Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2017 11:25 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump er sakaður um taktleysi. Skammt er síðan hann sagði fórnarlömbum fellibyljarsins Maríu á Púertó Ríkó að skemmta sér vel. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði ekkju bandarísks hermanns sem féll í fyrirsáti í Níger að hann hefði „vitað hvað hann skráði sig í“ þegar hann hringdi í hana þar sem hún var á leiðinni að taka á móti líki hans. Frederica Wilson, þingmaður demókrata, heyrði hluta af því sem Trump sagði ekkjunni þegar hún sat í bíl með henni og fjölskyldu hennar. „Ég býst við að þetta hafi samt verið sárt,“ segir hún að forsetinn hafi sagt við ekkjuna og gagnrýnir hann fyrir að vera tilfinningasljór. David Johnson liðþjálfi var einn fjögurra bandarískra hermanna sem féllu í fyrirsáti íslamskra vígamanna í Níger 4. október. Ekkja hans er með þriðja barni þeirra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir Wilson sem telur Trump ekki hafa skapgerð, samúð eða sæmd til að gegna embætti forseta. Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um orð Trump og ber því við að samtöl hans við fjölskyldur fallinna hermanna séu trúnaðarmál.Laug upp á fyrri forseta Lýsing Wilson á orðum Trump til ekkjunnar kemur í kjölfar gagnrýni á að hann hafi ekki haft samband við fjölskyldur föllnu hermannanna í Níger strax. Til að bæta gráu ofan á svart laug Trump því að Barack Obama og fyrri forsetar hafi ekki hringt í syrgjandi fjölskyldur. Þegar gengið var á forsetann með lygarnar fullyrti hann að Obama hefði ekki hringt í John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, þegar sonur hans féll í Afganistan árið 2010. Donald Trump Tengdar fréttir Popovich: Trump er sálarlaus heigull Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Gregg Popovich, þjálfari NBA-liðsins San Antonio Spurs, hatar Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. október 2017 21:15 Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Fleiri fréttir Enginn nefndur Keir í Bretlandi í fyrra Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði ekkju bandarísks hermanns sem féll í fyrirsáti í Níger að hann hefði „vitað hvað hann skráði sig í“ þegar hann hringdi í hana þar sem hún var á leiðinni að taka á móti líki hans. Frederica Wilson, þingmaður demókrata, heyrði hluta af því sem Trump sagði ekkjunni þegar hún sat í bíl með henni og fjölskyldu hennar. „Ég býst við að þetta hafi samt verið sárt,“ segir hún að forsetinn hafi sagt við ekkjuna og gagnrýnir hann fyrir að vera tilfinningasljór. David Johnson liðþjálfi var einn fjögurra bandarískra hermanna sem féllu í fyrirsáti íslamskra vígamanna í Níger 4. október. Ekkja hans er með þriðja barni þeirra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir Wilson sem telur Trump ekki hafa skapgerð, samúð eða sæmd til að gegna embætti forseta. Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um orð Trump og ber því við að samtöl hans við fjölskyldur fallinna hermanna séu trúnaðarmál.Laug upp á fyrri forseta Lýsing Wilson á orðum Trump til ekkjunnar kemur í kjölfar gagnrýni á að hann hafi ekki haft samband við fjölskyldur föllnu hermannanna í Níger strax. Til að bæta gráu ofan á svart laug Trump því að Barack Obama og fyrri forsetar hafi ekki hringt í syrgjandi fjölskyldur. Þegar gengið var á forsetann með lygarnar fullyrti hann að Obama hefði ekki hringt í John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, þegar sonur hans féll í Afganistan árið 2010.
Donald Trump Tengdar fréttir Popovich: Trump er sálarlaus heigull Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Gregg Popovich, þjálfari NBA-liðsins San Antonio Spurs, hatar Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. október 2017 21:15 Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Fleiri fréttir Enginn nefndur Keir í Bretlandi í fyrra Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Sjá meira
Popovich: Trump er sálarlaus heigull Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Gregg Popovich, þjálfari NBA-liðsins San Antonio Spurs, hatar Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. október 2017 21:15
Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45