Lýsir ofbeldinu gegn hinsegin fólki í Téténíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. október 2017 06:00 Maxim Lapunov sætti pyntingum í téténsku fangelsi. vísir/afp „Þeir börðu mig með priki í langan tíma. Ég var barinn í fæturna, rifbeinin, rassinn og bakið. Þegar ég féll til jarðar rifu þeir mig upp og héldu áfram. Á hverjum einasta degi fullvissuðu þeir mig um að ég myndi deyja og sögðu mér hvernig,“ sagði Maxim Lapunov, þrítugur samkynhneigður karlmaður frá Síberíu, á fundi mannréttindabaráttufólks í Moskvu. Lapunov er sá fyrsti sem lýsir ofbeldinu sem fer fram í fangabúðum hinsegin fólks í rússneska sjálfsstjórnarhéraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því dagblaðið Novaya Gazeta greindi fyrst frá því að samkynhneigðir væru handteknir í héraðinu, þeim safnað saman og þeir pyntaðir. Alls hafa 27 menn, sem hafa sams konar sögur að segja, flúið héraðið að undanförnu með hjálp samtakanna LGBT-Network. „Þeir ruddust inn í klefann á kortersfresti og hrópuðu á mig að ég myndi deyja því ég væri samkynhneigður,“ sagði Lapunov enn fremur en hann var í tólf daga í blóði drifnum fangaklefa. Í máli lögfræðings hans á samkomunni kom fram að þrátt fyrir að meðferðin hafi verið tilkynnt rússneskum yfirvöldum hefði engin rannsókn hafist. Í samtali við BBC í gær sagði einn hinna 27, í skjóli nafnleyndar, að hann hafi verið pyntaður með raflosti. Jafnframt sagði hann markmið Téténa að útrýma samkynhneigðum í héraðinu. Það stangast á við framburð Ramzans Kadyrov, héraðsstjóra Téténíu, sem sagði í júlí að fréttir af meðferð samkynhneigðra væru „skáldskapur, runninn undan rifjum djöfulsins“. Enga samkynhneigð væri að finna í héraðinu. Lapunov sagði að honum hefði verið sleppt úr haldi eftir að vinir hans hengdu upp plaköt þar sem lýst var eftir honum í héraðshöfuðborginni Grosní. Fjölskyldan tilkynnti hvarf hans til lögreglu en að sögn Lapunovs bjóst hún við því að hún myndi fá símtal um að hún þyrfti að sækja lík hans. „Ég gat varla skriðið þegar mér var sleppt. Kvein og öskur annarra fanga heyri ég enn í martröðum mínum,“ sagði Lapunov og bætti því við að hann hafi fengið fjölda hótana þar sem þess er krafist að hann dragi vitnisburð sinn til baka. Það ætli hann ekki að gera því hann vilji að pynturum hans verði refsað. „Þetta ætti ekki að vera svona. Við erum öll mennsk. Við höfum öll réttindi. Ef það er hægt að brjóta á þessum réttindum í Téténíu er það hægt hvar sem er. Enginn veit hverra sonur eða dóttir verður næst/ur,“ sagði Lapunov. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
„Þeir börðu mig með priki í langan tíma. Ég var barinn í fæturna, rifbeinin, rassinn og bakið. Þegar ég féll til jarðar rifu þeir mig upp og héldu áfram. Á hverjum einasta degi fullvissuðu þeir mig um að ég myndi deyja og sögðu mér hvernig,“ sagði Maxim Lapunov, þrítugur samkynhneigður karlmaður frá Síberíu, á fundi mannréttindabaráttufólks í Moskvu. Lapunov er sá fyrsti sem lýsir ofbeldinu sem fer fram í fangabúðum hinsegin fólks í rússneska sjálfsstjórnarhéraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því dagblaðið Novaya Gazeta greindi fyrst frá því að samkynhneigðir væru handteknir í héraðinu, þeim safnað saman og þeir pyntaðir. Alls hafa 27 menn, sem hafa sams konar sögur að segja, flúið héraðið að undanförnu með hjálp samtakanna LGBT-Network. „Þeir ruddust inn í klefann á kortersfresti og hrópuðu á mig að ég myndi deyja því ég væri samkynhneigður,“ sagði Lapunov enn fremur en hann var í tólf daga í blóði drifnum fangaklefa. Í máli lögfræðings hans á samkomunni kom fram að þrátt fyrir að meðferðin hafi verið tilkynnt rússneskum yfirvöldum hefði engin rannsókn hafist. Í samtali við BBC í gær sagði einn hinna 27, í skjóli nafnleyndar, að hann hafi verið pyntaður með raflosti. Jafnframt sagði hann markmið Téténa að útrýma samkynhneigðum í héraðinu. Það stangast á við framburð Ramzans Kadyrov, héraðsstjóra Téténíu, sem sagði í júlí að fréttir af meðferð samkynhneigðra væru „skáldskapur, runninn undan rifjum djöfulsins“. Enga samkynhneigð væri að finna í héraðinu. Lapunov sagði að honum hefði verið sleppt úr haldi eftir að vinir hans hengdu upp plaköt þar sem lýst var eftir honum í héraðshöfuðborginni Grosní. Fjölskyldan tilkynnti hvarf hans til lögreglu en að sögn Lapunovs bjóst hún við því að hún myndi fá símtal um að hún þyrfti að sækja lík hans. „Ég gat varla skriðið þegar mér var sleppt. Kvein og öskur annarra fanga heyri ég enn í martröðum mínum,“ sagði Lapunov og bætti því við að hann hafi fengið fjölda hótana þar sem þess er krafist að hann dragi vitnisburð sinn til baka. Það ætli hann ekki að gera því hann vilji að pynturum hans verði refsað. „Þetta ætti ekki að vera svona. Við erum öll mennsk. Við höfum öll réttindi. Ef það er hægt að brjóta á þessum réttindum í Téténíu er það hægt hvar sem er. Enginn veit hverra sonur eða dóttir verður næst/ur,“ sagði Lapunov.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira