Segir Paddock hafa verið sjúkan Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2017 13:36 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. Það verði gert seinna meir. Minnst 59 eru látnir og rúmlega 500 særðir eftir að 64 ára maður hóf skothríð á um tuttugu þúsund tónleikagesti í Las Vegas aðfaranótt mánudagsins. Trump sagði ljóst að Stephen Paddock hefði verið „sjúkur“ og hefði átt við geðræn vandamál að stríða. „Mörg vandamál, held ég, og við erum að skoða það mjög, mjög alvarlega,“ sagði Trump við blaðamenn á leið til Puerto Rico samkvæmt Sky News.Rannsakendur hafa ekki fundið svör við spurningum um tilefni árásarinnar og engin tengsl á milli Paddock og Íslamska ríkisins hafa fundist. ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og segir Paddock hafa verið vígamann samtakanna.Byssulöggjöf óviðeigandi „Það sem gerðist í Las Vegas var að mörgu leyti kraftaverk. Lögreglan hefur unnið svo frábært starf og við munum tala um byssulöggjöf seinna,“ sagði Trump einnig við blaðamenn. Í gær vildu talsmenn Hvíta hússins ekki svara spurningum um byssulöggjöf Bandaríkjanna. Þess í stað sagði Sarah Huckabee Sanders að það væri óviðeigandi að tala um stjórnmál og stefnumál að svo stöddu. Dagurinn væri til þess að syrgja. Skömmu seinna sagði hún hins vegar að byssulöggjöfin í Chicago væri sú strangasta í ríkinu og þar hefðu rúmlega fjögur þúsund manns fallið fyrir byssum í fyrra. Einn blaðamaður benti Sanders þó á það að eftir árásina í Orlando í fyrra, sem framin var af múslima, hefði forsetinn verið mættur á Twitter þann sama dag til að tala um „múslima-bannið“ sitt svokallaða.Þingmenn Demókrataflokksins hafa kallað eftir hertri löggjöf í kjölfar árásarinnar og beitt samstarfsmenn sína úr Repúblikanaflokknum þrýstingi. Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Heigulsháttur“ að gera ekki neitt Stjórnendur kvöldþátta Bandaríkjanna tjáðu sig um árásina í Las Vegas. 3. október 2017 10:23 Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. Það verði gert seinna meir. Minnst 59 eru látnir og rúmlega 500 særðir eftir að 64 ára maður hóf skothríð á um tuttugu þúsund tónleikagesti í Las Vegas aðfaranótt mánudagsins. Trump sagði ljóst að Stephen Paddock hefði verið „sjúkur“ og hefði átt við geðræn vandamál að stríða. „Mörg vandamál, held ég, og við erum að skoða það mjög, mjög alvarlega,“ sagði Trump við blaðamenn á leið til Puerto Rico samkvæmt Sky News.Rannsakendur hafa ekki fundið svör við spurningum um tilefni árásarinnar og engin tengsl á milli Paddock og Íslamska ríkisins hafa fundist. ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og segir Paddock hafa verið vígamann samtakanna.Byssulöggjöf óviðeigandi „Það sem gerðist í Las Vegas var að mörgu leyti kraftaverk. Lögreglan hefur unnið svo frábært starf og við munum tala um byssulöggjöf seinna,“ sagði Trump einnig við blaðamenn. Í gær vildu talsmenn Hvíta hússins ekki svara spurningum um byssulöggjöf Bandaríkjanna. Þess í stað sagði Sarah Huckabee Sanders að það væri óviðeigandi að tala um stjórnmál og stefnumál að svo stöddu. Dagurinn væri til þess að syrgja. Skömmu seinna sagði hún hins vegar að byssulöggjöfin í Chicago væri sú strangasta í ríkinu og þar hefðu rúmlega fjögur þúsund manns fallið fyrir byssum í fyrra. Einn blaðamaður benti Sanders þó á það að eftir árásina í Orlando í fyrra, sem framin var af múslima, hefði forsetinn verið mættur á Twitter þann sama dag til að tala um „múslima-bannið“ sitt svokallaða.Þingmenn Demókrataflokksins hafa kallað eftir hertri löggjöf í kjölfar árásarinnar og beitt samstarfsmenn sína úr Repúblikanaflokknum þrýstingi.
Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Heigulsháttur“ að gera ekki neitt Stjórnendur kvöldþátta Bandaríkjanna tjáðu sig um árásina í Las Vegas. 3. október 2017 10:23 Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
„Heigulsháttur“ að gera ekki neitt Stjórnendur kvöldþátta Bandaríkjanna tjáðu sig um árásina í Las Vegas. 3. október 2017 10:23
Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49