Svarar ekki gagnrýni forstöðumanns Zúista Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. október 2017 06:00 Ágúst Arnar Ágústsson er forstöðumaður Zuism Mjög langur tími leið frá því að Ágúst Arnar Ágústsson gerði kröfu um að verða skráður forstöðumaður Zuism þangað til hann fékk viðurkenningu sem slíkur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra. Sá starfsmaður embættisins sem annast trúfélagaskráningu var harðlega gagnrýndur fyrir stjórnsýslu sína í yfirlýsingu sem Ágúst sendi frá sér eftir að frétt Fréttablaðsins um málalyktir birtist á þriðjudag. Viðkomandi starfsmaður kveðst ekkert vilja láta hafa eftir sér um ásakanir forstöðumannsins. Flótti virðist brostinn í lið trúfélagsins Zuism. Það sem af er október hafa tíu prósent meðlima safnaðarins sagt sig úr félaginu samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá. Eins og ítrekað hefur komið fram hefur verið deilt innan félags zúista um hver ætti að veita félaginu forstöðu. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudag að sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra hefði orðið við kröfu Ágústs og viðurkennt hann sem forstöðumann. Þann dag skráðu sig 168 manns úr Zuism og voru í félaginu í lok miðvikudags 2.380 meðlimir. Yfir þrjú þúsund manns voru skráðir í félagið á tímabili. Í byrjun október voru skráðir 2.651 félagar. Af þeim höfðu 271 sagt sig úr félaginu í gær. Þetta þýðir að fækkað hefur um 10,2 prósent í félaginu á innan við mánuði. Þeir sem höfðu undirtökin hjá zúistum næst á undan Ágústi, sem var meðal upphafsmanna félagsins fyrir fjórum árum, boðuðu endurgreiðslu svokallaðra sóknargjalda til meðlimanna. Það eru tæplega 11.000 krónur á ári sem ríkið borgar Zuism fyrir hvern meðlim eins og öðrum trúfélögum. Ágúst boðaði á miðvikudag að endurgreiðslur hefjist í nóvember, þó ekki til þeirra sem höfðu áður skráð sig úr félaginu. Hann sagði zúista einnig geta valið um að geta látið sinn hlut renna til góðgerðarmála. Á fimmtudag sagði hann svo frá því að 1,1 milljón króna af sóknargjöldum þeirra sem hefðu yfirgefið félagið hefði verið gefin til Barnaspítala Hringsins. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Mjög langur tími leið frá því að Ágúst Arnar Ágústsson gerði kröfu um að verða skráður forstöðumaður Zuism þangað til hann fékk viðurkenningu sem slíkur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra. Sá starfsmaður embættisins sem annast trúfélagaskráningu var harðlega gagnrýndur fyrir stjórnsýslu sína í yfirlýsingu sem Ágúst sendi frá sér eftir að frétt Fréttablaðsins um málalyktir birtist á þriðjudag. Viðkomandi starfsmaður kveðst ekkert vilja láta hafa eftir sér um ásakanir forstöðumannsins. Flótti virðist brostinn í lið trúfélagsins Zuism. Það sem af er október hafa tíu prósent meðlima safnaðarins sagt sig úr félaginu samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá. Eins og ítrekað hefur komið fram hefur verið deilt innan félags zúista um hver ætti að veita félaginu forstöðu. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudag að sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra hefði orðið við kröfu Ágústs og viðurkennt hann sem forstöðumann. Þann dag skráðu sig 168 manns úr Zuism og voru í félaginu í lok miðvikudags 2.380 meðlimir. Yfir þrjú þúsund manns voru skráðir í félagið á tímabili. Í byrjun október voru skráðir 2.651 félagar. Af þeim höfðu 271 sagt sig úr félaginu í gær. Þetta þýðir að fækkað hefur um 10,2 prósent í félaginu á innan við mánuði. Þeir sem höfðu undirtökin hjá zúistum næst á undan Ágústi, sem var meðal upphafsmanna félagsins fyrir fjórum árum, boðuðu endurgreiðslu svokallaðra sóknargjalda til meðlimanna. Það eru tæplega 11.000 krónur á ári sem ríkið borgar Zuism fyrir hvern meðlim eins og öðrum trúfélögum. Ágúst boðaði á miðvikudag að endurgreiðslur hefjist í nóvember, þó ekki til þeirra sem höfðu áður skráð sig úr félaginu. Hann sagði zúista einnig geta valið um að geta látið sinn hlut renna til góðgerðarmála. Á fimmtudag sagði hann svo frá því að 1,1 milljón króna af sóknargjöldum þeirra sem hefðu yfirgefið félagið hefði verið gefin til Barnaspítala Hringsins.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira