Skrítið að hafa Kára ekki við hliðina á mér Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 5. október 2017 06:00 „Við erum bara spenntir fyrir verkefninu enda er þetta einn stærsti og mikilvægasti leikur sem við höfum spilað. Þetta verður gaman,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Tyrkjum í Eskisehir á föstudagskvöldið. Þeir æfðu í síðasta sinn í Antalya í gær en flugu svo til Eskisehir undir kvöldið en þar fer leikurinn fram. Strákarnir okkar eru í öðru sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 og ráða örlögum sínum sjálfir er varðar að komast í umspilið. Sex stig tryggja okkar mönnum sæti í umspilinu en gullpotturinn við enda regnbogans er auðvitað sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland komst á EM 2016 í Frakklandi og strákarnir eru staðráðnir í að komast á annað stórmót.Aftur í stórum séns „Ég var að hugsa þetta fyrir svolitlu síðan. Það getur hvaða landslið sem er komist á eitt stórmót en það er annað að sýna stöðugleika eins og við erum að gera. Við komumst í umspil, förum svo á stórmót og erum núna aftur í stórum séns,“ segir Ragnar og bætir við: „Það sýnir virkilega að þú ert með gott lið ef þú ert að gera þetta trekk í trekk. Þetta er bara geggjað. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig við erum að gera þetta en það er góður andi og samstaða og metnaður í þessu liði og það er augljóslega að sýna sig.“ Ísland vann Úkraínu, 2-0, í síðasta leik en tapaði þar áður á móti Finnlandi ytra sem var mikið áfall. Eftir tapið gegn Finnum var gerð breyting á miðvarðaparinu en þá fékk Ragnar nýjan mann sér við hlið, Sverri Inga Ingason. Ragnar var búinn að spila við hlið Kára í 27 mótsleikjum í röð.Ragnar á landsliðsæfingu.vísir/ernirÞetta var mjög skrítið „Ég viðurkenni fúslega að þetta var mjög skrítið. Það var skrítið að hafa ekki Kára við hliðina á sér þar sem við erum búnir að spila saman í sex ár. Það vita samt allir hérna hvað Sverrir getur. Þetta var samt vissulega skrítið,“ segir Ragnar sem segir Kára Árnason ekki hafa tekið pirring sinn út á öðrum. „Auðvitað var Kári pirraður þegar að hann fékk þessar fréttir. Ef þú ert ekki pirraður þegar að þú ert að spila áttu ekki að vera að spila fótbolta eða íþróttir yfir höfuð. Kári er fagmaður og lét þetta ekkert bitna á liðinu þó svo að þetta væri svekkjandi fyrir hann. Ég tók ekki eftir neinu.“ Ísland spilaði við Tyrkland fyrir tveimur árum í brjáluðum látum í Konya og það má búast við annarri eins stemningu í Eskisehir á föstudagskvöldið.Ekkert stress á okkur „Ég veit ekki hversu mikið það mun hjálpa að hafa verið hér áður. Það er alltaf ákveðið sjokk að koma inn á völl þar sem allt er geðveikt. Spurningin er bara hvort maður tekur það með sér á jákvæðan eða neikvæðan hátt. Maður getur orðið stressaður eða notað þetta sem einhvers konar hvatningu. Við erum með það reynt lið að það verður ekkert stress á okkur.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
„Við erum bara spenntir fyrir verkefninu enda er þetta einn stærsti og mikilvægasti leikur sem við höfum spilað. Þetta verður gaman,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Tyrkjum í Eskisehir á föstudagskvöldið. Þeir æfðu í síðasta sinn í Antalya í gær en flugu svo til Eskisehir undir kvöldið en þar fer leikurinn fram. Strákarnir okkar eru í öðru sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 og ráða örlögum sínum sjálfir er varðar að komast í umspilið. Sex stig tryggja okkar mönnum sæti í umspilinu en gullpotturinn við enda regnbogans er auðvitað sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland komst á EM 2016 í Frakklandi og strákarnir eru staðráðnir í að komast á annað stórmót.Aftur í stórum séns „Ég var að hugsa þetta fyrir svolitlu síðan. Það getur hvaða landslið sem er komist á eitt stórmót en það er annað að sýna stöðugleika eins og við erum að gera. Við komumst í umspil, förum svo á stórmót og erum núna aftur í stórum séns,“ segir Ragnar og bætir við: „Það sýnir virkilega að þú ert með gott lið ef þú ert að gera þetta trekk í trekk. Þetta er bara geggjað. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig við erum að gera þetta en það er góður andi og samstaða og metnaður í þessu liði og það er augljóslega að sýna sig.“ Ísland vann Úkraínu, 2-0, í síðasta leik en tapaði þar áður á móti Finnlandi ytra sem var mikið áfall. Eftir tapið gegn Finnum var gerð breyting á miðvarðaparinu en þá fékk Ragnar nýjan mann sér við hlið, Sverri Inga Ingason. Ragnar var búinn að spila við hlið Kára í 27 mótsleikjum í röð.Ragnar á landsliðsæfingu.vísir/ernirÞetta var mjög skrítið „Ég viðurkenni fúslega að þetta var mjög skrítið. Það var skrítið að hafa ekki Kára við hliðina á sér þar sem við erum búnir að spila saman í sex ár. Það vita samt allir hérna hvað Sverrir getur. Þetta var samt vissulega skrítið,“ segir Ragnar sem segir Kára Árnason ekki hafa tekið pirring sinn út á öðrum. „Auðvitað var Kári pirraður þegar að hann fékk þessar fréttir. Ef þú ert ekki pirraður þegar að þú ert að spila áttu ekki að vera að spila fótbolta eða íþróttir yfir höfuð. Kári er fagmaður og lét þetta ekkert bitna á liðinu þó svo að þetta væri svekkjandi fyrir hann. Ég tók ekki eftir neinu.“ Ísland spilaði við Tyrkland fyrir tveimur árum í brjáluðum látum í Konya og það má búast við annarri eins stemningu í Eskisehir á föstudagskvöldið.Ekkert stress á okkur „Ég veit ekki hversu mikið það mun hjálpa að hafa verið hér áður. Það er alltaf ákveðið sjokk að koma inn á völl þar sem allt er geðveikt. Spurningin er bara hvort maður tekur það með sér á jákvæðan eða neikvæðan hátt. Maður getur orðið stressaður eða notað þetta sem einhvers konar hvatningu. Við erum með það reynt lið að það verður ekkert stress á okkur.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira