Arnór Ingvi: Geri mitt besta og vonast eftir spiltíma Tómas Þór Þórðarson í Eskisehir skrifar 6. október 2017 11:00 Arnór Ingvi Traustason, sóknarmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur ekki fengið mikið að spila fyrir Ísland í þessari undankeppni eftir að vera ein af óvæntu stjörnum EM 2016. Arnór gæti fengið tækifærið í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Tyrklandi í undankeppni HM 2018 í Eskisehir klukkan 21.45 að staðartíma. „Það vilja allir spila fótboltaleiki og þá sérstaklega með landsliðinu og ég tala nú ekki um þennan leik. Menn leggja sig alltaf fram hérna á æfingum og vilja spila en það er þjálfarinn sem að velur liðið. Við verðum að virða það,“ sagði Arnór Ingvi við Vísi á æfingu liðsins í Antalya fyrr í vikunni. „Þetta er alltaf eins fyrir mig. Ég kem hingað og geri mitt besta og vonast eftir smá spiltíma. Það hefur ekkert breyst mikið hjá mér.“ Arnór hefur heldur ekki fengið að spila mikið fyrir nýja liðið sitt AEK í Grikklandi en þangað kom hann frá Rapid Vín í Austurríki. „Fyrstu vikurnar eru búnar að vera svolítið erfiðar. Þetta er nýtt fyrir mér. Ég hef ekki fengið mikið að spila eins og maður vonaðist eftir. Lífið þarna er samt mjög gott og gott að vera þarna. Vonandi fæ ég bara að fá að spila meira,“ sagði hann. „Ég hef alveg rætt oft við þjálfarann en liðinu hefur gengið ótrúlega vel. Við erum efstir og aðeins búnir að fá á okkur tvö mörk. Liðið er að spila rosalega vel heima og í Evrópu. Það er erfitt að breyta sigurliði þannig að maður bíður bara þolinmóður,“ sagði Arnór Ingvi Traustason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kaka, krakkakór og löggur að taka sjálfur á æfingu Tyrklands Arda Turan fékk köku fyrir 100 leiki eftir að spila bara 99. 5. október 2017 23:30 Þjálfari Tyrklands: Viljum sýna að við erum betri en Ísland Mircea Lucescu hefur mikla trú á sínum mönnum gegn Íslandi á morgun. 5. október 2017 16:15 "Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Landsliðsfyrirliðinn er stoltur af stöðugleikanum sem íslenska liðið hefur sýnt. 5. október 2017 19:15 Heimir: Pössum að menn verði ekki of metnaðarfullir Strákarnir okkar hugsa bara um leikinn á móti Tyrklandi á morgun og er ekki komnir fram úr sjálfum sér segir landsliðsþjálfarinn. 5. október 2017 20:30 Enginn að fara fram úr sér Strákarnir okkar hefja lokasprettinn í átt að HM 2018 í Rússlandi í kvöld er þeir mæta Tyrkjum í brjálaðri stemningu í Eskisahir. Góðar fréttir af fyrirliðanum. 6. október 2017 06:00 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason, sóknarmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur ekki fengið mikið að spila fyrir Ísland í þessari undankeppni eftir að vera ein af óvæntu stjörnum EM 2016. Arnór gæti fengið tækifærið í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Tyrklandi í undankeppni HM 2018 í Eskisehir klukkan 21.45 að staðartíma. „Það vilja allir spila fótboltaleiki og þá sérstaklega með landsliðinu og ég tala nú ekki um þennan leik. Menn leggja sig alltaf fram hérna á æfingum og vilja spila en það er þjálfarinn sem að velur liðið. Við verðum að virða það,“ sagði Arnór Ingvi við Vísi á æfingu liðsins í Antalya fyrr í vikunni. „Þetta er alltaf eins fyrir mig. Ég kem hingað og geri mitt besta og vonast eftir smá spiltíma. Það hefur ekkert breyst mikið hjá mér.“ Arnór hefur heldur ekki fengið að spila mikið fyrir nýja liðið sitt AEK í Grikklandi en þangað kom hann frá Rapid Vín í Austurríki. „Fyrstu vikurnar eru búnar að vera svolítið erfiðar. Þetta er nýtt fyrir mér. Ég hef ekki fengið mikið að spila eins og maður vonaðist eftir. Lífið þarna er samt mjög gott og gott að vera þarna. Vonandi fæ ég bara að fá að spila meira,“ sagði hann. „Ég hef alveg rætt oft við þjálfarann en liðinu hefur gengið ótrúlega vel. Við erum efstir og aðeins búnir að fá á okkur tvö mörk. Liðið er að spila rosalega vel heima og í Evrópu. Það er erfitt að breyta sigurliði þannig að maður bíður bara þolinmóður,“ sagði Arnór Ingvi Traustason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kaka, krakkakór og löggur að taka sjálfur á æfingu Tyrklands Arda Turan fékk köku fyrir 100 leiki eftir að spila bara 99. 5. október 2017 23:30 Þjálfari Tyrklands: Viljum sýna að við erum betri en Ísland Mircea Lucescu hefur mikla trú á sínum mönnum gegn Íslandi á morgun. 5. október 2017 16:15 "Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Landsliðsfyrirliðinn er stoltur af stöðugleikanum sem íslenska liðið hefur sýnt. 5. október 2017 19:15 Heimir: Pössum að menn verði ekki of metnaðarfullir Strákarnir okkar hugsa bara um leikinn á móti Tyrklandi á morgun og er ekki komnir fram úr sjálfum sér segir landsliðsþjálfarinn. 5. október 2017 20:30 Enginn að fara fram úr sér Strákarnir okkar hefja lokasprettinn í átt að HM 2018 í Rússlandi í kvöld er þeir mæta Tyrkjum í brjálaðri stemningu í Eskisahir. Góðar fréttir af fyrirliðanum. 6. október 2017 06:00 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Kaka, krakkakór og löggur að taka sjálfur á æfingu Tyrklands Arda Turan fékk köku fyrir 100 leiki eftir að spila bara 99. 5. október 2017 23:30
Þjálfari Tyrklands: Viljum sýna að við erum betri en Ísland Mircea Lucescu hefur mikla trú á sínum mönnum gegn Íslandi á morgun. 5. október 2017 16:15
"Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Landsliðsfyrirliðinn er stoltur af stöðugleikanum sem íslenska liðið hefur sýnt. 5. október 2017 19:15
Heimir: Pössum að menn verði ekki of metnaðarfullir Strákarnir okkar hugsa bara um leikinn á móti Tyrklandi á morgun og er ekki komnir fram úr sjálfum sér segir landsliðsþjálfarinn. 5. október 2017 20:30
Enginn að fara fram úr sér Strákarnir okkar hefja lokasprettinn í átt að HM 2018 í Rússlandi í kvöld er þeir mæta Tyrkjum í brjálaðri stemningu í Eskisahir. Góðar fréttir af fyrirliðanum. 6. október 2017 06:00