Enn fjölgar komum til sjálfstætt starfandi lækna Sveinn Arnarsson skrifar 6. október 2017 06:00 Klíníkin við Ármúla 9 er heilsumiðstöð í eigu þeirra lækna sem þar starfa. Vísir/Ernir Sjúklingar komu rúmlega fimm hundruð þúsund sinnum til sérgreinalækna á samningi við Sjúkratryggingar Íslands á síðasta ári og hefur komum til sérgreinalækna fjölgað jafnt og þétt síðustu ár. Birgir Jakobsson landlæknir segir þetta ekki vera til marks um heilbrigði íslenska kerfisins heldur þvert á móti. Útgjöld Sjúkratrygginga Íslands til sérgreinalækna vegna komu sjúklinga hafa frá árinu 2014 aukist um einn og hálfan milljarð. Rúmlega tólf milljörðum var varið úr ríkissjóði til sérgreinalækna.Birgir Jakobsson, landlæknir„Við erum ekki að fylgja íslenskum heilbrigðislögum þegar við segjum að heilsugæsla eigi að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu. Líkast til er ástæða þess að aðgengi að heilsugæslu hefur verið slæmt en það hefur lagast allavega á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu,“ segir Birgir. Á sama tíma og aukið fjármagn rennur til sérgreinalækna bendir Birgir á að aðhaldskröfur eru hertar hjá Landspítala. „Þessi aukning til sérfræðilækna er mjög óæskileg. Bendir það til þess að við höfum verið að forgangsraða þessari grein heilbrigðismála á kostnað opinberrar þjónustu, það er bara þannig. Skýrsla Ríkisendurskoðunar bendir einmitt á það líka að fjármagn hefur stóraukist í þennan málaflokk á kostnað opinberu þjónustunnar.“ Að mati Birgis er verið að byggja upp heilbrigðisþjónustu sem er ekki skilvirk fyrir þá þjónustu sem sjúklingar þurfa á að halda og er óheppileg. Sérgreinalæknar ættu ekki að vinna í hlutastarfi í opinberu þjónustunni og vinna á sama tíma sjálfstætt á eigin stofu. „Ég vil meina að sérfræðingar ættu í auknum mæli að veita þjónustuna á göngudeildum sjúkrahúsa þar sem teymisvinna fleiri sérfræðinga á sér stað. Þeir eru betur í stakk búnir til að mæta þeim kröfum sem sjúklingar vilja í teymisvinnu með öðrum. Einn sérfræðingur er vanmáttugur þegar þarf að ræða flókin vandamál.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Sjúklingar komu rúmlega fimm hundruð þúsund sinnum til sérgreinalækna á samningi við Sjúkratryggingar Íslands á síðasta ári og hefur komum til sérgreinalækna fjölgað jafnt og þétt síðustu ár. Birgir Jakobsson landlæknir segir þetta ekki vera til marks um heilbrigði íslenska kerfisins heldur þvert á móti. Útgjöld Sjúkratrygginga Íslands til sérgreinalækna vegna komu sjúklinga hafa frá árinu 2014 aukist um einn og hálfan milljarð. Rúmlega tólf milljörðum var varið úr ríkissjóði til sérgreinalækna.Birgir Jakobsson, landlæknir„Við erum ekki að fylgja íslenskum heilbrigðislögum þegar við segjum að heilsugæsla eigi að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu. Líkast til er ástæða þess að aðgengi að heilsugæslu hefur verið slæmt en það hefur lagast allavega á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu,“ segir Birgir. Á sama tíma og aukið fjármagn rennur til sérgreinalækna bendir Birgir á að aðhaldskröfur eru hertar hjá Landspítala. „Þessi aukning til sérfræðilækna er mjög óæskileg. Bendir það til þess að við höfum verið að forgangsraða þessari grein heilbrigðismála á kostnað opinberrar þjónustu, það er bara þannig. Skýrsla Ríkisendurskoðunar bendir einmitt á það líka að fjármagn hefur stóraukist í þennan málaflokk á kostnað opinberu þjónustunnar.“ Að mati Birgis er verið að byggja upp heilbrigðisþjónustu sem er ekki skilvirk fyrir þá þjónustu sem sjúklingar þurfa á að halda og er óheppileg. Sérgreinalæknar ættu ekki að vinna í hlutastarfi í opinberu þjónustunni og vinna á sama tíma sjálfstætt á eigin stofu. „Ég vil meina að sérfræðingar ættu í auknum mæli að veita þjónustuna á göngudeildum sjúkrahúsa þar sem teymisvinna fleiri sérfræðinga á sér stað. Þeir eru betur í stakk búnir til að mæta þeim kröfum sem sjúklingar vilja í teymisvinnu með öðrum. Einn sérfræðingur er vanmáttugur þegar þarf að ræða flókin vandamál.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira