Innlent

Þrívíddargangbraut vekur heimsathygli

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Þrívíddargangbraut sem sett var upp á Ísafirði fyrir skemmstu hefur slegið í gegn undanfarið. Fyrirtækið sem sá um hönnun hennar og uppsetningu hefur vart undan því að svara símtölum frá fjölmiðlum um allan heim. 

Gangbrautin var máluð á götuna við Landsbankahúsið á Ísafirði í september á vegum Vegmálunar GíH og umhverfisfulltrúa bæjarins í von um að lækka umferðarhraða.

„Hún er búin að ferðast um allan heim. Allavega myndir og fréttir af henni. Þetta er búið að koma held ég bara um mest alla Evrópu, bæði í ríkisfjölmiðlum og fréttamiðlum. Það er gaman að sjá hvernig þetta þróast en það er búið að tagga mann á Facebook sem street artist eða götulistamann, svo það er nú svoítið skemmtilegur nýr vinnutitill,“ segir Gautur Ívar Halldórsson framkvæmdastjóri Götumálunar GÍH. 

Það var Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar, sem fékk hugmyndina að því að setja þrívíddargangbrautina á þennan stað þegar hann var að vinna umferðaröryggisáætlun fyrir bæinn. Hannn segir að slíkar gangbrautir sé að mynda að finna í Rússlandi, Indlandi og Kína.

Þeir félagar segja athyglina hafa komið á óvart og útiloka ekki að fara í útrás með verkefnið.

„Ég var spurður að því í morgun af norskum fjölmiðli hvort ég væri til í að koma til Noregs að mála þannig að það bara stefnir allt í útrás held ég,“ segir Gautur.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×