"Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Tómas Þór Þórðarson í Eskisehir skrifar 5. október 2017 19:15 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er allur að koma til eftir meiðslin sem voru að hrjá hann síðustu daga og er líklegur að byrja á móti Tyrklandi á morgun í undankeppni HM 2018. Aron Einar tók virkan þátt í æfingu íslenska liðsins í dag og er bjartsýnn fyrir morgundaginn eftir að útlitið var ekki gott fyrr í vikunni þegar að bakslag kom í meiðslin. „Standið er bara gott. Ég náði aðeins að taka á því í gær og fann ekkert fyrir því. Ég horfi til þess að ná æfingu í dag og svo verður þetta að koma í ljós. Eins og er þá er ég í góðu standi,“ sagði Aron Einar við íþróttadeild fyrir æfingu Íslands í Eskisehir í dag. Íslenska liðið stendur nú á barmi þess að komast mögulega í umspil um sæti á HM öðru sinni en strákarnir okkar hafa sýnt mikinn stöðugleika í gæðum undanfarin misseri en fyrirliðinn er stoltur af því. Strákarnir vilja meira og það verður ekkert slakað á. „Við ætluðum okkur að sýna að þetta var engin heppni að komast á EM, eitthvað sem fólk var stolt af einu sinni og svo bara slappa af. Við vorum svo nálægt því síðast að komast á HM. Það hefði verið rosalegt. Við erum nálægt því núna og við erum ekkert að fara á hælana,“ sagði Aron Einar. „Við erum á tánum en það eru enn þá tveir leikir eftir og mikið undir. Við erum vanir þessum úrslitaleikjum og erum komnir með ákveðna reynslu úr þeim. Vonandi höfum við lært af fyrri undankeppnum og fyrri úrslitaleikjum. Ég er virkilega ánægður og jákvæður fyrir því hvar við stöndum í dag. Þetta er lið sem er stöðugt og sterkt. Þannig lýsi ég liðinu,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld. 5. október 2017 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er allur að koma til eftir meiðslin sem voru að hrjá hann síðustu daga og er líklegur að byrja á móti Tyrklandi á morgun í undankeppni HM 2018. Aron Einar tók virkan þátt í æfingu íslenska liðsins í dag og er bjartsýnn fyrir morgundaginn eftir að útlitið var ekki gott fyrr í vikunni þegar að bakslag kom í meiðslin. „Standið er bara gott. Ég náði aðeins að taka á því í gær og fann ekkert fyrir því. Ég horfi til þess að ná æfingu í dag og svo verður þetta að koma í ljós. Eins og er þá er ég í góðu standi,“ sagði Aron Einar við íþróttadeild fyrir æfingu Íslands í Eskisehir í dag. Íslenska liðið stendur nú á barmi þess að komast mögulega í umspil um sæti á HM öðru sinni en strákarnir okkar hafa sýnt mikinn stöðugleika í gæðum undanfarin misseri en fyrirliðinn er stoltur af því. Strákarnir vilja meira og það verður ekkert slakað á. „Við ætluðum okkur að sýna að þetta var engin heppni að komast á EM, eitthvað sem fólk var stolt af einu sinni og svo bara slappa af. Við vorum svo nálægt því síðast að komast á HM. Það hefði verið rosalegt. Við erum nálægt því núna og við erum ekkert að fara á hælana,“ sagði Aron Einar. „Við erum á tánum en það eru enn þá tveir leikir eftir og mikið undir. Við erum vanir þessum úrslitaleikjum og erum komnir með ákveðna reynslu úr þeim. Vonandi höfum við lært af fyrri undankeppnum og fyrri úrslitaleikjum. Ég er virkilega ánægður og jákvæður fyrir því hvar við stöndum í dag. Þetta er lið sem er stöðugt og sterkt. Þannig lýsi ég liðinu,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld. 5. október 2017 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Sjá meira
Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30
Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30
Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26
Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55
Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld. 5. október 2017 07:30