Skrítið að hafa Kára ekki við hliðina á mér Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 5. október 2017 06:00 „Við erum bara spenntir fyrir verkefninu enda er þetta einn stærsti og mikilvægasti leikur sem við höfum spilað. Þetta verður gaman,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Tyrkjum í Eskisehir á föstudagskvöldið. Þeir æfðu í síðasta sinn í Antalya í gær en flugu svo til Eskisehir undir kvöldið en þar fer leikurinn fram. Strákarnir okkar eru í öðru sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 og ráða örlögum sínum sjálfir er varðar að komast í umspilið. Sex stig tryggja okkar mönnum sæti í umspilinu en gullpotturinn við enda regnbogans er auðvitað sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland komst á EM 2016 í Frakklandi og strákarnir eru staðráðnir í að komast á annað stórmót.Aftur í stórum séns „Ég var að hugsa þetta fyrir svolitlu síðan. Það getur hvaða landslið sem er komist á eitt stórmót en það er annað að sýna stöðugleika eins og við erum að gera. Við komumst í umspil, förum svo á stórmót og erum núna aftur í stórum séns,“ segir Ragnar og bætir við: „Það sýnir virkilega að þú ert með gott lið ef þú ert að gera þetta trekk í trekk. Þetta er bara geggjað. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig við erum að gera þetta en það er góður andi og samstaða og metnaður í þessu liði og það er augljóslega að sýna sig.“ Ísland vann Úkraínu, 2-0, í síðasta leik en tapaði þar áður á móti Finnlandi ytra sem var mikið áfall. Eftir tapið gegn Finnum var gerð breyting á miðvarðaparinu en þá fékk Ragnar nýjan mann sér við hlið, Sverri Inga Ingason. Ragnar var búinn að spila við hlið Kára í 27 mótsleikjum í röð.Ragnar á landsliðsæfingu.vísir/ernirÞetta var mjög skrítið „Ég viðurkenni fúslega að þetta var mjög skrítið. Það var skrítið að hafa ekki Kára við hliðina á sér þar sem við erum búnir að spila saman í sex ár. Það vita samt allir hérna hvað Sverrir getur. Þetta var samt vissulega skrítið,“ segir Ragnar sem segir Kára Árnason ekki hafa tekið pirring sinn út á öðrum. „Auðvitað var Kári pirraður þegar að hann fékk þessar fréttir. Ef þú ert ekki pirraður þegar að þú ert að spila áttu ekki að vera að spila fótbolta eða íþróttir yfir höfuð. Kári er fagmaður og lét þetta ekkert bitna á liðinu þó svo að þetta væri svekkjandi fyrir hann. Ég tók ekki eftir neinu.“ Ísland spilaði við Tyrkland fyrir tveimur árum í brjáluðum látum í Konya og það má búast við annarri eins stemningu í Eskisehir á föstudagskvöldið.Ekkert stress á okkur „Ég veit ekki hversu mikið það mun hjálpa að hafa verið hér áður. Það er alltaf ákveðið sjokk að koma inn á völl þar sem allt er geðveikt. Spurningin er bara hvort maður tekur það með sér á jákvæðan eða neikvæðan hátt. Maður getur orðið stressaður eða notað þetta sem einhvers konar hvatningu. Við erum með það reynt lið að það verður ekkert stress á okkur.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira
„Við erum bara spenntir fyrir verkefninu enda er þetta einn stærsti og mikilvægasti leikur sem við höfum spilað. Þetta verður gaman,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Tyrkjum í Eskisehir á föstudagskvöldið. Þeir æfðu í síðasta sinn í Antalya í gær en flugu svo til Eskisehir undir kvöldið en þar fer leikurinn fram. Strákarnir okkar eru í öðru sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 og ráða örlögum sínum sjálfir er varðar að komast í umspilið. Sex stig tryggja okkar mönnum sæti í umspilinu en gullpotturinn við enda regnbogans er auðvitað sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland komst á EM 2016 í Frakklandi og strákarnir eru staðráðnir í að komast á annað stórmót.Aftur í stórum séns „Ég var að hugsa þetta fyrir svolitlu síðan. Það getur hvaða landslið sem er komist á eitt stórmót en það er annað að sýna stöðugleika eins og við erum að gera. Við komumst í umspil, förum svo á stórmót og erum núna aftur í stórum séns,“ segir Ragnar og bætir við: „Það sýnir virkilega að þú ert með gott lið ef þú ert að gera þetta trekk í trekk. Þetta er bara geggjað. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig við erum að gera þetta en það er góður andi og samstaða og metnaður í þessu liði og það er augljóslega að sýna sig.“ Ísland vann Úkraínu, 2-0, í síðasta leik en tapaði þar áður á móti Finnlandi ytra sem var mikið áfall. Eftir tapið gegn Finnum var gerð breyting á miðvarðaparinu en þá fékk Ragnar nýjan mann sér við hlið, Sverri Inga Ingason. Ragnar var búinn að spila við hlið Kára í 27 mótsleikjum í röð.Ragnar á landsliðsæfingu.vísir/ernirÞetta var mjög skrítið „Ég viðurkenni fúslega að þetta var mjög skrítið. Það var skrítið að hafa ekki Kára við hliðina á sér þar sem við erum búnir að spila saman í sex ár. Það vita samt allir hérna hvað Sverrir getur. Þetta var samt vissulega skrítið,“ segir Ragnar sem segir Kára Árnason ekki hafa tekið pirring sinn út á öðrum. „Auðvitað var Kári pirraður þegar að hann fékk þessar fréttir. Ef þú ert ekki pirraður þegar að þú ert að spila áttu ekki að vera að spila fótbolta eða íþróttir yfir höfuð. Kári er fagmaður og lét þetta ekkert bitna á liðinu þó svo að þetta væri svekkjandi fyrir hann. Ég tók ekki eftir neinu.“ Ísland spilaði við Tyrkland fyrir tveimur árum í brjáluðum látum í Konya og það má búast við annarri eins stemningu í Eskisehir á föstudagskvöldið.Ekkert stress á okkur „Ég veit ekki hversu mikið það mun hjálpa að hafa verið hér áður. Það er alltaf ákveðið sjokk að koma inn á völl þar sem allt er geðveikt. Spurningin er bara hvort maður tekur það með sér á jákvæðan eða neikvæðan hátt. Maður getur orðið stressaður eða notað þetta sem einhvers konar hvatningu. Við erum með það reynt lið að það verður ekkert stress á okkur.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira