Innlent

Tveir menn yfirheyrðir vegna stunguárásarinnar í Breiðholti

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með mikinn viðbúnað á vettvangi í gærkvöldi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með mikinn viðbúnað á vettvangi í gærkvöldi. Vísir/Sindri Reyr Einarsson
Tveir menn hafa verið handteknir grunaðir um aðild að stunguárás í heimahúsi í Breiðholti í gær. Yfirheyrslur yfir mönnunum standa nú yfir, að sögn Einars Guðbergs Jónssonar, lögreglufulltrúa.

Annar maðurinn var handtekinn í nótt og hinn í morgun.

Maðurinn sem ráðist var á fór á spítala í gærkvöldi og gekkst þar undir aðgerð. Lögreglan hefur því ekki yfirheyrt hann, en samkvæmt Einari er hann talinn vera á batavegi.

Enn er ekkert vitað um ástæður árásarinnar.

Vísir greindi frá því í gærkvöldi að mikill viðbúnaður hefði verið á vettvangi árásarinnar. Þannig hafi þrír lögreglubílar verið á staðnum, þrír sjúkrabílar auk sérsveitarbíls.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×