Lýsir ofbeldinu gegn hinsegin fólki í Téténíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. október 2017 06:00 Maxim Lapunov sætti pyntingum í téténsku fangelsi. vísir/afp „Þeir börðu mig með priki í langan tíma. Ég var barinn í fæturna, rifbeinin, rassinn og bakið. Þegar ég féll til jarðar rifu þeir mig upp og héldu áfram. Á hverjum einasta degi fullvissuðu þeir mig um að ég myndi deyja og sögðu mér hvernig,“ sagði Maxim Lapunov, þrítugur samkynhneigður karlmaður frá Síberíu, á fundi mannréttindabaráttufólks í Moskvu. Lapunov er sá fyrsti sem lýsir ofbeldinu sem fer fram í fangabúðum hinsegin fólks í rússneska sjálfsstjórnarhéraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því dagblaðið Novaya Gazeta greindi fyrst frá því að samkynhneigðir væru handteknir í héraðinu, þeim safnað saman og þeir pyntaðir. Alls hafa 27 menn, sem hafa sams konar sögur að segja, flúið héraðið að undanförnu með hjálp samtakanna LGBT-Network. „Þeir ruddust inn í klefann á kortersfresti og hrópuðu á mig að ég myndi deyja því ég væri samkynhneigður,“ sagði Lapunov enn fremur en hann var í tólf daga í blóði drifnum fangaklefa. Í máli lögfræðings hans á samkomunni kom fram að þrátt fyrir að meðferðin hafi verið tilkynnt rússneskum yfirvöldum hefði engin rannsókn hafist. Í samtali við BBC í gær sagði einn hinna 27, í skjóli nafnleyndar, að hann hafi verið pyntaður með raflosti. Jafnframt sagði hann markmið Téténa að útrýma samkynhneigðum í héraðinu. Það stangast á við framburð Ramzans Kadyrov, héraðsstjóra Téténíu, sem sagði í júlí að fréttir af meðferð samkynhneigðra væru „skáldskapur, runninn undan rifjum djöfulsins“. Enga samkynhneigð væri að finna í héraðinu. Lapunov sagði að honum hefði verið sleppt úr haldi eftir að vinir hans hengdu upp plaköt þar sem lýst var eftir honum í héraðshöfuðborginni Grosní. Fjölskyldan tilkynnti hvarf hans til lögreglu en að sögn Lapunovs bjóst hún við því að hún myndi fá símtal um að hún þyrfti að sækja lík hans. „Ég gat varla skriðið þegar mér var sleppt. Kvein og öskur annarra fanga heyri ég enn í martröðum mínum,“ sagði Lapunov og bætti því við að hann hafi fengið fjölda hótana þar sem þess er krafist að hann dragi vitnisburð sinn til baka. Það ætli hann ekki að gera því hann vilji að pynturum hans verði refsað. „Þetta ætti ekki að vera svona. Við erum öll mennsk. Við höfum öll réttindi. Ef það er hægt að brjóta á þessum réttindum í Téténíu er það hægt hvar sem er. Enginn veit hverra sonur eða dóttir verður næst/ur,“ sagði Lapunov. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
„Þeir börðu mig með priki í langan tíma. Ég var barinn í fæturna, rifbeinin, rassinn og bakið. Þegar ég féll til jarðar rifu þeir mig upp og héldu áfram. Á hverjum einasta degi fullvissuðu þeir mig um að ég myndi deyja og sögðu mér hvernig,“ sagði Maxim Lapunov, þrítugur samkynhneigður karlmaður frá Síberíu, á fundi mannréttindabaráttufólks í Moskvu. Lapunov er sá fyrsti sem lýsir ofbeldinu sem fer fram í fangabúðum hinsegin fólks í rússneska sjálfsstjórnarhéraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því dagblaðið Novaya Gazeta greindi fyrst frá því að samkynhneigðir væru handteknir í héraðinu, þeim safnað saman og þeir pyntaðir. Alls hafa 27 menn, sem hafa sams konar sögur að segja, flúið héraðið að undanförnu með hjálp samtakanna LGBT-Network. „Þeir ruddust inn í klefann á kortersfresti og hrópuðu á mig að ég myndi deyja því ég væri samkynhneigður,“ sagði Lapunov enn fremur en hann var í tólf daga í blóði drifnum fangaklefa. Í máli lögfræðings hans á samkomunni kom fram að þrátt fyrir að meðferðin hafi verið tilkynnt rússneskum yfirvöldum hefði engin rannsókn hafist. Í samtali við BBC í gær sagði einn hinna 27, í skjóli nafnleyndar, að hann hafi verið pyntaður með raflosti. Jafnframt sagði hann markmið Téténa að útrýma samkynhneigðum í héraðinu. Það stangast á við framburð Ramzans Kadyrov, héraðsstjóra Téténíu, sem sagði í júlí að fréttir af meðferð samkynhneigðra væru „skáldskapur, runninn undan rifjum djöfulsins“. Enga samkynhneigð væri að finna í héraðinu. Lapunov sagði að honum hefði verið sleppt úr haldi eftir að vinir hans hengdu upp plaköt þar sem lýst var eftir honum í héraðshöfuðborginni Grosní. Fjölskyldan tilkynnti hvarf hans til lögreglu en að sögn Lapunovs bjóst hún við því að hún myndi fá símtal um að hún þyrfti að sækja lík hans. „Ég gat varla skriðið þegar mér var sleppt. Kvein og öskur annarra fanga heyri ég enn í martröðum mínum,“ sagði Lapunov og bætti því við að hann hafi fengið fjölda hótana þar sem þess er krafist að hann dragi vitnisburð sinn til baka. Það ætli hann ekki að gera því hann vilji að pynturum hans verði refsað. „Þetta ætti ekki að vera svona. Við erum öll mennsk. Við höfum öll réttindi. Ef það er hægt að brjóta á þessum réttindum í Téténíu er það hægt hvar sem er. Enginn veit hverra sonur eða dóttir verður næst/ur,“ sagði Lapunov.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira