Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2017 13:39 Bryndís segir alveg ljóst að lögbannið vinni gegn flokki hennar. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og frambjóðandi í komandi Alþingiskosningum, segir lögbannið á afmarkaðan fréttaflutning Stundarinnar aðför að flokknum. Þessi nálgun Bryndísar gengur í berhögg við það hvernig margir vilja leggja málið upp eins og Vísir fór yfir fyrir stundu, en þar er farið yfir það að margir telja hreinlega að með lögbanninu sé Þórólfur Halldórsson sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu að ganga erinda Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. En, Bryndís telur þessu þveröfugt farið. Bryndís lætur þessa skoðun uppi á Facebook-síðu fjölmiðlamannsins Gunnars Smára Egilssonar nú fyrir stundu en Gunnar Smári kallaði þar eftir röddum úr þingflokki Sjálfstæðismanna. En, Sjálfstæðismenn hafa sparað sig í að tjá sig um málið.Bryndís stígur óvænt fram „Er það virkilega svo að enginn úr þingliði Sjálfstæðisflokksins eða úr forystu flokksins hafi stigið fram og fordæmt lögbannið á Stundina? Er engar leifar eftir af frjálslyndi í þessum flokki, engin virðing fyrir opnu lýðræðissamfélagi og almennum mannréttindum? Er allt af þessu bara hjóm, gagnast aðeins ef það hentar Bjarna og flokknum?“ spyr Gunnar Smári. Nokkur fordæming er á Sjálfstæðisflokkum á þræðinum í kjölfar þessarar leiðandi spurningar en þá stígur Bryndís nokkuð óvænt fram, segir gerninginn allan með miklum ólíkindum og lýsir því yfir að flokkurinn hafi ekki óskað eftir lögbanni. „Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir frelsi til orðs og athafna. Flokkurinn óskaði EKKI eftir lögbanni og við styðjum ekki það að hefta fjölmiðla í að koma því á framfæri sem fjölmiðill metur að eigi erindi við almenning,“ segir Bryndís.Toppar allar aðrar „aðfarir að flokknum mínum“ Helst er á Bryndísi að skilja að þetta mál sé liður í umfangsmikilli aðför á hendur Sjálfstæðisflokknum. „Þetta lögbann toppar líklega allar aðrar aðfarir að flokknum mínum og formanni hans. Því það er alveg ljóst að lögbannið vinnur gegn flokknum, sérstaklega þegar þeir sem eiga að vita betur reyna að skrifa þessa aðgerð á flokkinn. Semsagt mikil virðing hjá okkur nú sem endranær fyrir opnu lýðræðislegu samfélagi.“ Tengdar fréttir Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og frambjóðandi í komandi Alþingiskosningum, segir lögbannið á afmarkaðan fréttaflutning Stundarinnar aðför að flokknum. Þessi nálgun Bryndísar gengur í berhögg við það hvernig margir vilja leggja málið upp eins og Vísir fór yfir fyrir stundu, en þar er farið yfir það að margir telja hreinlega að með lögbanninu sé Þórólfur Halldórsson sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu að ganga erinda Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. En, Bryndís telur þessu þveröfugt farið. Bryndís lætur þessa skoðun uppi á Facebook-síðu fjölmiðlamannsins Gunnars Smára Egilssonar nú fyrir stundu en Gunnar Smári kallaði þar eftir röddum úr þingflokki Sjálfstæðismanna. En, Sjálfstæðismenn hafa sparað sig í að tjá sig um málið.Bryndís stígur óvænt fram „Er það virkilega svo að enginn úr þingliði Sjálfstæðisflokksins eða úr forystu flokksins hafi stigið fram og fordæmt lögbannið á Stundina? Er engar leifar eftir af frjálslyndi í þessum flokki, engin virðing fyrir opnu lýðræðissamfélagi og almennum mannréttindum? Er allt af þessu bara hjóm, gagnast aðeins ef það hentar Bjarna og flokknum?“ spyr Gunnar Smári. Nokkur fordæming er á Sjálfstæðisflokkum á þræðinum í kjölfar þessarar leiðandi spurningar en þá stígur Bryndís nokkuð óvænt fram, segir gerninginn allan með miklum ólíkindum og lýsir því yfir að flokkurinn hafi ekki óskað eftir lögbanni. „Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir frelsi til orðs og athafna. Flokkurinn óskaði EKKI eftir lögbanni og við styðjum ekki það að hefta fjölmiðla í að koma því á framfæri sem fjölmiðill metur að eigi erindi við almenning,“ segir Bryndís.Toppar allar aðrar „aðfarir að flokknum mínum“ Helst er á Bryndísi að skilja að þetta mál sé liður í umfangsmikilli aðför á hendur Sjálfstæðisflokknum. „Þetta lögbann toppar líklega allar aðrar aðfarir að flokknum mínum og formanni hans. Því það er alveg ljóst að lögbannið vinnur gegn flokknum, sérstaklega þegar þeir sem eiga að vita betur reyna að skrifa þessa aðgerð á flokkinn. Semsagt mikil virðing hjá okkur nú sem endranær fyrir opnu lýðræðislegu samfélagi.“
Tengdar fréttir Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19