Flókið að mynda stjórn Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. október 2017 06:00 r. Formenn og fulltrúar níu stærstu flokkanna mættu í settið hjá fréttastofu í gær til þess að ræða málefnin. Þegar kom að því að stilla sér upp fyrir ljósmyndara fann formaður Miðflokksins heststyttu sem svipaði til merkis flokksins sem vakti lukku meðal leiðtoganna. Vísir/Ernir Átta möguleikar eru á myndun þriggja flokka ríkisstjórna miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt var í gær. Í öllum tilfellum þyrfti Sjálfstæðisflokkurinn að koma að myndun slíkrar stjórnar. Sú þriggja flokka stjórn sem hefði mestan þingstyrk væri stjórn Sjálfstæðisflokksins með VG og Samfylkingunni. Hún myndi hafa 41 þingmann að baki sér. Myndun slíkrar ríkisstjórnar er þó ekki efst á óskalistanum hjá forystumönnum Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. „Við viljum mynda ríkisstjórn frá vinstri og inn á miðjuna, segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lýst svipuðum skoðunum og Svandís.Eiríkur Bergmann, prófessor, segir líklegustu niðurstöðuna eftir kosningar vera fjögurra flokka samstarf til vinstri.Vísir/hörður sveinsson„Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengist við eða talað um að hér hafi orðið nokkur siðferðisbrestur eða rof á trausti milli þjóðar og þings í mjög stórum málum og hefur hrist hausinn við stórum málum eins og stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Ofan í kaupið bætast svo efnahagstillögur sem teikna upp framtíð sem er algjörlega andstæð því sem við stefnum að,“ sagði Logi í samtali við Fréttablaðið í fyrradag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir líklegustu niðurstöðuna eftir kosningar vera fjögurra flokka samstarf til vinstri. „Þó svo að það gæti auðvitað líka verið eitthvað þvíumlíkt í spilunum hægra megin þá held ég að það sé nú ólíklegra,“ sagði Eiríkur Bergmann í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Þar benti Eiríkur á að fjögurra flokka stjórn Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar, sem hefði 33 þingmenn, gæti vel komist á. Eiríkur sagði stefna í að Framsóknarflokkurinn og Viðreisn verði í lykilstöðu eftir kosningar. „Það verður erfitt að mynda ríkisstjórnir að afloknum kosningum án þessara flokka, sem geta farið í báðar áttir.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Átta möguleikar eru á myndun þriggja flokka ríkisstjórna miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt var í gær. Í öllum tilfellum þyrfti Sjálfstæðisflokkurinn að koma að myndun slíkrar stjórnar. Sú þriggja flokka stjórn sem hefði mestan þingstyrk væri stjórn Sjálfstæðisflokksins með VG og Samfylkingunni. Hún myndi hafa 41 þingmann að baki sér. Myndun slíkrar ríkisstjórnar er þó ekki efst á óskalistanum hjá forystumönnum Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. „Við viljum mynda ríkisstjórn frá vinstri og inn á miðjuna, segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lýst svipuðum skoðunum og Svandís.Eiríkur Bergmann, prófessor, segir líklegustu niðurstöðuna eftir kosningar vera fjögurra flokka samstarf til vinstri.Vísir/hörður sveinsson„Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengist við eða talað um að hér hafi orðið nokkur siðferðisbrestur eða rof á trausti milli þjóðar og þings í mjög stórum málum og hefur hrist hausinn við stórum málum eins og stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Ofan í kaupið bætast svo efnahagstillögur sem teikna upp framtíð sem er algjörlega andstæð því sem við stefnum að,“ sagði Logi í samtali við Fréttablaðið í fyrradag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir líklegustu niðurstöðuna eftir kosningar vera fjögurra flokka samstarf til vinstri. „Þó svo að það gæti auðvitað líka verið eitthvað þvíumlíkt í spilunum hægra megin þá held ég að það sé nú ólíklegra,“ sagði Eiríkur Bergmann í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Þar benti Eiríkur á að fjögurra flokka stjórn Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar, sem hefði 33 þingmenn, gæti vel komist á. Eiríkur sagði stefna í að Framsóknarflokkurinn og Viðreisn verði í lykilstöðu eftir kosningar. „Það verður erfitt að mynda ríkisstjórnir að afloknum kosningum án þessara flokka, sem geta farið í báðar áttir.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Sjá meira