Trump heimsækir hamfarasvæðið: „Púertó Ríkó, þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum“ Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2017 17:35 Trump við komuna til San Juan í dag. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist kenna íbúum Púertó Ríkó um að raska fjárlögum bandaríska ríkissjóðsins með því að þurfa á neyðaraðstoð að halda eftir fellibylinn Maríu þegar hann heimsótti eyjuna í dag, tveimur vikum eftir að hamfarirnar gengu yfir. Ástandið á Púertó Ríkó er enn svart en gríðarlegar skemmdir urðu á innviðum eyjunnar í fellibylnum. Þannig er aðeins brot landsmanna kominn með rafmagn aftur og samgöngur og fjarskipti eru verulegum takmörkunum háð. Ríkisstjórn Trump hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir ófullnægjandi viðbrögð við hörmungunum en Púertó Ríkó er yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Hjálparsamtökin Oxfam gagnrýndu stjórnina í dag og sögðust ætla að veita aðstoð á eyjunni. Samtökin starfa yfirleitt aðeins í fátækum löndum. Þrátt fyrir það hrósaði Trump sjálfum sér og ríkisstjórn sinni í hástert fyrir viðbrögðin við hamförunum í dag. Hann hafði unnið „frábært starf“ sem ætti skilið einkunnina „A+“. Við komuna til Púertó Ríkó lofaði hann embættismenn á eyjunni fyrir árangur í að takmarka mannskaða, ekki síst í samanburði við þann sem varð af völdum fellibyljarins Katrínu í New Orleans árið 2005. „Mér þykir leitt að segja ykkur þetta, Púertó Ríkó, en þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum,“ sagði Trump á blaðamannafundi í höfuðborginni San Juan.Forsetafrúin Melania Trump fylgdi eiginmanni sínum í heimsóknina til San Juan.Vísir/AFPWashington Post segir að Trump hafi hitt Carmen Yulín Cruz, borgarstjóra San Juan, sem hann hellti sér yfir á Twitter um helgina. Cruz hafði gagnrýnt slæleg viðbrögð alríkisstjórnarinnar í síðustu viku, án þess þó að nefna forsetann sérstaklega. Skammaði Trump hana fyrir „lélega stjórnunarhæfni“ og að embættismenn á Púertó Ríkó vildu láta gera allt fyrir sig. Ekki er búist við að Trump hætti sér langt út fyrir San Juan í heimsókn sinni en þar er björgunarstarfið eftir hamfarirnar lengst á veg komið.Á myndbandi MSNBC hér fyrir neðan má heyra Trump ræða við eitt fórnarlamba fellibyljarins Maríu á Púertó Ríkó og óska því „góðrar skemmtunar“.Trump to hurricane victim in Puerto Rico: "Have a good time" pic.twitter.com/ri3C8AdG6t— Judd Legum (@JuddLegum) October 3, 2017 Tengdar fréttir „Þið eruð að drepa okkur“ Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera "ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp. 30. september 2017 09:00 Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist kenna íbúum Púertó Ríkó um að raska fjárlögum bandaríska ríkissjóðsins með því að þurfa á neyðaraðstoð að halda eftir fellibylinn Maríu þegar hann heimsótti eyjuna í dag, tveimur vikum eftir að hamfarirnar gengu yfir. Ástandið á Púertó Ríkó er enn svart en gríðarlegar skemmdir urðu á innviðum eyjunnar í fellibylnum. Þannig er aðeins brot landsmanna kominn með rafmagn aftur og samgöngur og fjarskipti eru verulegum takmörkunum háð. Ríkisstjórn Trump hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir ófullnægjandi viðbrögð við hörmungunum en Púertó Ríkó er yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Hjálparsamtökin Oxfam gagnrýndu stjórnina í dag og sögðust ætla að veita aðstoð á eyjunni. Samtökin starfa yfirleitt aðeins í fátækum löndum. Þrátt fyrir það hrósaði Trump sjálfum sér og ríkisstjórn sinni í hástert fyrir viðbrögðin við hamförunum í dag. Hann hafði unnið „frábært starf“ sem ætti skilið einkunnina „A+“. Við komuna til Púertó Ríkó lofaði hann embættismenn á eyjunni fyrir árangur í að takmarka mannskaða, ekki síst í samanburði við þann sem varð af völdum fellibyljarins Katrínu í New Orleans árið 2005. „Mér þykir leitt að segja ykkur þetta, Púertó Ríkó, en þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum,“ sagði Trump á blaðamannafundi í höfuðborginni San Juan.Forsetafrúin Melania Trump fylgdi eiginmanni sínum í heimsóknina til San Juan.Vísir/AFPWashington Post segir að Trump hafi hitt Carmen Yulín Cruz, borgarstjóra San Juan, sem hann hellti sér yfir á Twitter um helgina. Cruz hafði gagnrýnt slæleg viðbrögð alríkisstjórnarinnar í síðustu viku, án þess þó að nefna forsetann sérstaklega. Skammaði Trump hana fyrir „lélega stjórnunarhæfni“ og að embættismenn á Púertó Ríkó vildu láta gera allt fyrir sig. Ekki er búist við að Trump hætti sér langt út fyrir San Juan í heimsókn sinni en þar er björgunarstarfið eftir hamfarirnar lengst á veg komið.Á myndbandi MSNBC hér fyrir neðan má heyra Trump ræða við eitt fórnarlamba fellibyljarins Maríu á Púertó Ríkó og óska því „góðrar skemmtunar“.Trump to hurricane victim in Puerto Rico: "Have a good time" pic.twitter.com/ri3C8AdG6t— Judd Legum (@JuddLegum) October 3, 2017
Tengdar fréttir „Þið eruð að drepa okkur“ Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera "ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp. 30. september 2017 09:00 Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
„Þið eruð að drepa okkur“ Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera "ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp. 30. september 2017 09:00
Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“