Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 4. október 2017 10:30 „Ef við klárum okkar leiki erum við komnir á HM. Svo einfalt er það. Þetta er samt gríðarlega mikilvægur leikur og verður mjög erfiður. Við vitum alveg hvað við þurfum að gera og hversu miklu við þurfum að fórna fyrir þetta.“ Þetta segir Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni HM 2018 gegn Tyrklandi í Eskisehir á föstudagskvöldið. Strákarnir okkar mættu Tyrkjum fyrir tveimur árum og töpuðu þá 1-0 í þýðingarlausum leik fyrir íslenska liðið þar sem það var komið á EM í Frakklandi. Þeir búa samt að þeirri reynslu. „Hér eru brjálaðir stuðningsmenn og það verða þvílík læti. Ég man bara eftir atviki síðast þegar að Raggi stóð tvo metra frá mér og ég var að öskra á hann en hann leit ekki á mig. Það verður ekki auðvelt að tjá sig inni á vellinum en ef við höldum varnarlínunni og höldum núllinu þá munu stuðningsmennirnir snúa sér að Tyrkjunum,“ segir Ari Freyr. Bakvörðurinn var með læsta stöðu í vinstri bakverðinum hjá íslenska liðinu þar til kom að leiknum gegn Króatíu í júní á þessu ári. Þá allt í einu fékk Hörður Björgvin Magnússon tækifærið og hann hefur byrjað síðustu mótsleiki eftir að skora sigurmarkið í þeim leik og standa sig vel. Hefur það áhrif á Ara? „Maður mætir alltaf til móts mvið landsliðið haldandi að maður sé að fara að spila. Ég er að spila með mínu félagsliði og hef ekki misst af mörgum leikjum þar. Heimir veit alveg að ég er í leikformi. Hann veit að ég er klár og veit að ég stend við bakið á þeim sem að spila. Það ætti ekki að vera neitt vesen. Ég mun styðja hvern þann sem að spilar mína stöðu. Við erum saman í þessu. Við ætlum á HM og sama hvort ég er að byrja eða á bekknum þá erum við saman í þessu,“ segir Ari Freyr en var áfall að missa stöðuna sína eftir að vera fastamaður svona lengi? „Auðvitað fer maður að pæla í hvað maður hefur gert þegar að maður dettur úr liðinu. Við vorum að spila á móti Króatíu þegar að ég dett út og kannski fannst Heimi að Hörður Björgvin myndi virka betur þar. Svo skorar hann sigurmarkið þannig það gat ekki verið betra hjá honum. Ég reyni samt bara að halda mínu striki. Ég var búinn að spila 40 mótsleiki í röð fram að þessu þannig að maður heldur bara áfram og svo fær maður tækifæri aftur,“ segir Ari Freyr Súlason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. 4. október 2017 07:00 Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 4. október 2017 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
„Ef við klárum okkar leiki erum við komnir á HM. Svo einfalt er það. Þetta er samt gríðarlega mikilvægur leikur og verður mjög erfiður. Við vitum alveg hvað við þurfum að gera og hversu miklu við þurfum að fórna fyrir þetta.“ Þetta segir Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni HM 2018 gegn Tyrklandi í Eskisehir á föstudagskvöldið. Strákarnir okkar mættu Tyrkjum fyrir tveimur árum og töpuðu þá 1-0 í þýðingarlausum leik fyrir íslenska liðið þar sem það var komið á EM í Frakklandi. Þeir búa samt að þeirri reynslu. „Hér eru brjálaðir stuðningsmenn og það verða þvílík læti. Ég man bara eftir atviki síðast þegar að Raggi stóð tvo metra frá mér og ég var að öskra á hann en hann leit ekki á mig. Það verður ekki auðvelt að tjá sig inni á vellinum en ef við höldum varnarlínunni og höldum núllinu þá munu stuðningsmennirnir snúa sér að Tyrkjunum,“ segir Ari Freyr. Bakvörðurinn var með læsta stöðu í vinstri bakverðinum hjá íslenska liðinu þar til kom að leiknum gegn Króatíu í júní á þessu ári. Þá allt í einu fékk Hörður Björgvin Magnússon tækifærið og hann hefur byrjað síðustu mótsleiki eftir að skora sigurmarkið í þeim leik og standa sig vel. Hefur það áhrif á Ara? „Maður mætir alltaf til móts mvið landsliðið haldandi að maður sé að fara að spila. Ég er að spila með mínu félagsliði og hef ekki misst af mörgum leikjum þar. Heimir veit alveg að ég er í leikformi. Hann veit að ég er klár og veit að ég stend við bakið á þeim sem að spila. Það ætti ekki að vera neitt vesen. Ég mun styðja hvern þann sem að spilar mína stöðu. Við erum saman í þessu. Við ætlum á HM og sama hvort ég er að byrja eða á bekknum þá erum við saman í þessu,“ segir Ari Freyr en var áfall að missa stöðuna sína eftir að vera fastamaður svona lengi? „Auðvitað fer maður að pæla í hvað maður hefur gert þegar að maður dettur úr liðinu. Við vorum að spila á móti Króatíu þegar að ég dett út og kannski fannst Heimi að Hörður Björgvin myndi virka betur þar. Svo skorar hann sigurmarkið þannig það gat ekki verið betra hjá honum. Ég reyni samt bara að halda mínu striki. Ég var búinn að spila 40 mótsleiki í röð fram að þessu þannig að maður heldur bara áfram og svo fær maður tækifæri aftur,“ segir Ari Freyr Súlason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. 4. október 2017 07:00 Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 4. október 2017 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30
Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. 4. október 2017 07:00
Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 4. október 2017 06:00