Trump heimsækir hamfarasvæðið: „Púertó Ríkó, þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum“ Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2017 17:35 Trump við komuna til San Juan í dag. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist kenna íbúum Púertó Ríkó um að raska fjárlögum bandaríska ríkissjóðsins með því að þurfa á neyðaraðstoð að halda eftir fellibylinn Maríu þegar hann heimsótti eyjuna í dag, tveimur vikum eftir að hamfarirnar gengu yfir. Ástandið á Púertó Ríkó er enn svart en gríðarlegar skemmdir urðu á innviðum eyjunnar í fellibylnum. Þannig er aðeins brot landsmanna kominn með rafmagn aftur og samgöngur og fjarskipti eru verulegum takmörkunum háð. Ríkisstjórn Trump hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir ófullnægjandi viðbrögð við hörmungunum en Púertó Ríkó er yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Hjálparsamtökin Oxfam gagnrýndu stjórnina í dag og sögðust ætla að veita aðstoð á eyjunni. Samtökin starfa yfirleitt aðeins í fátækum löndum. Þrátt fyrir það hrósaði Trump sjálfum sér og ríkisstjórn sinni í hástert fyrir viðbrögðin við hamförunum í dag. Hann hafði unnið „frábært starf“ sem ætti skilið einkunnina „A+“. Við komuna til Púertó Ríkó lofaði hann embættismenn á eyjunni fyrir árangur í að takmarka mannskaða, ekki síst í samanburði við þann sem varð af völdum fellibyljarins Katrínu í New Orleans árið 2005. „Mér þykir leitt að segja ykkur þetta, Púertó Ríkó, en þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum,“ sagði Trump á blaðamannafundi í höfuðborginni San Juan.Forsetafrúin Melania Trump fylgdi eiginmanni sínum í heimsóknina til San Juan.Vísir/AFPWashington Post segir að Trump hafi hitt Carmen Yulín Cruz, borgarstjóra San Juan, sem hann hellti sér yfir á Twitter um helgina. Cruz hafði gagnrýnt slæleg viðbrögð alríkisstjórnarinnar í síðustu viku, án þess þó að nefna forsetann sérstaklega. Skammaði Trump hana fyrir „lélega stjórnunarhæfni“ og að embættismenn á Púertó Ríkó vildu láta gera allt fyrir sig. Ekki er búist við að Trump hætti sér langt út fyrir San Juan í heimsókn sinni en þar er björgunarstarfið eftir hamfarirnar lengst á veg komið.Á myndbandi MSNBC hér fyrir neðan má heyra Trump ræða við eitt fórnarlamba fellibyljarins Maríu á Púertó Ríkó og óska því „góðrar skemmtunar“.Trump to hurricane victim in Puerto Rico: "Have a good time" pic.twitter.com/ri3C8AdG6t— Judd Legum (@JuddLegum) October 3, 2017 Tengdar fréttir „Þið eruð að drepa okkur“ Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera "ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp. 30. september 2017 09:00 Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist kenna íbúum Púertó Ríkó um að raska fjárlögum bandaríska ríkissjóðsins með því að þurfa á neyðaraðstoð að halda eftir fellibylinn Maríu þegar hann heimsótti eyjuna í dag, tveimur vikum eftir að hamfarirnar gengu yfir. Ástandið á Púertó Ríkó er enn svart en gríðarlegar skemmdir urðu á innviðum eyjunnar í fellibylnum. Þannig er aðeins brot landsmanna kominn með rafmagn aftur og samgöngur og fjarskipti eru verulegum takmörkunum háð. Ríkisstjórn Trump hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir ófullnægjandi viðbrögð við hörmungunum en Púertó Ríkó er yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Hjálparsamtökin Oxfam gagnrýndu stjórnina í dag og sögðust ætla að veita aðstoð á eyjunni. Samtökin starfa yfirleitt aðeins í fátækum löndum. Þrátt fyrir það hrósaði Trump sjálfum sér og ríkisstjórn sinni í hástert fyrir viðbrögðin við hamförunum í dag. Hann hafði unnið „frábært starf“ sem ætti skilið einkunnina „A+“. Við komuna til Púertó Ríkó lofaði hann embættismenn á eyjunni fyrir árangur í að takmarka mannskaða, ekki síst í samanburði við þann sem varð af völdum fellibyljarins Katrínu í New Orleans árið 2005. „Mér þykir leitt að segja ykkur þetta, Púertó Ríkó, en þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum,“ sagði Trump á blaðamannafundi í höfuðborginni San Juan.Forsetafrúin Melania Trump fylgdi eiginmanni sínum í heimsóknina til San Juan.Vísir/AFPWashington Post segir að Trump hafi hitt Carmen Yulín Cruz, borgarstjóra San Juan, sem hann hellti sér yfir á Twitter um helgina. Cruz hafði gagnrýnt slæleg viðbrögð alríkisstjórnarinnar í síðustu viku, án þess þó að nefna forsetann sérstaklega. Skammaði Trump hana fyrir „lélega stjórnunarhæfni“ og að embættismenn á Púertó Ríkó vildu láta gera allt fyrir sig. Ekki er búist við að Trump hætti sér langt út fyrir San Juan í heimsókn sinni en þar er björgunarstarfið eftir hamfarirnar lengst á veg komið.Á myndbandi MSNBC hér fyrir neðan má heyra Trump ræða við eitt fórnarlamba fellibyljarins Maríu á Púertó Ríkó og óska því „góðrar skemmtunar“.Trump to hurricane victim in Puerto Rico: "Have a good time" pic.twitter.com/ri3C8AdG6t— Judd Legum (@JuddLegum) October 3, 2017
Tengdar fréttir „Þið eruð að drepa okkur“ Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera "ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp. 30. september 2017 09:00 Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
„Þið eruð að drepa okkur“ Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera "ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp. 30. september 2017 09:00
Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11