slíkt að gæludýr séu leyfð inni á viðkomandi stað. Það á að vera fólki ljóst, viðskiptamönnum sem labbar inn hvernig aðstæður eru. Það eru bara einhverjir svona hlutir sem er verið að tiltaka,“ segir Björt. „Þetta er ekki opinberir staðir eins og heilsugæslur eða neitt slíkt því þar hefur fólk ekki val um að mæta. En þetta á við um veitingamenn sem vilja opna sínar dyr.“Done and done! Komið fagnandipic.twitter.com/GcreuSBGKe— Björt Ólafsdóttir (@bjortolafs) October 26, 2017 Björt tilkynnti tillöguna fyrst á ársfundi Bjartrar framtíðar í byrjun september. Við það tilefni sagði hún við fréttastofu að um tímabærar breytingar væri að ræða. „Við höfum kannski verið að banna hluti sem ættu að vera undir sjálfsákvörðunarrétti einstaklinganna komið. En auðvitað skiptir máli að við horfum á öll sjónarmið í þessum efnum og vegum og metum hvort við séum að sinna almannahag. Hvað þetta varðar, hvað veitingastaði varðar, ef veitingamenn vilja bjóða gæludýr gesta á staðnum velkomin þá ætlum við einfaldlega að leyfa það.“ Tengdar fréttir Borgarstjórn tekur slaginn við ríkið um gæludýrahald á veitingastöðum "Ég er mjög hamingjusöm,“ segir Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sem vill leyfa veitingamönnum að ráða því hvort þeir leyfa dýrahald á stöðum sínum. 19. maí 2015 16:01 Vill að eigendur staða fái frelsi til að setja sér reglur um gæludýr „Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“ 18. maí 2015 16:41 Leggur til að gæludýr verði leyfð á veitingastöðum Björt Ólafsdóttir kynnti tillögurnar á ársfundi Bjartrar framtíðar í gær. 3. september 2017 14:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
„Þau mega bara koma á morgun, eða í dag,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, í samtali við Vísi. Hún undirritaði í dag breytingu á reglugerð um hollustuhætti um hunda og ketti á veitingastöðum. Breytingin kveður á um að eigendum eða rekstraraðilum veitingastaða sé heimilt að leyfa gestum að koma með hunda og ketti inn á veitingastaði að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Reglugerðin gildir um alla einkarekna veitingastaði. Vilji rekstraraðilar opna dyr sínar fyrir ferfætlingum þurfa þeir að tilkynna það til heilbrigðisnefndar en ekki þarf að biðja um sérstakt leyfi. „Í reglugerðinni segir að það þurfi að hafa það mjög sýnilegt við hurð eða eitthvað slíkt að gæludýr séu leyfð inni á viðkomandi stað. Það á að vera fólki ljóst, viðskiptamönnum sem labbar inn hvernig aðstæður eru. Það eru bara einhverjir svona hlutir sem er verið að tiltaka,“ segir Björt. „Þetta er ekki opinberir staðir eins og heilsugæslur eða neitt slíkt því þar hefur fólk ekki val um að mæta. En þetta á við um veitingamenn sem vilja opna sínar dyr.“Done and done! Komið fagnandipic.twitter.com/GcreuSBGKe— Björt Ólafsdóttir (@bjortolafs) October 26, 2017 Björt tilkynnti tillöguna fyrst á ársfundi Bjartrar framtíðar í byrjun september. Við það tilefni sagði hún við fréttastofu að um tímabærar breytingar væri að ræða. „Við höfum kannski verið að banna hluti sem ættu að vera undir sjálfsákvörðunarrétti einstaklinganna komið. En auðvitað skiptir máli að við horfum á öll sjónarmið í þessum efnum og vegum og metum hvort við séum að sinna almannahag. Hvað þetta varðar, hvað veitingastaði varðar, ef veitingamenn vilja bjóða gæludýr gesta á staðnum velkomin þá ætlum við einfaldlega að leyfa það.“
Tengdar fréttir Borgarstjórn tekur slaginn við ríkið um gæludýrahald á veitingastöðum "Ég er mjög hamingjusöm,“ segir Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sem vill leyfa veitingamönnum að ráða því hvort þeir leyfa dýrahald á stöðum sínum. 19. maí 2015 16:01 Vill að eigendur staða fái frelsi til að setja sér reglur um gæludýr „Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“ 18. maí 2015 16:41 Leggur til að gæludýr verði leyfð á veitingastöðum Björt Ólafsdóttir kynnti tillögurnar á ársfundi Bjartrar framtíðar í gær. 3. september 2017 14:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Borgarstjórn tekur slaginn við ríkið um gæludýrahald á veitingastöðum "Ég er mjög hamingjusöm,“ segir Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sem vill leyfa veitingamönnum að ráða því hvort þeir leyfa dýrahald á stöðum sínum. 19. maí 2015 16:01
Vill að eigendur staða fái frelsi til að setja sér reglur um gæludýr „Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“ 18. maí 2015 16:41
Leggur til að gæludýr verði leyfð á veitingastöðum Björt Ólafsdóttir kynnti tillögurnar á ársfundi Bjartrar framtíðar í gær. 3. september 2017 14:00