Fótbolti

Heimir ekki á leið til Götu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimir stýrði FH á árunum 2007-17.
Heimir stýrði FH á árunum 2007-17. vísir/eyþór
Heimir Guðjónsson, fyrrverandi þjálfari FH, mun ekki taka við færeysku meisturunum í Víkingi frá Götu.

Færeyski fréttamiðilinn in.fo greindi frá því í gær að Víkingur hefði rætt við Heimi um að taka að sér þjálfun liðsins.

Í samtali við mbl.is segir Heimir að hann sé ekki á leið til Færeyja og hafi ekki einu sinni rætt við Víking.

„Það er ekkert að gerast. Ég er bara að skoða mín mál og svo sjáum við til hvað gerist,“ sagði Heimir við mbl.is.

Heimir er atvinnulaus sem stendur eftir að honum var sagt upp störfum hjá FH fyrr í þessum mánuði. Heimir gerði frábæra hluti hjá FH, fyrst sem leikmaður, svo aðstoðarþjálfari og loks aðalþjálfari.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×