Spennt fyrir því að fá Íslendinga til Rússlands Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. október 2017 06:00 Berglind segir að íslenska landsliðið og íslenskir stuðningsmenn hafi verið talsvert til umfjöllunar í rússneskum fjölmiðlum. vísir/eyþór „Það var auðvitað mikil vinna í kringum þetta í fyrra en þetta var bara svo gaman. Og það er allt svo jákvætt í kringum fótboltann. Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi. Nú þegar eru ferðaskrifstofur byrjaðar að undirbúa ferðir frá Íslandi til Rússlands á HM í sumar og Berglind er byrjuð að undirbúa komu Íslendinganna.Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi.vísir/anton brinkBerglind var líka sendiherra í Frakklandi þegar EM fór þar fram árið 2016 og þekkir því til verka. Hún segist vera mjög spennt fyrir því að taka á móti Íslendingum til Rússlands Berglind segir rússneska fjölmiðla hafa fjallað talsvert um úrslitin í leiknum á móti Kosovo á mánudaginn og þá staðreynd að íslenska landsliðið sé að fara til Rússlands. Rússar séu bæði mjög hrifnir af íslenska landsliðinu og íslensku stuðningsmönnunum. „Þær eru svo jákvæðar, fréttirnar hérna,“ segir Berglind. Berglind segir að ef staðan næsta sumar verði eins og í fyrra, að þúsundir eða jafnvel tugþúsundir Íslendinga fylgi íslenska liðinu út þá útheimti það talsverða vinnu fyrir sendiráðið. „Þetta er allt flóknara hér heldur en í Frakklandi þar sem margir Íslendingar hafa verið,“ segir Berglind. Rússland sé mjög stórt land með mismunandi tímabelti. Á þeim stöðum þar sem áætlað er að keppt verði á HM sé allt frá tveggja tíma mismunur við Ísland og upp í fimm tíma mismunur. Verkefni sendiherrans er að sinna borgaralegri þjónustu, veita aðstoð ef fólk týnir vegabréfi eða kemst í kast við lögin. Berglind segist búa vel að reynslunni frá því á EM í Frakklandi. „Það gekk alveg einstaklega vel og það urðu engar stórar uppákomur allan þennan tíma,“ segir hún. Á þeim tíma var bæði eftirlit í sendiráðinu og þar sem leikirnir fóru fram og Berglind býst við að það verði gert eins núna. „Það eru bara þessar miklu vegalengdir, þetta er allt miklu dreifðara og við vitum ekkert fyrr en 1. desember hvar leikirnir verða,“ segir Berglind og bætir við að þúsundir kílómetra geti verið á milli leikvanganna sem keppt er á. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Vegabréfsáritanir óþarfar vegna HM í Rússlandi Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem leggja leið sína til Rússlands geta sótt um svokallan stuðningsmannapassa, eða "Fan-ID“. 10. október 2017 18:18 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
„Það var auðvitað mikil vinna í kringum þetta í fyrra en þetta var bara svo gaman. Og það er allt svo jákvætt í kringum fótboltann. Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi. Nú þegar eru ferðaskrifstofur byrjaðar að undirbúa ferðir frá Íslandi til Rússlands á HM í sumar og Berglind er byrjuð að undirbúa komu Íslendinganna.Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi.vísir/anton brinkBerglind var líka sendiherra í Frakklandi þegar EM fór þar fram árið 2016 og þekkir því til verka. Hún segist vera mjög spennt fyrir því að taka á móti Íslendingum til Rússlands Berglind segir rússneska fjölmiðla hafa fjallað talsvert um úrslitin í leiknum á móti Kosovo á mánudaginn og þá staðreynd að íslenska landsliðið sé að fara til Rússlands. Rússar séu bæði mjög hrifnir af íslenska landsliðinu og íslensku stuðningsmönnunum. „Þær eru svo jákvæðar, fréttirnar hérna,“ segir Berglind. Berglind segir að ef staðan næsta sumar verði eins og í fyrra, að þúsundir eða jafnvel tugþúsundir Íslendinga fylgi íslenska liðinu út þá útheimti það talsverða vinnu fyrir sendiráðið. „Þetta er allt flóknara hér heldur en í Frakklandi þar sem margir Íslendingar hafa verið,“ segir Berglind. Rússland sé mjög stórt land með mismunandi tímabelti. Á þeim stöðum þar sem áætlað er að keppt verði á HM sé allt frá tveggja tíma mismunur við Ísland og upp í fimm tíma mismunur. Verkefni sendiherrans er að sinna borgaralegri þjónustu, veita aðstoð ef fólk týnir vegabréfi eða kemst í kast við lögin. Berglind segist búa vel að reynslunni frá því á EM í Frakklandi. „Það gekk alveg einstaklega vel og það urðu engar stórar uppákomur allan þennan tíma,“ segir hún. Á þeim tíma var bæði eftirlit í sendiráðinu og þar sem leikirnir fóru fram og Berglind býst við að það verði gert eins núna. „Það eru bara þessar miklu vegalengdir, þetta er allt miklu dreifðara og við vitum ekkert fyrr en 1. desember hvar leikirnir verða,“ segir Berglind og bætir við að þúsundir kílómetra geti verið á milli leikvanganna sem keppt er á.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Vegabréfsáritanir óþarfar vegna HM í Rússlandi Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem leggja leið sína til Rússlands geta sótt um svokallan stuðningsmannapassa, eða "Fan-ID“. 10. október 2017 18:18 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58
Vegabréfsáritanir óþarfar vegna HM í Rússlandi Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem leggja leið sína til Rússlands geta sótt um svokallan stuðningsmannapassa, eða "Fan-ID“. 10. október 2017 18:18